Heimir: Smá heppni í óheppninni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson ræðir við Gylfa Sigurðsson í gær. Mynd/Hafliði „Æfingin gekk eins og við áttum von á. Það voru menn að koma hingað um miðja nótt og svo æfing tíu um morguninn. Það voru eðlilega ekki allir ferskir,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann var þá nýkominn af æfingu landsliðsins í gær. Einu æfingunni sem liðið nær fyrir leikinn gegn Tékkum í dag. „Menn voru mismikið með á æfingunni og við viljum ekki keyra menn út. Það var samt mikilvægt að vekja menn og fá hugarfarið strax í gang enda leikur daginn eftir þessa æfingu. Við urðum að sjá hverjir eru klárir í að spila leik.“Óvenju margir dottið úr hópnum Heimir valdi mjög stóran hóp í þetta verkefni í Katar en íslenska liðið mun einnig spila æfingaleik við heimamenn. „Það hafa óvenju margir dottið úr hópnum að þessu sinni. Það er gott til þess að hugsa að við lentum ekki í því að þurfa að spila umspilsleik um laust sæti á HM á þessum tíma. Það var smá heppni í óheppninni að verkefnið er ekki eins mikilvægt og öll okkar verkefni síðustu fimm ár,“ segir þjálfarinn en það gátu ekki allir æft með liðinu í gær. „Við vissum að Aron Einar og Alfreð væru í sérprógrammi hjá sínum félögum og þeir æfa undir handleiðslu sjúkra- og styrktarþjálfara. Svo verðum við bara að meta er líður á ferðina hvernig þeir koma til. Það er þó ólíklegt að þeir muni spila. Raggi Sig gat svo bara aðeins hreyft sig enda nýlentur.“ Í hópnum að þessu sinni eru nokkrir menn sem hafa lítið verið með áður. Menn eins og Diego Jóhannesson og Kristján Flóki Finnbogason.Vísir/ErnirUrðu að kalla á liðstyrk „Það stóð upphaflega ekki til að taka nýja menn inn í hópinn en við höfum misst það marga menn út að við urðum að kalla á liðsstyrk. Það er gott að geta það. Tilgangur ferðarinnar var samt alltaf að gefa þeim sem hafa minna spilað í okkar leikjum tækifæri til að sýna sig og sanna. Sjá hvernig það gengur hjá þeim og einnig hvaða karakter fastamennirnir sýna þegar þeir eru utan við liðið. Vonandi verða þeir jafn góðir liðsmenn og þeir sem eru fyrir utan liðið hafa verið.“ Tékkarnir mæta til leiks með mjög sterkt lið þó svo það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eins og hjá Íslandi. „Við munum líklega spila á þeim leikmönnum sem spiluðu ekki á sunnudaginn. Þeir sem spiluðu þá fá hvíld núna og við tökum enga áhættu með menn í þessari ferð. Álagið stýrir því hvernig við spilum en við viljum líka sjá ákveðna leikmenn í ákveðnum stöðum. Það er megintilgangurinn með þessum leik,“ segir Heimir en hann býst eðlilega við erfiðum leik.Vísir/ErnirMjög gott og vel spilandi lið „Þetta er mjög gott og vel spilandi lið. Við verðum líklega meira án boltans en með hann að þessu sinni. Auðvitað viljum við vinna alla leiki en úrslitin skipta ekki höfuðmáli. Það er helst frammistaðan sem við horfum á. Að leikmenn nái að nýta sitt tækifæri því tækifærin hafa verið af skornum skammti þar sem þetta hafa verið endalausir úrslitaleikir hjá okkur.“ Heimir sagði á blaðamannafundi fyrir ferðina að baráttan um sæti í HM-hópnum væri hafin. Leikmenn eru væntanlega meðvitaðir um það og þá staðreynd að tækifærin til að sanna sig verða ekki mörg. „Ég veit að menn eiga eftir að nýta það og taka þau tækifæri sem eru í boði. Það eru allir meðvitaðir um að tækifærin til þess að sanna sig eru afar fá og því er um að gera að nýta tækifærið er það gefst.“ Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
„Æfingin gekk eins og við áttum von á. Það voru menn að koma hingað um miðja nótt og svo æfing tíu um morguninn. Það voru eðlilega ekki allir ferskir,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann var þá nýkominn af æfingu landsliðsins í gær. Einu æfingunni sem liðið nær fyrir leikinn gegn Tékkum í dag. „Menn voru mismikið með á æfingunni og við viljum ekki keyra menn út. Það var samt mikilvægt að vekja menn og fá hugarfarið strax í gang enda leikur daginn eftir þessa æfingu. Við urðum að sjá hverjir eru klárir í að spila leik.“Óvenju margir dottið úr hópnum Heimir valdi mjög stóran hóp í þetta verkefni í Katar en íslenska liðið mun einnig spila æfingaleik við heimamenn. „Það hafa óvenju margir dottið úr hópnum að þessu sinni. Það er gott til þess að hugsa að við lentum ekki í því að þurfa að spila umspilsleik um laust sæti á HM á þessum tíma. Það var smá heppni í óheppninni að verkefnið er ekki eins mikilvægt og öll okkar verkefni síðustu fimm ár,“ segir þjálfarinn en það gátu ekki allir æft með liðinu í gær. „Við vissum að Aron Einar og Alfreð væru í sérprógrammi hjá sínum félögum og þeir æfa undir handleiðslu sjúkra- og styrktarþjálfara. Svo verðum við bara að meta er líður á ferðina hvernig þeir koma til. Það er þó ólíklegt að þeir muni spila. Raggi Sig gat svo bara aðeins hreyft sig enda nýlentur.“ Í hópnum að þessu sinni eru nokkrir menn sem hafa lítið verið með áður. Menn eins og Diego Jóhannesson og Kristján Flóki Finnbogason.Vísir/ErnirUrðu að kalla á liðstyrk „Það stóð upphaflega ekki til að taka nýja menn inn í hópinn en við höfum misst það marga menn út að við urðum að kalla á liðsstyrk. Það er gott að geta það. Tilgangur ferðarinnar var samt alltaf að gefa þeim sem hafa minna spilað í okkar leikjum tækifæri til að sýna sig og sanna. Sjá hvernig það gengur hjá þeim og einnig hvaða karakter fastamennirnir sýna þegar þeir eru utan við liðið. Vonandi verða þeir jafn góðir liðsmenn og þeir sem eru fyrir utan liðið hafa verið.“ Tékkarnir mæta til leiks með mjög sterkt lið þó svo það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eins og hjá Íslandi. „Við munum líklega spila á þeim leikmönnum sem spiluðu ekki á sunnudaginn. Þeir sem spiluðu þá fá hvíld núna og við tökum enga áhættu með menn í þessari ferð. Álagið stýrir því hvernig við spilum en við viljum líka sjá ákveðna leikmenn í ákveðnum stöðum. Það er megintilgangurinn með þessum leik,“ segir Heimir en hann býst eðlilega við erfiðum leik.Vísir/ErnirMjög gott og vel spilandi lið „Þetta er mjög gott og vel spilandi lið. Við verðum líklega meira án boltans en með hann að þessu sinni. Auðvitað viljum við vinna alla leiki en úrslitin skipta ekki höfuðmáli. Það er helst frammistaðan sem við horfum á. Að leikmenn nái að nýta sitt tækifæri því tækifærin hafa verið af skornum skammti þar sem þetta hafa verið endalausir úrslitaleikir hjá okkur.“ Heimir sagði á blaðamannafundi fyrir ferðina að baráttan um sæti í HM-hópnum væri hafin. Leikmenn eru væntanlega meðvitaðir um það og þá staðreynd að tækifærin til að sanna sig verða ekki mörg. „Ég veit að menn eiga eftir að nýta það og taka þau tækifæri sem eru í boði. Það eru allir meðvitaðir um að tækifærin til þess að sanna sig eru afar fá og því er um að gera að nýta tækifærið er það gefst.“
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira