Höfðu áhyggjur af því að tæpur meirihluti myndi ekki tryggja stöðugleika Birgir Olgeirsson skrifar 6. nóvember 2017 13:18 Sigurður Ingi ræðir við fjölmiðla. Vísir/Vilhelm „Að okkar mati er ákall í samfélaginu eftir pólitískum og efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um ástæður þess að stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna var hætt. „Eins og ég hef sagt, frá því þessar viðræður hófust, hafði ég áhyggjur af því að þetta væri tæpur meirihluti,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi um málið. Sigurður Ingi segir stór verkefni framundan á sviði uppbyggingar og á kjarasviðinu. Á sama tíma sé hagsveiflan á niðurleið og væntingar miklar. „Við höfðum áhyggjur á því að þessi meirihluti væri of tæpur til að tryggja þennan stöðugleika.“ Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar stóðu að þessum viðræðum. Fregnir bárust í síðustu viku þar sem ummæli Björns Leví Gunnarsson, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórn sem ekki hefði meirihluta atkvæða á bak við sig vöktu athygli. Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður, rifjaði þessi ummæli Björns Leví upp þar sem Björn sagðist ekki vilja vera í meirihluta stjórn sem væri ekki með meirihluta kjósenda á bak við sig. Hefði stjórn stjórnarandstöðuflokkanna orðið að veruleika þá hefði hún ekki haft meirihluta atkvæða á bak við sig. Björn sagðist í samtali við Stundina af því tilefni að hann myndi tryggja þessari stjórn meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum. Spurður út í þessi ummæli Björns Leví segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi að þau hefðu ekki vakið tilfinningu um traust en Björn Leví hefði útskýrt mál sitt. Sigurður segir mat þeirra hafa verið að meirihlutinn hafi verið of tæpur. „Ég vil fá að taka sérstaklega fram að þessar viðræður voru mjög góðar og ákveðin vonbrigði að þær gengu ekki eftir. Allir lögðu sig fram af einlægni að láta þetta ganga upp en það eru mjög stór verkefni sem við stöndum frammi fyrir sem að mínu mati þurfa traustari meirihluta,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort ESB-málið og stjórnarskrármálið hafi sett svip sinn á þessar viðræður segir Sigurður Ingi flokkana hafa fjallað um fjölmörg mál og fyrst og fremst á grunni þessi stjórn hefði tryggan meirihluta til að standa að nauðsynlegri uppbyggingu í samfélaginu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
„Að okkar mati er ákall í samfélaginu eftir pólitískum og efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um ástæður þess að stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna var hætt. „Eins og ég hef sagt, frá því þessar viðræður hófust, hafði ég áhyggjur af því að þetta væri tæpur meirihluti,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi um málið. Sigurður Ingi segir stór verkefni framundan á sviði uppbyggingar og á kjarasviðinu. Á sama tíma sé hagsveiflan á niðurleið og væntingar miklar. „Við höfðum áhyggjur á því að þessi meirihluti væri of tæpur til að tryggja þennan stöðugleika.“ Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar stóðu að þessum viðræðum. Fregnir bárust í síðustu viku þar sem ummæli Björns Leví Gunnarsson, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórn sem ekki hefði meirihluta atkvæða á bak við sig vöktu athygli. Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður, rifjaði þessi ummæli Björns Leví upp þar sem Björn sagðist ekki vilja vera í meirihluta stjórn sem væri ekki með meirihluta kjósenda á bak við sig. Hefði stjórn stjórnarandstöðuflokkanna orðið að veruleika þá hefði hún ekki haft meirihluta atkvæða á bak við sig. Björn sagðist í samtali við Stundina af því tilefni að hann myndi tryggja þessari stjórn meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum. Spurður út í þessi ummæli Björns Leví segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi að þau hefðu ekki vakið tilfinningu um traust en Björn Leví hefði útskýrt mál sitt. Sigurður segir mat þeirra hafa verið að meirihlutinn hafi verið of tæpur. „Ég vil fá að taka sérstaklega fram að þessar viðræður voru mjög góðar og ákveðin vonbrigði að þær gengu ekki eftir. Allir lögðu sig fram af einlægni að láta þetta ganga upp en það eru mjög stór verkefni sem við stöndum frammi fyrir sem að mínu mati þurfa traustari meirihluta,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort ESB-málið og stjórnarskrármálið hafi sett svip sinn á þessar viðræður segir Sigurður Ingi flokkana hafa fjallað um fjölmörg mál og fyrst og fremst á grunni þessi stjórn hefði tryggan meirihluta til að standa að nauðsynlegri uppbyggingu í samfélaginu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34
Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15
Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51