Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Sveinn Arnarsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur Friðriksson vildi ekki svara hve mikið hann hefur fengið endurgreitt vegna aksturskotnaðar. vísir/vilhelm Á árunum 2013 til ársloka 2016 hafa þingmenn fengið 163 milljónir króna greiddar vegna aksturs eigin bifreiða. Þingmenn geta haldið akstursdagbækur. Þingmenn Suðurkjördæmis fá mun hærri endurgreiðslu en aðrir þingmenn. Þetta kemur fram í svari þáverandi forseta þingsins, Unnar Brár Konráðsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ferðakostnað alþingismanna. Í fyrra endurgreiddi þingið um 35 milljónir króna til þingmanna vegna aksturs eigin bíla. Þar af fóru 22,2 milljónir til þingmanna í Suðurkjördæmi eða tvær af hverjum þremur krónum. Alþingi hefur ítrekað neitað því að greina greiðslur til einstakra þingmanna niður og því fæst ekki frekari sundurliðun. Í svari Unnar Brár kemur fram að endurgreiðslur til þingmanna í Norðvesturkjördæmi hafi dregist verulega saman árið 2015 eftir að þingmenn fóru greinilega að nýta sér bílaleigubíla í meiri mæli. Þingið hefur mælst til þess að þingmenn nýti sér bílaleigubíla þar sem það er ódýrari kostur fyrir þingið.Allt eftir bókinni „Ég hef ekkert skoðað það sérstaklega hvað það kostar að taka bílaleigubíl. Ég er bara með minn bíl og hann er skrifstofan mín. Ég skrái niður akstur minn samviskusamlega og samkvæmt mínum kjörum er mér heimilt að nota bílinn minn. Ég hef alltaf gert þetta í samræmi við lög og reglur og ekki fengið neinar athugasemdir frá yfirboðurum mínum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann er spurður hvort hann vilji upplýsa hversu mikið hann ók á síðasta ári og hversu háar upphæðir hann fékk greiddar vegna aksturs var hann ekki tilbúinn til þess. „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“ Lítill sem enginn vilji virðist vera fyrir því hjá þingmönnum Suðurkjördæmis að nýta bílaleigubíla. Árið 2016 greiddi þingið 8.301 krónur vegna bílaleigubíla þingmanna kjördæmisins. Aksturskostnaður þingmanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Á árunum 2013 til ársloka 2016 hafa þingmenn fengið 163 milljónir króna greiddar vegna aksturs eigin bifreiða. Þingmenn geta haldið akstursdagbækur. Þingmenn Suðurkjördæmis fá mun hærri endurgreiðslu en aðrir þingmenn. Þetta kemur fram í svari þáverandi forseta þingsins, Unnar Brár Konráðsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ferðakostnað alþingismanna. Í fyrra endurgreiddi þingið um 35 milljónir króna til þingmanna vegna aksturs eigin bíla. Þar af fóru 22,2 milljónir til þingmanna í Suðurkjördæmi eða tvær af hverjum þremur krónum. Alþingi hefur ítrekað neitað því að greina greiðslur til einstakra þingmanna niður og því fæst ekki frekari sundurliðun. Í svari Unnar Brár kemur fram að endurgreiðslur til þingmanna í Norðvesturkjördæmi hafi dregist verulega saman árið 2015 eftir að þingmenn fóru greinilega að nýta sér bílaleigubíla í meiri mæli. Þingið hefur mælst til þess að þingmenn nýti sér bílaleigubíla þar sem það er ódýrari kostur fyrir þingið.Allt eftir bókinni „Ég hef ekkert skoðað það sérstaklega hvað það kostar að taka bílaleigubíl. Ég er bara með minn bíl og hann er skrifstofan mín. Ég skrái niður akstur minn samviskusamlega og samkvæmt mínum kjörum er mér heimilt að nota bílinn minn. Ég hef alltaf gert þetta í samræmi við lög og reglur og ekki fengið neinar athugasemdir frá yfirboðurum mínum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann er spurður hvort hann vilji upplýsa hversu mikið hann ók á síðasta ári og hversu háar upphæðir hann fékk greiddar vegna aksturs var hann ekki tilbúinn til þess. „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“ Lítill sem enginn vilji virðist vera fyrir því hjá þingmönnum Suðurkjördæmis að nýta bílaleigubíla. Árið 2016 greiddi þingið 8.301 krónur vegna bílaleigubíla þingmanna kjördæmisins.
Aksturskostnaður þingmanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira