Líklegt að Alþingi komi saman innan hálfs mánaðar Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2017 20:00 Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir um hálfan mánuð hvort sem búið verður að mynda ríkisstjórn eða ekki. Starfandi forseti Alþingis er bjartsýnn á að vel takist til með afgreiðslu mála enda sé þingið í æfingu frá því í fyrra. Staðan á Alþingi núna er svipuð og hún var eftir alþingiskosningarnar í fyrra. En þá kom þing saman hinn 6. desember til að afgreiða fjárlög. Nú liggja hins vegar fleiri mál en bara fjárlög fyrir þinginu. Formenn þeirra átta þingflokka komu saman til fundar með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í dag til að ræða þingstörfin framundan. En aldursforseti hverju sinni gegnir embætti forseta Alþingis þar til myndaður hefur verið meirihluti þar. Það bíður heilmikið verkefni þingflokksformannanna. Sem snýr að samningum þeirra í millum um skipan í nefndir og ráð þegar þingið er að koma sér af stað. Það þarf að kjósa hér forseta og forsætisnefnd. Velja í fastanefndir og alþjóðanefndir,“ segir Steingrímur. Þá þurfi helst að ná samkomulagi um forystu í þingnefndum og hlutdeild stjórnarandstöðu í þeim efnum, hver sem hún verði. Það geti vel farið svo að þing komi saman áður en búið verði að mynda ríkisstjórn og því verði bráðabirgðaástand að byggja á samkomulagi flokkanna.Aldursforseti hverju sinni gegnir embætti forseta Alþingis þar til myndaður hefur verið meirihluti þar.Skjáskot/Stöð2Finnst þér líklegt að þing komi saman eitthvað fyrr nú en síðast?„Við ræddum þetta auðvitað og almennt var hljóð í mönnum þannig að þetta hafi verið full knapt í fyrra. Það er seinnilegt að það bíði heldur meiri verkefni núna. Viðbótarmál sem eru tengd áramótum. Ekki bara fjárlagafrumvarp og fjáraukalög tengdir hlutir,“ segir Steingrímur. Vísar Steingrímur þar til samkomulags flokka fyrir kosningar um að afgreiða frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir áramót. Hann muni ræða þetta við formenn flokkanna í næstu viku. „Ég er tiltölulega bjartsýnn á að þetta takist vel. Þingið stóðst prófið í fyrra með ágætum. Það gerði það sem þurfti að gera. Án þess að komin væri ríkisstjórn eða sérstakur meirihluti. Þannig að við erum í æfingu og ef til þess kemur þá treysti ég því að það myndi líka ganga vel núna. En að sjálfsögðu vonast menn eftir því að komnar verði hreinar línur í þetta fyrir þingsetningu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir um hálfan mánuð hvort sem búið verður að mynda ríkisstjórn eða ekki. Starfandi forseti Alþingis er bjartsýnn á að vel takist til með afgreiðslu mála enda sé þingið í æfingu frá því í fyrra. Staðan á Alþingi núna er svipuð og hún var eftir alþingiskosningarnar í fyrra. En þá kom þing saman hinn 6. desember til að afgreiða fjárlög. Nú liggja hins vegar fleiri mál en bara fjárlög fyrir þinginu. Formenn þeirra átta þingflokka komu saman til fundar með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í dag til að ræða þingstörfin framundan. En aldursforseti hverju sinni gegnir embætti forseta Alþingis þar til myndaður hefur verið meirihluti þar. Það bíður heilmikið verkefni þingflokksformannanna. Sem snýr að samningum þeirra í millum um skipan í nefndir og ráð þegar þingið er að koma sér af stað. Það þarf að kjósa hér forseta og forsætisnefnd. Velja í fastanefndir og alþjóðanefndir,“ segir Steingrímur. Þá þurfi helst að ná samkomulagi um forystu í þingnefndum og hlutdeild stjórnarandstöðu í þeim efnum, hver sem hún verði. Það geti vel farið svo að þing komi saman áður en búið verði að mynda ríkisstjórn og því verði bráðabirgðaástand að byggja á samkomulagi flokkanna.Aldursforseti hverju sinni gegnir embætti forseta Alþingis þar til myndaður hefur verið meirihluti þar.Skjáskot/Stöð2Finnst þér líklegt að þing komi saman eitthvað fyrr nú en síðast?„Við ræddum þetta auðvitað og almennt var hljóð í mönnum þannig að þetta hafi verið full knapt í fyrra. Það er seinnilegt að það bíði heldur meiri verkefni núna. Viðbótarmál sem eru tengd áramótum. Ekki bara fjárlagafrumvarp og fjáraukalög tengdir hlutir,“ segir Steingrímur. Vísar Steingrímur þar til samkomulags flokka fyrir kosningar um að afgreiða frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir áramót. Hann muni ræða þetta við formenn flokkanna í næstu viku. „Ég er tiltölulega bjartsýnn á að þetta takist vel. Þingið stóðst prófið í fyrra með ágætum. Það gerði það sem þurfti að gera. Án þess að komin væri ríkisstjórn eða sérstakur meirihluti. Þannig að við erum í æfingu og ef til þess kemur þá treysti ég því að það myndi líka ganga vel núna. En að sjálfsögðu vonast menn eftir því að komnar verði hreinar línur í þetta fyrir þingsetningu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira