Katrín: Allt undir í kvöld Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 18:03 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, eftir þingflokksfund í kvöld. Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. Þingflokkar Vinstri Grænna, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata funduðu hver í sínu lagi á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í dag. Þar fóru fulltrúar flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðum yfir stöðuna. Við upphaf fundar Pírata sagði formannsígildi flokksins að niðurstaðan gæti legið fyrir á morgun. „Ég er bara að fara yfir það með þingflokknum hvernig hefur gengið og hvernig okkur líst á framhaldið," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata.Ertu bjarstýn á að þetta náist? „Já ég er nokkuð bjartsýn. Held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo," segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata, við upphaf þingflokksfundar flokksins í dag.Flokkarnir hafa fundað nokkuð stíft um helgina. Á föstudag fóru viðræðurnar fram á heimili formanns Framsóknarflokksins, í Hrunamannahreppi, og var þar farið yfir innviðauppbyggingu og ríkisfjármál. Í gær var fundað á skrifstofu Vinstri Grænna við Austurstræti og var staðan á vinnumarkaði ásamt kjörum aldraðra og örykja til umræðu. Þingflokksfundum lauk síðdegis í dag og ætla fulltrúar þeirra flokka sem koma að viðræðunum að hittast aftur í kvöld og fara nánar yfir málið. Formaður Vinstri Grænna segir að fundur þingflokksins í dag hafi verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi nú fyrir en að fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. „Það liggur fyrir að það eru alls konar mál sem þessir flokkar eru ekki nákvæmlega á sömu blaðsíðu í og við munum fara yfir þetta í kvöld," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Nú bara liggur það hjá okkur að meta hvort við treystum okkur í það að ljúka verkinu með þennan nauma meirihluta," segir hún. „Það er í raun og veru allt undir á þeim fundi," segir Katrín aðspurð um dagskrána í kvöld.Eruð þið á lokametrunum? „Við teljum að það skýrist á morgun hvort það séu forsendur fyrir því að ráðast í gerð stjórnarsáttmála og loka þessu verkefni," segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. Þingflokkar Vinstri Grænna, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata funduðu hver í sínu lagi á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í dag. Þar fóru fulltrúar flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðum yfir stöðuna. Við upphaf fundar Pírata sagði formannsígildi flokksins að niðurstaðan gæti legið fyrir á morgun. „Ég er bara að fara yfir það með þingflokknum hvernig hefur gengið og hvernig okkur líst á framhaldið," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata.Ertu bjarstýn á að þetta náist? „Já ég er nokkuð bjartsýn. Held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo," segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata, við upphaf þingflokksfundar flokksins í dag.Flokkarnir hafa fundað nokkuð stíft um helgina. Á föstudag fóru viðræðurnar fram á heimili formanns Framsóknarflokksins, í Hrunamannahreppi, og var þar farið yfir innviðauppbyggingu og ríkisfjármál. Í gær var fundað á skrifstofu Vinstri Grænna við Austurstræti og var staðan á vinnumarkaði ásamt kjörum aldraðra og örykja til umræðu. Þingflokksfundum lauk síðdegis í dag og ætla fulltrúar þeirra flokka sem koma að viðræðunum að hittast aftur í kvöld og fara nánar yfir málið. Formaður Vinstri Grænna segir að fundur þingflokksins í dag hafi verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi nú fyrir en að fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. „Það liggur fyrir að það eru alls konar mál sem þessir flokkar eru ekki nákvæmlega á sömu blaðsíðu í og við munum fara yfir þetta í kvöld," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Nú bara liggur það hjá okkur að meta hvort við treystum okkur í það að ljúka verkinu með þennan nauma meirihluta," segir hún. „Það er í raun og veru allt undir á þeim fundi," segir Katrín aðspurð um dagskrána í kvöld.Eruð þið á lokametrunum? „Við teljum að það skýrist á morgun hvort það séu forsendur fyrir því að ráðast í gerð stjórnarsáttmála og loka þessu verkefni," segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira