Microsoft HoloLens kemur til Íslands Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2017 06:00 Íbúi Hangzhou í Zhejiang-héraði Kína prófar HoloLens. Nordicphotos/AFP Bandaríski tæknirisinn Microsoft tilkynnti í gær að HoloLens, gleraugu fyrir viðbótarveruleika (e. augmented reality), verði sett í sölu í 29 löndum í Evrópu. Þrefaldast þannig fjöldi þeirra landa þar sem HoloLens er til sölu en áður voru gleraugun seld í tíu löndum. Eitt þessara landa er Ísland, að því er tæknifréttasíðan TechCrunch greinir frá. „Við teljum að tækniheimurinn sé að fara í þessa átt,“ sagði Lorraine Bardeen, yfirmaður HoloLens-deildar fyrirtækisins þegar stækkunin var kynnt í Lundúnum og bætti því við að með HoloLens væri hægt að færa öll forrit notenda inn í raunveruleikann. „Viðbótarveruleiki mun hjálpa fyrirtækjum og einstaklingum að klára mikilvæg verkefni fljótar og á öruggari og hagkvæmari hátt,“ sagði Bardeen enn fremur. Viðbótarveruleiki er frábrugðinn sýndarveruleika að því leyti að myndir og forrit birtast notandanum fyrir framan það sem raunverulega er til staðar í stað þess að öllu sjónsviði manns sé skipt út fyrir eitthvað annað. Gott dæmi um viðbótarveruleika, sem lesendur kannast ef til vill margir við, má finna í snjallsímaleiknum Pokémon Go. Með þessu skrefi þykir TechCrunch Microsoft vera að veðja á viðbótarveruleikann sem raunhæfan framtíðarmöguleika í stað skjáa. Sölutölur HoloLens hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Eitt er þó víst, gleraugun eru ekki ódýr og kostar ódýrasta útgáfan 3.000 Bandaríkjadali vestanhafs. Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Tækni Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Microsoft tilkynnti í gær að HoloLens, gleraugu fyrir viðbótarveruleika (e. augmented reality), verði sett í sölu í 29 löndum í Evrópu. Þrefaldast þannig fjöldi þeirra landa þar sem HoloLens er til sölu en áður voru gleraugun seld í tíu löndum. Eitt þessara landa er Ísland, að því er tæknifréttasíðan TechCrunch greinir frá. „Við teljum að tækniheimurinn sé að fara í þessa átt,“ sagði Lorraine Bardeen, yfirmaður HoloLens-deildar fyrirtækisins þegar stækkunin var kynnt í Lundúnum og bætti því við að með HoloLens væri hægt að færa öll forrit notenda inn í raunveruleikann. „Viðbótarveruleiki mun hjálpa fyrirtækjum og einstaklingum að klára mikilvæg verkefni fljótar og á öruggari og hagkvæmari hátt,“ sagði Bardeen enn fremur. Viðbótarveruleiki er frábrugðinn sýndarveruleika að því leyti að myndir og forrit birtast notandanum fyrir framan það sem raunverulega er til staðar í stað þess að öllu sjónsviði manns sé skipt út fyrir eitthvað annað. Gott dæmi um viðbótarveruleika, sem lesendur kannast ef til vill margir við, má finna í snjallsímaleiknum Pokémon Go. Með þessu skrefi þykir TechCrunch Microsoft vera að veðja á viðbótarveruleikann sem raunhæfan framtíðarmöguleika í stað skjáa. Sölutölur HoloLens hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Eitt er þó víst, gleraugun eru ekki ódýr og kostar ódýrasta útgáfan 3.000 Bandaríkjadali vestanhafs.
Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Tækni Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira