Ekki búið að semja um að Katrín fari í forsætisráðuneytið Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2017 19:07 Ekki hefur formlega verið gengið frá samkomulagi um að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra í viðræðum hennar og formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum frá því upp úr hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þau bjartsýn á að niðurstaða fáist innan nokkurra daga.Heldur þú að þetta verði örugglega að stjórn? „Ég hef alltaf verið bjartsýnn að við náum til enda. Sjáum bara til,“ sagði Sigurður Ingi sem vildi ekki upplýsa hvort til stæði að fjölga ráðherrum en taldi mikilvægt að ræða við forystufólk aðila vinnumarkaðarins í dag.Hvers eruð þið að óska eftir að heyra frá þeim? „Við ákváðum að þar sem að þessi kjaralota sem er fram undan er eitt af stærstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar og hugsanleg aðkoma, að það væri mikilvægt að ræða við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var einnig bjartsýnn á að formennirnir næðu saman. „Mér finnst vera ágætis bjartsýni í þessu samtali. Við erum að þessu til að ná saman. Auðvitað getur maður ekki útilokað að eitthvað komi upp á. En mér finnst þetta ganga ágætlega,“ sagði Bjarni en ekki væri búið að ljúka viðræðum um fjölda ráðuneyta eða ráðherra enda ekki aðalatriði á þessari stundu.Er enn þá eða er gengið út frá því að Katrín verði forsætisráðherra ef þetta nær að landi? „Það er meðal þess sem við höfum verið að ræða,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.Við heyrðum á Bjarna áðan að hann var ekkert alveg viss um að þú yrðir forsætisráðherra í stjórninni. Er ekki gengið út frá því enn þá? „Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Þannig er það bara,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir en var engu að síður bjartsýn á gang viðræðnanna einis og Sigurður Ingi og Bjarni. Ef Katrín fer í forsætisráðuneytið sagði Bjarni eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri ráðherra en ella. Nú ræddu þau hvert mál fyrir sig og þannig næðist utan um helstu mál að lokum. „Þess vegna þurfum við bara smá vinnufrið í nokkra daga til að reyna að ljúka þessu,“Þannig að þið þurfið að minnsta kosti helgina, eða hvað? „Já, ég er að segja að það gæti verið að við náum að ljúka þeirri vinnu um helgina. Ég vona það,“ sagði Bjarni. Katrín segir hafa legið ljóst fyrir frá upphafi viðræðna og fyrir kosningar að allir þyrftu að gera málamiðlanir í þessum viðræðum. „Við erum auðvitað mjög meðvituð um að það verður að gera málamiðlanir í hvaða stjórnarsamstarfi sem er. Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Ekki hefur formlega verið gengið frá samkomulagi um að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra í viðræðum hennar og formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum frá því upp úr hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þau bjartsýn á að niðurstaða fáist innan nokkurra daga.Heldur þú að þetta verði örugglega að stjórn? „Ég hef alltaf verið bjartsýnn að við náum til enda. Sjáum bara til,“ sagði Sigurður Ingi sem vildi ekki upplýsa hvort til stæði að fjölga ráðherrum en taldi mikilvægt að ræða við forystufólk aðila vinnumarkaðarins í dag.Hvers eruð þið að óska eftir að heyra frá þeim? „Við ákváðum að þar sem að þessi kjaralota sem er fram undan er eitt af stærstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar og hugsanleg aðkoma, að það væri mikilvægt að ræða við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var einnig bjartsýnn á að formennirnir næðu saman. „Mér finnst vera ágætis bjartsýni í þessu samtali. Við erum að þessu til að ná saman. Auðvitað getur maður ekki útilokað að eitthvað komi upp á. En mér finnst þetta ganga ágætlega,“ sagði Bjarni en ekki væri búið að ljúka viðræðum um fjölda ráðuneyta eða ráðherra enda ekki aðalatriði á þessari stundu.Er enn þá eða er gengið út frá því að Katrín verði forsætisráðherra ef þetta nær að landi? „Það er meðal þess sem við höfum verið að ræða,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.Við heyrðum á Bjarna áðan að hann var ekkert alveg viss um að þú yrðir forsætisráðherra í stjórninni. Er ekki gengið út frá því enn þá? „Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Þannig er það bara,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir en var engu að síður bjartsýn á gang viðræðnanna einis og Sigurður Ingi og Bjarni. Ef Katrín fer í forsætisráðuneytið sagði Bjarni eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri ráðherra en ella. Nú ræddu þau hvert mál fyrir sig og þannig næðist utan um helstu mál að lokum. „Þess vegna þurfum við bara smá vinnufrið í nokkra daga til að reyna að ljúka þessu,“Þannig að þið þurfið að minnsta kosti helgina, eða hvað? „Já, ég er að segja að það gæti verið að við náum að ljúka þeirri vinnu um helgina. Ég vona það,“ sagði Bjarni. Katrín segir hafa legið ljóst fyrir frá upphafi viðræðna og fyrir kosningar að allir þyrftu að gera málamiðlanir í þessum viðræðum. „Við erum auðvitað mjög meðvituð um að það verður að gera málamiðlanir í hvaða stjórnarsamstarfi sem er. Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira