Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Óskar Ófeigur Jónsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 8. nóvember 2017 16:45 Kjartan Henry Finnbogason skoraði mark íslenska liðsins. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins eftir að liðið tryggði sig inn á HM og um leið fyrsti leikurinn í undirbúningi íslensku strákanna fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Kjartan Henry Finnbogason skoraði mark íslenska liðsins þrettán mínútum fyrir leikslok með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Theódóri Elmari Bjarnasyni. Tékkar skoruðu mörkin sín í kringum tuttugu mínútna leik í hvorum hálfleik fyrir sig. Íslenska liðið fékk fín færi í leiknum áður en liðið fékk á sig þessi mörk en Tékkar voru sterkara liðið í leiknum og sigur þeirra var nokkuð sanngjarn. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson kom með sjö nýja leikmenn inn í byrjunarliðið sitt og þar á meðal var markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sem lék sinn fyrsta A-landsleik í dag. Heimir tók líka fastamennina fjóra útaf eftir hlé, þrjá strax í hálfleik og þann síðasta eftir klukkutímaleik. Aðrir leikmenn fengu því tækifæri í þessum leik eins og Heimir var búinn að gefa út í viðtölum í aðdraganda leiksins. Það er ekki hægt að segja að flestir þessara leikmenn hafi gripið þetta tækifæri því leikur íslenska liðsins var lengstum ekki sérstaklega sannfærandi og íslenska liðið var oft í miklum vandræðum inn á miðjunni. Það er þó kannski svekkjandi að bæði mörkin komu eftir sofandahátt í vörninni þar sem Tékkarnir voru að vinna bolta sem íslensku strákarnir eru vanir því að eigna sér í teignum. Íslenska liðið var búið að vinna þrjá síðustu leiki sína og byrjaði leikinn eins og lið með bullandi sjálfstraust. Íslensku strákarnir fengu líka tvö mjög góð færi á fyrstu fjórum mínútunum. Viðar Örn Kjartansson skaut í stöngina af stuttu færi eftir skallasendingu Kára og annarri mínútu og á fjórðu mínútu fékk Ari Freyr Skúlason frítt skotfæri fyrir framan teiginn eftir sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Í stað þess að nýta þessa góðu byrjun og ná marki inn þá misstu strákarnir tökin á leiknum. Íslenska liðið fékk gjöf frá dómaranum eftir fimmtán mínútu þegar hann dæmdi ranglega af mark hjá Tékkum. Það var engin rangstaða þótt að aðstoðardómarinn hafi veifað. Þessi viðvörun var ekki nóg til að vekja íslenska liðið. Tékkar fóru hinsvegar íslensku leiðina að því að komast yfir þegar langt innkast frá hægri sigldi alla leið inn að marki þar sem Tomas Soucek nýtti sér sofandahátt Kára Árnasonar og kom boltanum í markið. Í framhaldinu tóku Tékkarnir öll völd á miðjunni og íslensku strákarnir komust lítið í boltann, voru hreinlega bara í eltingarleik. Íslenska liðið átti ágætan endasprett á hálfleiknum, Birkir Bjarnason fékk fínt færi, Ólafur Ingi Skúlason átti hörkuskot sem var varið og loks fékk Kjartan Henry Finnbogason dauðfæri. Kjartan Henry komst framhjá markverðinum en náði ekki góðu skoti. Þegar flautað var til hálfleiks þá var íslenska liðið búið að fá miklu betri færi þrátt fyrir talsverða yfirburði Tékka út á vellinum.Rúnar Már Sigurjónsson í baráttu í leiknum.Vísir/GettyHeimir Hallgrímsson gerði þrjár breytingar í hálfleik þar sem fastamennirnir Kári Árnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Hörður Björgvin Magnússon settust á bekkinn. Hjörtur Hermannsson og Ari Freyr Skúlason færðu sig á vellinum en Hjörtur fór í miðvörðinn og Ari Freyr fór af miðjunni og í bakvörðinn. Birkir Bjarnason fór síðan af velli eftir klukkutíma leik og því voru allir byrjunarliðsmennirnir á móti Kósóvó farnir af velli. Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason fengu báðir skallafæri án þess að skapa mikla hættu. Ekki kom þó íslenskt mark en þess í stað komust Tékkar í 2-0 eftir 65. mínútna leik þegar varamaðurinn skoraði með skoti sem Rúnar Alex Rúnarsson hálfvarði inn í markið. Íslensku strákarnir átti þó eftir að ná inn marki. Kjartan Henry Finnbogason skoraði það með laglegum skalla eftir sendingu frá varamanninum Theodóri Elmari Bjarnasyni. Virkilega laglegt mark eftir flotta sókn. Stuttu eftir markið fékk Viðar Örn Kjartansson mjög gott tækifæri til að jafna leikinn og gerði hann mjög vel í að koma sér í það. Markvörður Tékkanna náði hinsvegar að loka á hann. Íslenska liðið gerði sig ekki mjög líklegt til að jafna metin eftir það og leikurinn rann út í rólegheitum. Kjartan Henry Finnbogason stimplaði sig inn með fínu marki og nokkrum góðum tilþrifum í þessum leik en hann gat skorað fleiri mörk. Ari Freyr Skúlason spilaði vel í tveimur stöðum og Rúnar Alex Rúnarsson var ákveðinn í fyrsta landsleiknum þrátt fyrir að hann hefði átt að gera betur í seinna markinu. Theodór Elmar Bjarnason minnti líka á sig með fínni innkomu og frábærri stoðsendingu á gamla liðsfélagann. Aðrir leikmenn íslenska liðsins voru aftur á móti ekki að setja mikla pressu á fastamenn liðsins.Ari Freyr Skúlason stóð sig einna best í íslenska liðinu.Vísir/GettyÍsland - Tékkland 1-2 (0-1) 0-1 Tomas Soucek (19.) 0-2 Jan Sykora (65.) 1-2 Kjartan Henry Finnbogason (77.)Leikmenn Íslands í leiknum:- Markvörður - Rúnar Alex Rúnarsson- Vörnin - Hjörtur Hermannsson Kári Árnason (46., Rúrik Gíslason) Sverrir Ingi Ingason Hörður Björgvin Magnússon (46., Rúnar Már Sigurjónsson)- Miðjan - Jóhann Berg Guðmundsson (46., Theodór Elmar Bjarnason) Ólafur Ingi Skúlason (83., Diego Jóhannesson) Birkir Bjarnason (60., Arnór Ingvi Traustason) Ari Freyr Skúlason- Sóknin - Kjartan Henry Finnbogason (86., Kristján Flóki Finnbogason) Viðar Örn Kjartansson Leikmenn Íslands sem báru fyrirliðabandið í leiknum 1. til 45. mínúta: Kári Árnason 46. til 82. mínúta: Ólafur Ingi Skúlason 83. til 90. mínúta: Ari Freyr SkúlasonVísir/Getty HM 2018 í Rússlandi
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins eftir að liðið tryggði sig inn á HM og um leið fyrsti leikurinn í undirbúningi íslensku strákanna fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Kjartan Henry Finnbogason skoraði mark íslenska liðsins þrettán mínútum fyrir leikslok með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Theódóri Elmari Bjarnasyni. Tékkar skoruðu mörkin sín í kringum tuttugu mínútna leik í hvorum hálfleik fyrir sig. Íslenska liðið fékk fín færi í leiknum áður en liðið fékk á sig þessi mörk en Tékkar voru sterkara liðið í leiknum og sigur þeirra var nokkuð sanngjarn. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson kom með sjö nýja leikmenn inn í byrjunarliðið sitt og þar á meðal var markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sem lék sinn fyrsta A-landsleik í dag. Heimir tók líka fastamennina fjóra útaf eftir hlé, þrjá strax í hálfleik og þann síðasta eftir klukkutímaleik. Aðrir leikmenn fengu því tækifæri í þessum leik eins og Heimir var búinn að gefa út í viðtölum í aðdraganda leiksins. Það er ekki hægt að segja að flestir þessara leikmenn hafi gripið þetta tækifæri því leikur íslenska liðsins var lengstum ekki sérstaklega sannfærandi og íslenska liðið var oft í miklum vandræðum inn á miðjunni. Það er þó kannski svekkjandi að bæði mörkin komu eftir sofandahátt í vörninni þar sem Tékkarnir voru að vinna bolta sem íslensku strákarnir eru vanir því að eigna sér í teignum. Íslenska liðið var búið að vinna þrjá síðustu leiki sína og byrjaði leikinn eins og lið með bullandi sjálfstraust. Íslensku strákarnir fengu líka tvö mjög góð færi á fyrstu fjórum mínútunum. Viðar Örn Kjartansson skaut í stöngina af stuttu færi eftir skallasendingu Kára og annarri mínútu og á fjórðu mínútu fékk Ari Freyr Skúlason frítt skotfæri fyrir framan teiginn eftir sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Í stað þess að nýta þessa góðu byrjun og ná marki inn þá misstu strákarnir tökin á leiknum. Íslenska liðið fékk gjöf frá dómaranum eftir fimmtán mínútu þegar hann dæmdi ranglega af mark hjá Tékkum. Það var engin rangstaða þótt að aðstoðardómarinn hafi veifað. Þessi viðvörun var ekki nóg til að vekja íslenska liðið. Tékkar fóru hinsvegar íslensku leiðina að því að komast yfir þegar langt innkast frá hægri sigldi alla leið inn að marki þar sem Tomas Soucek nýtti sér sofandahátt Kára Árnasonar og kom boltanum í markið. Í framhaldinu tóku Tékkarnir öll völd á miðjunni og íslensku strákarnir komust lítið í boltann, voru hreinlega bara í eltingarleik. Íslenska liðið átti ágætan endasprett á hálfleiknum, Birkir Bjarnason fékk fínt færi, Ólafur Ingi Skúlason átti hörkuskot sem var varið og loks fékk Kjartan Henry Finnbogason dauðfæri. Kjartan Henry komst framhjá markverðinum en náði ekki góðu skoti. Þegar flautað var til hálfleiks þá var íslenska liðið búið að fá miklu betri færi þrátt fyrir talsverða yfirburði Tékka út á vellinum.Rúnar Már Sigurjónsson í baráttu í leiknum.Vísir/GettyHeimir Hallgrímsson gerði þrjár breytingar í hálfleik þar sem fastamennirnir Kári Árnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Hörður Björgvin Magnússon settust á bekkinn. Hjörtur Hermannsson og Ari Freyr Skúlason færðu sig á vellinum en Hjörtur fór í miðvörðinn og Ari Freyr fór af miðjunni og í bakvörðinn. Birkir Bjarnason fór síðan af velli eftir klukkutíma leik og því voru allir byrjunarliðsmennirnir á móti Kósóvó farnir af velli. Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason fengu báðir skallafæri án þess að skapa mikla hættu. Ekki kom þó íslenskt mark en þess í stað komust Tékkar í 2-0 eftir 65. mínútna leik þegar varamaðurinn skoraði með skoti sem Rúnar Alex Rúnarsson hálfvarði inn í markið. Íslensku strákarnir átti þó eftir að ná inn marki. Kjartan Henry Finnbogason skoraði það með laglegum skalla eftir sendingu frá varamanninum Theodóri Elmari Bjarnasyni. Virkilega laglegt mark eftir flotta sókn. Stuttu eftir markið fékk Viðar Örn Kjartansson mjög gott tækifæri til að jafna leikinn og gerði hann mjög vel í að koma sér í það. Markvörður Tékkanna náði hinsvegar að loka á hann. Íslenska liðið gerði sig ekki mjög líklegt til að jafna metin eftir það og leikurinn rann út í rólegheitum. Kjartan Henry Finnbogason stimplaði sig inn með fínu marki og nokkrum góðum tilþrifum í þessum leik en hann gat skorað fleiri mörk. Ari Freyr Skúlason spilaði vel í tveimur stöðum og Rúnar Alex Rúnarsson var ákveðinn í fyrsta landsleiknum þrátt fyrir að hann hefði átt að gera betur í seinna markinu. Theodór Elmar Bjarnason minnti líka á sig með fínni innkomu og frábærri stoðsendingu á gamla liðsfélagann. Aðrir leikmenn íslenska liðsins voru aftur á móti ekki að setja mikla pressu á fastamenn liðsins.Ari Freyr Skúlason stóð sig einna best í íslenska liðinu.Vísir/GettyÍsland - Tékkland 1-2 (0-1) 0-1 Tomas Soucek (19.) 0-2 Jan Sykora (65.) 1-2 Kjartan Henry Finnbogason (77.)Leikmenn Íslands í leiknum:- Markvörður - Rúnar Alex Rúnarsson- Vörnin - Hjörtur Hermannsson Kári Árnason (46., Rúrik Gíslason) Sverrir Ingi Ingason Hörður Björgvin Magnússon (46., Rúnar Már Sigurjónsson)- Miðjan - Jóhann Berg Guðmundsson (46., Theodór Elmar Bjarnason) Ólafur Ingi Skúlason (83., Diego Jóhannesson) Birkir Bjarnason (60., Arnór Ingvi Traustason) Ari Freyr Skúlason- Sóknin - Kjartan Henry Finnbogason (86., Kristján Flóki Finnbogason) Viðar Örn Kjartansson Leikmenn Íslands sem báru fyrirliðabandið í leiknum 1. til 45. mínúta: Kári Árnason 46. til 82. mínúta: Ólafur Ingi Skúlason 83. til 90. mínúta: Ari Freyr SkúlasonVísir/Getty
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti