Áfram konur Frosti Logason skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Fyrir rétt rúmum tveimur árum var borin upp tillaga úr ræðustól Alþingis þar sem stungið var upp á að hlutirnir yrðu hugsaðir örlítið upp á nýtt. Þá var fólk að velta fyrir sér hvernig halda mætti upp á 100 ár af kosningarétti kvenna. Tillagan var kvennaþing á Alþingi. Sjálfum fannst mér þetta afbragðs hugmynd. Framkvæmdin yrði einföld. Öllum körlum á framboðslistum flokkanna yrði ýtt til hliðar og eftir sætu 63 þingkonur sem tækju að sér að sitja heilt kjörtímabil allri þjóðinni til heilla. Einhverra hluta vegna var tekið fálega í þessar hugmyndir. En það virðist reyndar vera lenskan í íslensku þjóðfélagi að aldrei megi neitt vera út fyrir boxið. Nú stöndum við uppi tvennum kosningum síðar með færri konur á þingi en hafa verið síðustu tíu ár og allt horfir til versta vegar. Sumir tala jafnvel um korter í næsta hrun. En einhverjir spyrja sig hvort þetta væri virkilega lausnin, skiptir kyn raunverulega einhverju máli í þessu samhengi? Ég held að það sé rétt sem nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar sagði í sjónvarpsþættinum Silfrinu daginn eftir kosningar, auðvitað skiptir þetta máli. Hún sagði að konur og karlar hefðu ólíkar áherslur og þær stjórnuðu að jafnaði öðruvísi en þeir. Að vísu er þetta í ósamræmi við kenningar kynjafræðinga og femínista. Flestir vilja þeir halda því fram að munurinn á kynjunum sé enginn ef frá er tekin félagsmótun feðraveldisins. Ég vil að þessu sé gefið tækifæri. Þó ekki væri nema bara til að sjá hvað sé rétt í þessu. Hvort hafa kynjafræðingarnir eða stjórnmálamenn félagshyggjunnar rétt fyrir sér? Það gæti verið áhugavert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun
Fyrir rétt rúmum tveimur árum var borin upp tillaga úr ræðustól Alþingis þar sem stungið var upp á að hlutirnir yrðu hugsaðir örlítið upp á nýtt. Þá var fólk að velta fyrir sér hvernig halda mætti upp á 100 ár af kosningarétti kvenna. Tillagan var kvennaþing á Alþingi. Sjálfum fannst mér þetta afbragðs hugmynd. Framkvæmdin yrði einföld. Öllum körlum á framboðslistum flokkanna yrði ýtt til hliðar og eftir sætu 63 þingkonur sem tækju að sér að sitja heilt kjörtímabil allri þjóðinni til heilla. Einhverra hluta vegna var tekið fálega í þessar hugmyndir. En það virðist reyndar vera lenskan í íslensku þjóðfélagi að aldrei megi neitt vera út fyrir boxið. Nú stöndum við uppi tvennum kosningum síðar með færri konur á þingi en hafa verið síðustu tíu ár og allt horfir til versta vegar. Sumir tala jafnvel um korter í næsta hrun. En einhverjir spyrja sig hvort þetta væri virkilega lausnin, skiptir kyn raunverulega einhverju máli í þessu samhengi? Ég held að það sé rétt sem nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar sagði í sjónvarpsþættinum Silfrinu daginn eftir kosningar, auðvitað skiptir þetta máli. Hún sagði að konur og karlar hefðu ólíkar áherslur og þær stjórnuðu að jafnaði öðruvísi en þeir. Að vísu er þetta í ósamræmi við kenningar kynjafræðinga og femínista. Flestir vilja þeir halda því fram að munurinn á kynjunum sé enginn ef frá er tekin félagsmótun feðraveldisins. Ég vil að þessu sé gefið tækifæri. Þó ekki væri nema bara til að sjá hvað sé rétt í þessu. Hvort hafa kynjafræðingarnir eða stjórnmálamenn félagshyggjunnar rétt fyrir sér? Það gæti verið áhugavert.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun