Auk þess að ræða leikinn sýnir Óli þeim einnig hvernig fjölspilunin gengur og tekur hann einn leik undir öskrum Tryggva.
Óli er mjög ánægður með leikinn og segir hann vera ógeðslega flottan.
„Það sem ég fann, frá fyrstu mínútunni sem ég spilaði hann, var: Gamli góði Call of Duty er mættur aftur. Ég fíla það. Þar vil ég hafa hann.“