Vonaðist eftir að sjá systur sína í lagi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2017 19:45 Fimmtán hundruð fjörutíu og níu einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi frá því fyrsta banaslysið var skráð í ágúst árið nítjánhundruð og fimmtán. Fjórir hafa látist núna í nóvember. Fyrrverandi rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir starf sitt hafa verið erfitt. Fórnarlamba umferðarslysa var minnst með táknrænni athöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi að viðstöddum viðbragsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki. Daginn er alþjóðlegur og er ætlaður að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra héldu ræðu og þökkuðu viðbragðsaðilum fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Þórir Guðmundsson, lögreglumaður á Ísafirði þekkir sorgina af eigin raun að missa nákominn í umferðarslysi en 19. janúar 2006 kom hann að umferðarslysi á Hnífsdalsvegi þar sem lést tvíburasystir hans Þórey Guðmundsdóttir lést. „Ég lagði aftast í bílaröðinni og hljóp eftir henni endilangri í von um að sjá að allt væri í lagi með systur mína. Ég kom á staðinn og sá bíl foreldra okkar í sjónum, á hvolfi. Ég horfði lengi á bílnúmerið á honum og ég hitti fólk á vettvangi en man samt ekki eftir neinu þar. Ég man þó eftir því að ég spurði einn lögreglumann hvar systir mín væri. Hann sagði mér að búið væri að flytja þann sem hafði verið í bílnum á sjúkrahúsið. Meira man ég ekki,“ sagði Þórir þegar hann rifjaði upp atburðinn við minningarathöfnina í dag. Slys Þóreyjar var rakið til farsímanotkunar undir stýri en þessa dagana er sérstakt átak í til að draga úr þessari áhættuhegðun ökumanna. Þórir segir það hafa verið sárt að missa systur sína með þessum hætti. „Með góðum ákvörðunum og góðri hjálp góðs fólk þá er hægt að vinna úr þessu á rétta hátt. Og það höfum við gert í fjölskyldunni minni allavega,“ segir Þórir. Ágúst Mogensen lét af störfum sem rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa nýverið ef 19 ár í starfi. Hann rannsakaði slys Þóreyjar árið 2006. Hann segir starf sitt hafa verið erfitt. „Maður hafði það að leiðarljósi að læra af slysunum. Rannsaka til þess að koma í veg fyrir að sambærileg atvik myndu gerast aftur. Í mínu starfi hjá rannsóknarnefndinni fór ég í um fjögur hundruð sinnum á slysavettvang, bæði alvarleg slys og banaslys og auðvitað hafði það áhrif,“ segir Ágúst Mogensen. Tengdar fréttir Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Fimmtán hundruð fjörutíu og níu einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi frá því fyrsta banaslysið var skráð í ágúst árið nítjánhundruð og fimmtán. Fjórir hafa látist núna í nóvember. Fyrrverandi rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir starf sitt hafa verið erfitt. Fórnarlamba umferðarslysa var minnst með táknrænni athöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi að viðstöddum viðbragsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki. Daginn er alþjóðlegur og er ætlaður að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra héldu ræðu og þökkuðu viðbragðsaðilum fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Þórir Guðmundsson, lögreglumaður á Ísafirði þekkir sorgina af eigin raun að missa nákominn í umferðarslysi en 19. janúar 2006 kom hann að umferðarslysi á Hnífsdalsvegi þar sem lést tvíburasystir hans Þórey Guðmundsdóttir lést. „Ég lagði aftast í bílaröðinni og hljóp eftir henni endilangri í von um að sjá að allt væri í lagi með systur mína. Ég kom á staðinn og sá bíl foreldra okkar í sjónum, á hvolfi. Ég horfði lengi á bílnúmerið á honum og ég hitti fólk á vettvangi en man samt ekki eftir neinu þar. Ég man þó eftir því að ég spurði einn lögreglumann hvar systir mín væri. Hann sagði mér að búið væri að flytja þann sem hafði verið í bílnum á sjúkrahúsið. Meira man ég ekki,“ sagði Þórir þegar hann rifjaði upp atburðinn við minningarathöfnina í dag. Slys Þóreyjar var rakið til farsímanotkunar undir stýri en þessa dagana er sérstakt átak í til að draga úr þessari áhættuhegðun ökumanna. Þórir segir það hafa verið sárt að missa systur sína með þessum hætti. „Með góðum ákvörðunum og góðri hjálp góðs fólk þá er hægt að vinna úr þessu á rétta hátt. Og það höfum við gert í fjölskyldunni minni allavega,“ segir Þórir. Ágúst Mogensen lét af störfum sem rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa nýverið ef 19 ár í starfi. Hann rannsakaði slys Þóreyjar árið 2006. Hann segir starf sitt hafa verið erfitt. „Maður hafði það að leiðarljósi að læra af slysunum. Rannsaka til þess að koma í veg fyrir að sambærileg atvik myndu gerast aftur. Í mínu starfi hjá rannsóknarnefndinni fór ég í um fjögur hundruð sinnum á slysavettvang, bæði alvarleg slys og banaslys og auðvitað hafði það áhrif,“ segir Ágúst Mogensen.
Tengdar fréttir Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45