Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Mikil fundahöld voru hjá öllum stjórnmálaflokkum í gær og fram á kvöld. Þessi mynd var tekin síðdegis í gær þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, var á leið á þingflokksfund í Valhöll. vísir/anton Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum síðdegis í gær eftir að Framsóknarmenn slitu stjórnarmyndunarviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarna daga. Í samtali við fjölmiðla á Bessastöðum gaf Katrín Jakobsdóttir til kynna að ekki væri grundvöllur til að taka Flokk fólksins og Viðreisn inn í þær formlegu viðræður sem slitið var í gær, í stað Framsóknarflokksins. Þeim Sjálfstæðismönnum sem Fréttablaðið hefur rætt við lýst best á myndun þriggja flokka stjórnar með Vinstri grænum og annað hvort Framsóknarflokki eða Samfylkingu. Vinstri græn eru sögð þrýsta mjög á síðari kostinn, enda verði stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki Katrínu erfið vegna baklandsins og auðveldara verði að hafa Samfylkinguna með. Samfylkingin útilokar ekki lengur samstarf með Sjálfstæðisflokki samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Flokkurinn er þó enn tregur í taumi en lítur með jákvæðari augum á þátttöku ef Viðreisn yrði tekin að borðinu. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar hefði 34 manna meirihluta á þingi; 38 manna meirihluta ef Viðreisn fengi að fljóta með. Enginn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við í gær úr röðum þessara flokka útilokaði að þessi stjórn gæti orðið að veruleika, þótt Sjálfstæðismönnum hugnist þessi kostur, að sögn, ekki eins vel og þriggja flokka stjórn. Aðrir viðmælendur blaðsins hafa haft á orði að jafn breið stjórn og þessi sé líklegri en aðrar stjórnir til að auka stöðugleika í stjórnmálum. Viðmælendur blaðsins úr hópi Samfylkingar segjast þó ekki fara í stjórn nema um raunverulega uppbyggingu í velferðarmálum verði að ræða og stjórnarskrármálin yrðu einnig að komast á dagskrá. Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í gær.vísir/antonOftast á tali hjá fjórflokknum „Allt galopið,“ segja flestir heimildarmenn Fréttablaðsins um möguleika á stjórnarmyndun eftir að formlegar viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata fóru út um þúfur í gær. Kostunum virðist fara fjölgandi fremur en hitt og eru nú nefndir fimm mögulegir kostir. Heimildarmenn blaðsins úr röðum Sjálfstæðismanna segja forystumenn flestra flokka vera að tala saman og flest símtöl vera milli forystumanna fjórflokksins. Logi Einarsson og Bjarni Benediktsson hafa þó ekki ræðst við beint, en Katrín ræðir mjög við þá báða og reynir nú til þrautar að koma á samtali milli þessara þriggja flokka. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Framsóknarmenn þrýsta hins vegar á samtal milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Mjög virðist hins vegar hafa dofnað talsambandið milli Framsóknarflokks og Miðflokksins sem lifnaði yfir í síðustu viku, líkt og blaðið greindi frá. Formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir í gær að honum hugnaðist ekki lengur stjórn til hægri og viðmælendur Fréttablaðsins úr hópi Sjálfstæðismanna eru á einu máli um að Sjálfstæðismenn eigi frekar að mynda stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingu eða Framsóknarflokki frekar en með Miðflokki, Framsókn og Flokki fólksins, þó ekkert sé útilokað í þeim efnum. Þá hafa nokkrir viðmælendur blaðsins nefnt mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar, sem yrði þá stjórn fjórflokksins á móti rest. Helsti farartálminn í því mynstri er Samfylkingin. Píratar eiga fáa möguleika á þátttöku í stjórnarmyndun eftir að upp úr flosnaði milli fráfarandi stjórnarandstöðuflokka. Þingmenn Viðreisnar eru sennilega afslöppuðustu þingmenn landsins um þessar mundir og geta vel hugsað sér að vera í stjórnarandstöðu þetta kjörtímabil. Þeir útiloka þó ekki þátttöku í ríkisstjórn sem stuðlar að auknum stöðugleika. Forystumenn flokkanna eru þó flestir sammála um að samtöl milli flokkanna þurfi tíma til að þroskast og tíðinda sé líklega ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðri viku. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum síðdegis í gær eftir að Framsóknarmenn slitu stjórnarmyndunarviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarna daga. Í samtali við fjölmiðla á Bessastöðum gaf Katrín Jakobsdóttir til kynna að ekki væri grundvöllur til að taka Flokk fólksins og Viðreisn inn í þær formlegu viðræður sem slitið var í gær, í stað Framsóknarflokksins. Þeim Sjálfstæðismönnum sem Fréttablaðið hefur rætt við lýst best á myndun þriggja flokka stjórnar með Vinstri grænum og annað hvort Framsóknarflokki eða Samfylkingu. Vinstri græn eru sögð þrýsta mjög á síðari kostinn, enda verði stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki Katrínu erfið vegna baklandsins og auðveldara verði að hafa Samfylkinguna með. Samfylkingin útilokar ekki lengur samstarf með Sjálfstæðisflokki samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Flokkurinn er þó enn tregur í taumi en lítur með jákvæðari augum á þátttöku ef Viðreisn yrði tekin að borðinu. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar hefði 34 manna meirihluta á þingi; 38 manna meirihluta ef Viðreisn fengi að fljóta með. Enginn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við í gær úr röðum þessara flokka útilokaði að þessi stjórn gæti orðið að veruleika, þótt Sjálfstæðismönnum hugnist þessi kostur, að sögn, ekki eins vel og þriggja flokka stjórn. Aðrir viðmælendur blaðsins hafa haft á orði að jafn breið stjórn og þessi sé líklegri en aðrar stjórnir til að auka stöðugleika í stjórnmálum. Viðmælendur blaðsins úr hópi Samfylkingar segjast þó ekki fara í stjórn nema um raunverulega uppbyggingu í velferðarmálum verði að ræða og stjórnarskrármálin yrðu einnig að komast á dagskrá. Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í gær.vísir/antonOftast á tali hjá fjórflokknum „Allt galopið,“ segja flestir heimildarmenn Fréttablaðsins um möguleika á stjórnarmyndun eftir að formlegar viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata fóru út um þúfur í gær. Kostunum virðist fara fjölgandi fremur en hitt og eru nú nefndir fimm mögulegir kostir. Heimildarmenn blaðsins úr röðum Sjálfstæðismanna segja forystumenn flestra flokka vera að tala saman og flest símtöl vera milli forystumanna fjórflokksins. Logi Einarsson og Bjarni Benediktsson hafa þó ekki ræðst við beint, en Katrín ræðir mjög við þá báða og reynir nú til þrautar að koma á samtali milli þessara þriggja flokka. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Framsóknarmenn þrýsta hins vegar á samtal milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Mjög virðist hins vegar hafa dofnað talsambandið milli Framsóknarflokks og Miðflokksins sem lifnaði yfir í síðustu viku, líkt og blaðið greindi frá. Formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir í gær að honum hugnaðist ekki lengur stjórn til hægri og viðmælendur Fréttablaðsins úr hópi Sjálfstæðismanna eru á einu máli um að Sjálfstæðismenn eigi frekar að mynda stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingu eða Framsóknarflokki frekar en með Miðflokki, Framsókn og Flokki fólksins, þó ekkert sé útilokað í þeim efnum. Þá hafa nokkrir viðmælendur blaðsins nefnt mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar, sem yrði þá stjórn fjórflokksins á móti rest. Helsti farartálminn í því mynstri er Samfylkingin. Píratar eiga fáa möguleika á þátttöku í stjórnarmyndun eftir að upp úr flosnaði milli fráfarandi stjórnarandstöðuflokka. Þingmenn Viðreisnar eru sennilega afslöppuðustu þingmenn landsins um þessar mundir og geta vel hugsað sér að vera í stjórnarandstöðu þetta kjörtímabil. Þeir útiloka þó ekki þátttöku í ríkisstjórn sem stuðlar að auknum stöðugleika. Forystumenn flokkanna eru þó flestir sammála um að samtöl milli flokkanna þurfi tíma til að þroskast og tíðinda sé líklega ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðri viku.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira