Formenn flokkanna vilja næði til að funda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 10:47 Fultrúar flokkanna fjögurra funduðu heima hjá formanni Framsóknarflokksins á föstudag. Vísir/Ernir Formenn flokkanna fjögurra sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum munu eiga fund núna fyrir hádegi en Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill hvorki gefa upp hvar né hvenær nákvæmlega þeir muni hittast. Engir aðrir en formennirnir munu sitja fundinn að sögn Katrínar. Þegar Vísir náði tali af Katrínu núna klukkan hálfellefu sagði hún að formennirnir vilji fá næði til að funda og að tíðinda sé ekki að vænta fyrr en í hádeginu. Ætla má að þá liggi fyrir hvort að stjórnarmyndunarviðræðunum verði haldið áfram. Katrín sagði að formennirnir hefðu verið í símasambandi í morgun og væru hvað og hverju að fara að setjast niður til að ræða saman. Upphaflega fékk Vísir þær upplýsingar að formennirnir myndu funda klukkan 10 í morgun en fundinum var frestað og er eins og áður segir um það bil að hefjast, ef hann er þá ekki þegar hafinn. Ljóst er að formenn flokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, halda spilunum þétt að sér. Þannig hefur Vísir ekki náð í neinn formannanna nema Katrínu í morgun, eftir ítrekaðar tilraunir, þar sem aðrir formenn hafa ekki svarað í síma eða bent á Katrínu og sagt að hún svari fyrir ganginn í viðræðunum. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03 Framhald stjórnarmyndunarviðræðna ræðst í dag Það ræðst í dag hvort að Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn haldi áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum sínum sem hófust á föstudaginn í liðinni viku. 6. nóvember 2017 08:49 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Formenn flokkanna fjögurra sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum munu eiga fund núna fyrir hádegi en Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill hvorki gefa upp hvar né hvenær nákvæmlega þeir muni hittast. Engir aðrir en formennirnir munu sitja fundinn að sögn Katrínar. Þegar Vísir náði tali af Katrínu núna klukkan hálfellefu sagði hún að formennirnir vilji fá næði til að funda og að tíðinda sé ekki að vænta fyrr en í hádeginu. Ætla má að þá liggi fyrir hvort að stjórnarmyndunarviðræðunum verði haldið áfram. Katrín sagði að formennirnir hefðu verið í símasambandi í morgun og væru hvað og hverju að fara að setjast niður til að ræða saman. Upphaflega fékk Vísir þær upplýsingar að formennirnir myndu funda klukkan 10 í morgun en fundinum var frestað og er eins og áður segir um það bil að hefjast, ef hann er þá ekki þegar hafinn. Ljóst er að formenn flokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, halda spilunum þétt að sér. Þannig hefur Vísir ekki náð í neinn formannanna nema Katrínu í morgun, eftir ítrekaðar tilraunir, þar sem aðrir formenn hafa ekki svarað í síma eða bent á Katrínu og sagt að hún svari fyrir ganginn í viðræðunum.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03 Framhald stjórnarmyndunarviðræðna ræðst í dag Það ræðst í dag hvort að Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn haldi áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum sínum sem hófust á föstudaginn í liðinni viku. 6. nóvember 2017 08:49 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03
Framhald stjórnarmyndunarviðræðna ræðst í dag Það ræðst í dag hvort að Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn haldi áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum sínum sem hófust á föstudaginn í liðinni viku. 6. nóvember 2017 08:49