Andri Rúnar: Var með tilboð frá Suður-Kóreu, Suður-Afríku og Kasakstan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 17:00 Andri Rúnar Bjarnason. Mynd/Twitter/@HelsingborgsIF Markakóngurinn Andri Rúnar Bjarnason skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við sænska b-deildarliðið Helsingborg. Hann fékk þó tilboð frá öllum heimshornum eins og hann sagði frá í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. Andri Rúnar jafnaði markametið í Pepsi-deildinni í sumar með því að skora 19 mörk fyrir nýliða Grindavíkur í 22 leikjum og var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af KSÍ. Hann er nú einn af fimm leikmönnum sem hafa náð að skora svo mörg mörk á einu tímabili í efstu deild. „Það voru nokkrir hlutir sem spiluðu inn í. Mér fannst fyrir eitt það mjög skemmtilegt að þjálfarinn gerði sér ferð til Íslands til að horfa á mig spila. Hann sjálfur var því mjög áhugasamur. Þetta er líka risaklúbbur og ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hversu stór klúbbur þetta er.,“ sagði Andri Rúnar í viðtalinu við Hjört í Akraborginni. „Ég vissi að þetta væri stór klubbur en ég áttaði mig ekki almennilega á því fyrr en ég fór þangað um helgina. Ég sá þá umgjörðina og allt þarna í kring og þetta er bara risastórt dæmi,“ sagði Andri Rúnar en liðið er þó ekki í efstu deild í Svíþjóð. „Ég reikna ekki með því að Helsingborg verði lengi í þessari deild miðað við þann metnað sem er þarna. Ég held að það sé bara gott að taka þátt í þessu verkefni með þeim, stilla mig inn og taka síðan úrvalsdeildina með þeim af krafti líka,“ sagði Andri Rúnar en hann átti möguleika að fara annað og þá á framandi staði. „Ég sá fyrir mér að það væri meira endastöð ferilsins og var ekki að sjá einhver spennandi skref í boði eftir það. Maður er svolítið að veðja á sjálfan mig og finnst ég eiga helling inni. Ég vil ekki vera að fara í svona framandi dæmi þegar mér finnst ég helling eftir að sanna,“ sagði Andri Rúnar en hvaðan komu þessi tilboð. „Það var lið í Suður-Kóreu, lið frá Kasakastan og lið í Suður-Afríku,“ sagði Andri Rúnar sem dæmi um þessi fjölbreyttu tillboð. „Það hefði verið ágætis peningur í þessu en það var ekki það sem mér fannst það rétta í stöðunni. Ég á helling af árum eftir og er bara mjög spenntur fyrir Helsingborg á þessum tímapunkti á ferlinum,“ sagði Andri Rúnar en það má hlusta á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Sjá meira
Markakóngurinn Andri Rúnar Bjarnason skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við sænska b-deildarliðið Helsingborg. Hann fékk þó tilboð frá öllum heimshornum eins og hann sagði frá í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. Andri Rúnar jafnaði markametið í Pepsi-deildinni í sumar með því að skora 19 mörk fyrir nýliða Grindavíkur í 22 leikjum og var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af KSÍ. Hann er nú einn af fimm leikmönnum sem hafa náð að skora svo mörg mörk á einu tímabili í efstu deild. „Það voru nokkrir hlutir sem spiluðu inn í. Mér fannst fyrir eitt það mjög skemmtilegt að þjálfarinn gerði sér ferð til Íslands til að horfa á mig spila. Hann sjálfur var því mjög áhugasamur. Þetta er líka risaklúbbur og ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hversu stór klúbbur þetta er.,“ sagði Andri Rúnar í viðtalinu við Hjört í Akraborginni. „Ég vissi að þetta væri stór klubbur en ég áttaði mig ekki almennilega á því fyrr en ég fór þangað um helgina. Ég sá þá umgjörðina og allt þarna í kring og þetta er bara risastórt dæmi,“ sagði Andri Rúnar en liðið er þó ekki í efstu deild í Svíþjóð. „Ég reikna ekki með því að Helsingborg verði lengi í þessari deild miðað við þann metnað sem er þarna. Ég held að það sé bara gott að taka þátt í þessu verkefni með þeim, stilla mig inn og taka síðan úrvalsdeildina með þeim af krafti líka,“ sagði Andri Rúnar en hann átti möguleika að fara annað og þá á framandi staði. „Ég sá fyrir mér að það væri meira endastöð ferilsins og var ekki að sjá einhver spennandi skref í boði eftir það. Maður er svolítið að veðja á sjálfan mig og finnst ég eiga helling inni. Ég vil ekki vera að fara í svona framandi dæmi þegar mér finnst ég helling eftir að sanna,“ sagði Andri Rúnar en hvaðan komu þessi tilboð. „Það var lið í Suður-Kóreu, lið frá Kasakastan og lið í Suður-Afríku,“ sagði Andri Rúnar sem dæmi um þessi fjölbreyttu tillboð. „Það hefði verið ágætis peningur í þessu en það var ekki það sem mér fannst það rétta í stöðunni. Ég á helling af árum eftir og er bara mjög spenntur fyrir Helsingborg á þessum tímapunkti á ferlinum,“ sagði Andri Rúnar en það má hlusta á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Sjá meira