Fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir hafa farið yfir öll stóru málin og lagt línurnar í mögulegu stjórnarsamstarfi í viðræðum þeirra nú um helgina. Þingflokkar þeirra funda um framhaldið hver í sínu horni í dag.
Fundirnir hefjast upp úr hádegi í dag en þar ætla fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata sem setið hafa viðræðurnar að kynna þingmönnum stöðu mála í þeim. Heildarmyndin á að skýrast á morgun.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti hóflegri bjartsýni á gang viðræðnanna í fréttum Stöðvar 2 gær en sagði að einhverjar áhyggjur hefðu komið fram um nauman meirihluta sem stjórn flokkanna fjögurra hefði. Slík stjórn hefði aðeins eins manns meirihluta á þingi.
Sagðist Katrín ætla að upplýsa Guðna Th. Jóhannesson, forseta, um gang viðræðnanna í dag eða á morgun.
Þingflokkar flokkanna fjögurra funda í dag
Sunna Sæmundsdóttir skrifar
