Um framhaldsskólann í yfirstandandi stjórnarmyndurnarviðræðum Guðríður Arnardóttir skrifar 4. nóvember 2017 11:24 Í þessum pistli mínum vil ég leggja inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður brýningu til þeirra sem skrifa nú stjórnarsáttmála. Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 er gert ráð fyrir sveigjanlegum námstíma til stúdentsprófs. Haustið 2015 kom þó tilskipun frá þáverandi menntamálaráðherra til allra framhaldsskóla landsins um að stytta skyldi námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Þetta var tilskipun sem aldrei hlaut umræður og afgreiðslu Alþingis. Um svipað leyti var þeim tilmælum beint til stjórnenda í framhaldsskólum að eldri nemendur en 25 ára gætu ekki gengið að námsvist vísri í bóknám og skyldu yngri nemendur hafa forgang. Í ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar var gert ráð fyrir að skerða framlög til framhaldsskólanna til næstu ára. Þvert á fyrri loforð um að þeir fjármunir sem mögulega sparast við styttingu námstímans skyldu ekki teknir úr rekstri framhaldsskólanna. Það er mikilvægt að verðandi stjórnarmeirihluti átti sig á því að innviðir framhaldsskólanna hafa verið að grotna niður í langan tíma. Þótt vissulega fylgi hverjum nemenda meira fjármagn ef þeim fækkar í framhaldsskólunum (miðað við óbreytt framlög) verður að hafa hugfast að það dugar engan vegin til þess að rétta kúrsinn og færa rekstur framhaldsskólanna í skikkanlegt horf. Verulegur skortur er á fjármagni til tækjakaupa og stoðþjónustu við nemendur verður að styrkja eigi að verða raunhæft að draga úr brottfalli nemenda. Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf kostar fjármuni. Stytting námstíma hefur lagt meira álag á nemendur í framhaldsskólunum. Fyrstu vísbendingar benda til þess að mögulega hafi styttingin verið vanhugsuð með ófyrirséðum afleiðingum, þessi aðgerð gæti mögulega verið að leiða til aukins brottfalls. Kennarasamtökin þekkja og vita hvar skóinn kreppir í rekstri framhaldsskólanna. Við þekkjum betur en aðrið innviði framhaldsskólanna og erum ávallt tilbúin til samstarfs við stjórnvöld um mótun menntastefnu og bætt skólastarf. Framhaldsskólinn verður að fá þann nauðsynlega sveigjanleika sem þarf svo hver og einn nemandi geti stundað þar nám á sínum forsendum. Eldri nemendur verða að fá aðgang að námi á framhaldsskólastigi og ekki er boðlegt að vísa þeim í dýrari úrræði á vegum einkaaðila. Og það þarf að leggja meira fé í rekstur framhaldsskólanna. Ég býð fram þekkingu okkar innan Kennarasamband Íslands og bið þess eins að við verðum kölluð að borðinu og á okkur verði hlustað þegar ný ríkisstjórn mótar stefnu sína í menntamálum. Annars óska ég ykkur, sem nú takið við keflinu alls hins besta og treysti því að þið minnist þess að grundvöllur sterks samfélags er traust og öflugt menntakerfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessum pistli mínum vil ég leggja inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður brýningu til þeirra sem skrifa nú stjórnarsáttmála. Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 er gert ráð fyrir sveigjanlegum námstíma til stúdentsprófs. Haustið 2015 kom þó tilskipun frá þáverandi menntamálaráðherra til allra framhaldsskóla landsins um að stytta skyldi námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Þetta var tilskipun sem aldrei hlaut umræður og afgreiðslu Alþingis. Um svipað leyti var þeim tilmælum beint til stjórnenda í framhaldsskólum að eldri nemendur en 25 ára gætu ekki gengið að námsvist vísri í bóknám og skyldu yngri nemendur hafa forgang. Í ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar var gert ráð fyrir að skerða framlög til framhaldsskólanna til næstu ára. Þvert á fyrri loforð um að þeir fjármunir sem mögulega sparast við styttingu námstímans skyldu ekki teknir úr rekstri framhaldsskólanna. Það er mikilvægt að verðandi stjórnarmeirihluti átti sig á því að innviðir framhaldsskólanna hafa verið að grotna niður í langan tíma. Þótt vissulega fylgi hverjum nemenda meira fjármagn ef þeim fækkar í framhaldsskólunum (miðað við óbreytt framlög) verður að hafa hugfast að það dugar engan vegin til þess að rétta kúrsinn og færa rekstur framhaldsskólanna í skikkanlegt horf. Verulegur skortur er á fjármagni til tækjakaupa og stoðþjónustu við nemendur verður að styrkja eigi að verða raunhæft að draga úr brottfalli nemenda. Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf kostar fjármuni. Stytting námstíma hefur lagt meira álag á nemendur í framhaldsskólunum. Fyrstu vísbendingar benda til þess að mögulega hafi styttingin verið vanhugsuð með ófyrirséðum afleiðingum, þessi aðgerð gæti mögulega verið að leiða til aukins brottfalls. Kennarasamtökin þekkja og vita hvar skóinn kreppir í rekstri framhaldsskólanna. Við þekkjum betur en aðrið innviði framhaldsskólanna og erum ávallt tilbúin til samstarfs við stjórnvöld um mótun menntastefnu og bætt skólastarf. Framhaldsskólinn verður að fá þann nauðsynlega sveigjanleika sem þarf svo hver og einn nemandi geti stundað þar nám á sínum forsendum. Eldri nemendur verða að fá aðgang að námi á framhaldsskólastigi og ekki er boðlegt að vísa þeim í dýrari úrræði á vegum einkaaðila. Og það þarf að leggja meira fé í rekstur framhaldsskólanna. Ég býð fram þekkingu okkar innan Kennarasamband Íslands og bið þess eins að við verðum kölluð að borðinu og á okkur verði hlustað þegar ný ríkisstjórn mótar stefnu sína í menntamálum. Annars óska ég ykkur, sem nú takið við keflinu alls hins besta og treysti því að þið minnist þess að grundvöllur sterks samfélags er traust og öflugt menntakerfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar