Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 18:22 Kjartan Henry Finnbogason í leiknum í dag. Vísir/Getty Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. Íslenska liðið varð að sætta sig við 2-1 tap en Kjartan Henry skoraði mark Íslands með laglegum skalla í seinni hálfleik. „Ég hefði verið brjálaður ef ég hefði ekki skorað í kvöld. Það er alltaf gaman að skora en ég er ekki í skýjunum. Ég hefði viljað skora fleiri," sagði Kjartan Henry Finnbogason í viðtali við Elvar Geir Magnússon á fótboltavefsíðunni Fótbolti.net eftir leikinn. Kjartan Henry fékk færi til að skora fleiri mörk í leiknum en markið hans kom ekki fyrr en þrettán mínútum fyrir leikslok. „Það er allavega gott að hengja ekki haus og nýta þá bara næsta færi. Ég er ánægður með það,“ sagði Kjartan Henry. Þetta var annað landsliðsmark hans en hann lék sinn áttunda landsleik í dag. „Sónarmenn eiga að skora mörk en þegar maður er að spila fyrir íslenska landsliðið þarf maður að gera ýmislegt annað og hluti sem ekki allir taka eftir," sagði Kjartan. „Við gerðum okkar besta en mér fannst þeir skora þegar við vorum að eiga okkar bestu kafla. Við erum með marga nýja og með mig meðal annars. Það vantaði aðeins upp á samhæfingu og að hafa auga fyrir hverjum öðrum,“ sagði Kjartan Henry í viðtalinu við Fótbolta.net en það má nálgast allt viðtalið við hann hér. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. Íslenska liðið varð að sætta sig við 2-1 tap en Kjartan Henry skoraði mark Íslands með laglegum skalla í seinni hálfleik. „Ég hefði verið brjálaður ef ég hefði ekki skorað í kvöld. Það er alltaf gaman að skora en ég er ekki í skýjunum. Ég hefði viljað skora fleiri," sagði Kjartan Henry Finnbogason í viðtali við Elvar Geir Magnússon á fótboltavefsíðunni Fótbolti.net eftir leikinn. Kjartan Henry fékk færi til að skora fleiri mörk í leiknum en markið hans kom ekki fyrr en þrettán mínútum fyrir leikslok. „Það er allavega gott að hengja ekki haus og nýta þá bara næsta færi. Ég er ánægður með það,“ sagði Kjartan Henry. Þetta var annað landsliðsmark hans en hann lék sinn áttunda landsleik í dag. „Sónarmenn eiga að skora mörk en þegar maður er að spila fyrir íslenska landsliðið þarf maður að gera ýmislegt annað og hluti sem ekki allir taka eftir," sagði Kjartan. „Við gerðum okkar besta en mér fannst þeir skora þegar við vorum að eiga okkar bestu kafla. Við erum með marga nýja og með mig meðal annars. Það vantaði aðeins upp á samhæfingu og að hafa auga fyrir hverjum öðrum,“ sagði Kjartan Henry í viðtalinu við Fótbolta.net en það má nálgast allt viðtalið við hann hér.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira