Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 13:45 Leikarinn Corey Feldman hefur lengi haldið því fram að börn og unglingar séu kerfisbundið misnotuð í Hollywood. vísir/getty Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. Rannsóknarlögreglumaðurinn Ross Nemeroff staðfestir að rannsókn sé hafin eftir að Feldman tilkynnti um málið á mánudag. Feldman hefur lengi haldið því fram að börn og unglingar séu kerfisbundið misnotaðir kynferðislega í Hollywood. Þannig greindi Feldman frá því í sjálfsævisögu sinn sem kom út árið 2013 að bæði hann og leikarinn Corey Haim hafi verið misnotaðir sem börn. Sagði Feldman þessa misnotkun hafa átt sinn þátt í því að Haim lést langt fyrir aldur fram en hann var aðeins 38 gamall þegar hann lést árið 2010. Haim glímdi við eiturlyfjafíkn en banamein hans var lungnabólga. Leikarinn Charlie Sheen var í vikunni sakaður um að hafa nauðgað Haim árið 1986 við tökur á myndinni Lucas. Haim var þá 13 ára gamall en Sheen 19 ára. Sheen neitaði ásökununum í gær en leikarinn Dominick Brascia sagði frá þeim í National Enquirer. Brascia var náinn vinur Haim og sagði hann hafa sagt sér frá nauðguninni. Í liðnum mánuði greindi Feldman frá því að hann væri að leita að fjármagni fyrir kvikmynd sem hann segir að muni afhjúpa meinta níðinga. „Ég get nefnt sex aðila og þar af einn sem er mjög valdamikill enn í dag,“ sagði Feldman en kvaðst ekki geta gefið upp nöfnin af lagalegum ástæðum og vegna öryggis fjölskyldu sinnar. MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. Rannsóknarlögreglumaðurinn Ross Nemeroff staðfestir að rannsókn sé hafin eftir að Feldman tilkynnti um málið á mánudag. Feldman hefur lengi haldið því fram að börn og unglingar séu kerfisbundið misnotaðir kynferðislega í Hollywood. Þannig greindi Feldman frá því í sjálfsævisögu sinn sem kom út árið 2013 að bæði hann og leikarinn Corey Haim hafi verið misnotaðir sem börn. Sagði Feldman þessa misnotkun hafa átt sinn þátt í því að Haim lést langt fyrir aldur fram en hann var aðeins 38 gamall þegar hann lést árið 2010. Haim glímdi við eiturlyfjafíkn en banamein hans var lungnabólga. Leikarinn Charlie Sheen var í vikunni sakaður um að hafa nauðgað Haim árið 1986 við tökur á myndinni Lucas. Haim var þá 13 ára gamall en Sheen 19 ára. Sheen neitaði ásökununum í gær en leikarinn Dominick Brascia sagði frá þeim í National Enquirer. Brascia var náinn vinur Haim og sagði hann hafa sagt sér frá nauðguninni. Í liðnum mánuði greindi Feldman frá því að hann væri að leita að fjármagni fyrir kvikmynd sem hann segir að muni afhjúpa meinta níðinga. „Ég get nefnt sex aðila og þar af einn sem er mjög valdamikill enn í dag,“ sagði Feldman en kvaðst ekki geta gefið upp nöfnin af lagalegum ástæðum og vegna öryggis fjölskyldu sinnar.
MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08
Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36