Leiðtogar flokkanna halda spilunum fast að sér Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 20:00 Það gæti skýrst á morgun hvort Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur reyna með sér myndun ríkisstjórnar með þátttöku Framsóknarflokksins. Staðan er hins vegar all flókin þar sem nokkur andstaða er innan flestra flokka við samstarf með öðrum flokkum og erfitt að láta kapalinn ganga pólitískt upp. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafa haldið mjög fast að sér spilunum í dag og þegar maður hefur yfirleitt náð sambandi við þá hafa þeir sem minnst viljað segja um mögulegar stjórnarmyndanir. En það liggur einhvern veginn í kortunum að næst verði reynt að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. En enginn vill segja neitt um það í dag. Almennt er reiknað með að forseti Íslands gefi leiðtogunum að minnsta kosti svigrúm eitthvað fram eftir degi á morgun, áður en hann kallar þá til sín á fund. En forsetinn er nánast í daglegu sambandi við leiðtogana þannig að hann er vel upplýstur um stöðu mála. Einhver vankvæði virðast á nánast öllum samsetningum flokka í ríkisstjórn vegna andstöðu þvers og kruss við samstarf einstakra flokka. Þingflokkur Flokks fólksins kom saman í dag til að ræða málin en Inga Sæland formaður flokksins segir aðþar á bæ hefðu menn lítið heyrt í dag.Nú er sagt að allir séu að tala við alla. Þýðir það að allir eru að tala við ykkur„Allir að tala við alla nema okkur,“ segir Inga og hlær. „ Nei, nei í rauninni erum við bara róleg hér á hliðarlínunni og höfum ekki fengið neitt spjall í dag,“ bætir hún við. Ekki eru allir hrifnir að því innan Vinstri grænna að fara í stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki án þess að Samfylkingin kæmi með í þá stjórn. Innan hennar virðast líka mjög blendnar tilfinningar gagnvart slíkri stjórn sem og innan Sjálfstæðisflokksins „Það eru þarna ákveðnar þreifingar. Það er búið að vera talað svolítið um þessa stjórn alveg frá vinstri til hægri. Með þá kannski Framsókn þarna í miðjunni. Það er bara spurning hvort það er það sem reynt verður næst. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Við fáum sennilega að frétta af því á morgun,“ segir Inga Sæland. Kosningar 2017 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Það gæti skýrst á morgun hvort Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur reyna með sér myndun ríkisstjórnar með þátttöku Framsóknarflokksins. Staðan er hins vegar all flókin þar sem nokkur andstaða er innan flestra flokka við samstarf með öðrum flokkum og erfitt að láta kapalinn ganga pólitískt upp. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafa haldið mjög fast að sér spilunum í dag og þegar maður hefur yfirleitt náð sambandi við þá hafa þeir sem minnst viljað segja um mögulegar stjórnarmyndanir. En það liggur einhvern veginn í kortunum að næst verði reynt að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. En enginn vill segja neitt um það í dag. Almennt er reiknað með að forseti Íslands gefi leiðtogunum að minnsta kosti svigrúm eitthvað fram eftir degi á morgun, áður en hann kallar þá til sín á fund. En forsetinn er nánast í daglegu sambandi við leiðtogana þannig að hann er vel upplýstur um stöðu mála. Einhver vankvæði virðast á nánast öllum samsetningum flokka í ríkisstjórn vegna andstöðu þvers og kruss við samstarf einstakra flokka. Þingflokkur Flokks fólksins kom saman í dag til að ræða málin en Inga Sæland formaður flokksins segir aðþar á bæ hefðu menn lítið heyrt í dag.Nú er sagt að allir séu að tala við alla. Þýðir það að allir eru að tala við ykkur„Allir að tala við alla nema okkur,“ segir Inga og hlær. „ Nei, nei í rauninni erum við bara róleg hér á hliðarlínunni og höfum ekki fengið neitt spjall í dag,“ bætir hún við. Ekki eru allir hrifnir að því innan Vinstri grænna að fara í stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki án þess að Samfylkingin kæmi með í þá stjórn. Innan hennar virðast líka mjög blendnar tilfinningar gagnvart slíkri stjórn sem og innan Sjálfstæðisflokksins „Það eru þarna ákveðnar þreifingar. Það er búið að vera talað svolítið um þessa stjórn alveg frá vinstri til hægri. Með þá kannski Framsókn þarna í miðjunni. Það er bara spurning hvort það er það sem reynt verður næst. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Við fáum sennilega að frétta af því á morgun,“ segir Inga Sæland.
Kosningar 2017 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira