105 þingmenn hætt á þingi á átta árum Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 09:15 Hundrað og fimm þingmenn hafa hætt eða fallið af þingi frá og með kosningunum árið 2009. Kostnaður Alþingis vegna biðlauna þeirra er tæplega hálfur milljarður króna. Aðeins sextán þingmenn hafa setið lengur á Alþingi en í fjögur ár eða sem nemur einu hefðbundnu kjörtímabili. Gríðarlega mikil endurnýjun hefur orðið á Alþingi undanfarin áratug enda er búið að kjósa fimm sinnum til þings frá árinu 2007. Þetta þýðir að mjög fáir þingmenn hafa langa þingreynslu en 47 þingmenn hafa setið á þingi í fjögur ár eða skemur. Hér sjáum við dreifinguna á þingreynslu þeirra sem nú eiga sæti á Alþingi, lengst til vinstri eru þau sem minnstu reynsluna hafa en lengst til hægri þau sem setið hafa lengst á þingi. Aðeins fjórtán þingmenn hafa setið í átta ár, tvö hefðbundin kjörtímabil, eða lengur á Alþingi. Allra lengst hefur Steingrímur J. Sigfússon gengt þingmennsku eða í 34 ár. Þar á eftir kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem þó er tæplega hálfdrættingur miðað við Steingrím, með fimmtán ára reynslu.Þar á eftir koma Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson með fjórtán ár; Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir og Kristján Þór Júlíusson með tíu ár. Sexmenningarnir Gunnar Bragi Sveinsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Svandís Svavarsdóttir hafa setið í átta ár á Alþingi, sem svarar til tveggja hefðbundinna kjörtímabila.Hálfur milljarður í biðlaun Ásmundur Einar Daðason hefur setið í sjö ár á þingi og Ágúst Ólafur Ágústdsson í sex ár en 47 þingmenn hafa aftur á móti setið á þingi í fjögur ár eða skemur.Þessi mikla endurnýjun á Alþingi allt frá hruni hefur líka haft sitt að segja um biðlaunagreiðslur þingsins. En þeir sem setið hafa eitt kjörtímabil á þingi og falla út eða hætta fá biðlaun í þrjá mánuði en þeir sem setið hafa tvö kjörtímabil eða lengur fá biðlaun í sex mánuði. Eftir kosningarnar 2009 fóru 27 þingmenn á biðlaun sem kostuðu Alþingi um 91 milljón, eftir kosningarnar 2013 fóru einnig 27 þingmenn á biðlaun sem kostaði rúmar 88 milljónir, eftir kosningarnar árið 2016 hættu hins vegar 32 þingmenn og fengu samanlagt biðlaun upp á rúmar 200 milljónir króna. Að loknum kosningum fyrir viku féllu eða hættu 19 þingmenn og áætlar skrifstofa Alþingis að kostnaður við biðlaun þeirra verði 117 milljónir. Á síðustu átta árum hafa því 105 þingmenn hætt eða fallið af þingi og fengið samanlagt rúmar 497 milljónir króna í biðlaun. Kosningar 2017 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hundrað og fimm þingmenn hafa hætt eða fallið af þingi frá og með kosningunum árið 2009. Kostnaður Alþingis vegna biðlauna þeirra er tæplega hálfur milljarður króna. Aðeins sextán þingmenn hafa setið lengur á Alþingi en í fjögur ár eða sem nemur einu hefðbundnu kjörtímabili. Gríðarlega mikil endurnýjun hefur orðið á Alþingi undanfarin áratug enda er búið að kjósa fimm sinnum til þings frá árinu 2007. Þetta þýðir að mjög fáir þingmenn hafa langa þingreynslu en 47 þingmenn hafa setið á þingi í fjögur ár eða skemur. Hér sjáum við dreifinguna á þingreynslu þeirra sem nú eiga sæti á Alþingi, lengst til vinstri eru þau sem minnstu reynsluna hafa en lengst til hægri þau sem setið hafa lengst á þingi. Aðeins fjórtán þingmenn hafa setið í átta ár, tvö hefðbundin kjörtímabil, eða lengur á Alþingi. Allra lengst hefur Steingrímur J. Sigfússon gengt þingmennsku eða í 34 ár. Þar á eftir kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem þó er tæplega hálfdrættingur miðað við Steingrím, með fimmtán ára reynslu.Þar á eftir koma Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson með fjórtán ár; Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir og Kristján Þór Júlíusson með tíu ár. Sexmenningarnir Gunnar Bragi Sveinsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Svandís Svavarsdóttir hafa setið í átta ár á Alþingi, sem svarar til tveggja hefðbundinna kjörtímabila.Hálfur milljarður í biðlaun Ásmundur Einar Daðason hefur setið í sjö ár á þingi og Ágúst Ólafur Ágústdsson í sex ár en 47 þingmenn hafa aftur á móti setið á þingi í fjögur ár eða skemur.Þessi mikla endurnýjun á Alþingi allt frá hruni hefur líka haft sitt að segja um biðlaunagreiðslur þingsins. En þeir sem setið hafa eitt kjörtímabil á þingi og falla út eða hætta fá biðlaun í þrjá mánuði en þeir sem setið hafa tvö kjörtímabil eða lengur fá biðlaun í sex mánuði. Eftir kosningarnar 2009 fóru 27 þingmenn á biðlaun sem kostuðu Alþingi um 91 milljón, eftir kosningarnar 2013 fóru einnig 27 þingmenn á biðlaun sem kostaði rúmar 88 milljónir, eftir kosningarnar árið 2016 hættu hins vegar 32 þingmenn og fengu samanlagt biðlaun upp á rúmar 200 milljónir króna. Að loknum kosningum fyrir viku féllu eða hættu 19 þingmenn og áætlar skrifstofa Alþingis að kostnaður við biðlaun þeirra verði 117 milljónir. Á síðustu átta árum hafa því 105 þingmenn hætt eða fallið af þingi og fengið samanlagt rúmar 497 milljónir króna í biðlaun.
Kosningar 2017 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira