Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Halla Halldórsdóttir, lengst til hægri, mælti fyrir breytingartillögu um ályktun kirkjuþings vegna Víkurgarðs. Fréttablaðið/Anton Brink Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær. Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. Eins og sagt hefur verið frá í Fréttablaðinu bárust borginni mörg mótmæli vegna áformanna. Umhverfis- og skipulagsráð segir deiliskipulagið í heild hins vegar endurspegla og taka fullt mið af fyrri niðurstöðu um vernd húsa á reitnum. Gera megi ráð fyrir að minjum um byggð eða greftrun á reitnum verði ekki raskað frekar en orðið sé vegna byggingarframkvæmdanna. „Loks er minnt á að ákveðið hefur verið að halda samkeppni um torgið yfir Víkurgarði og að þar verði haldið á lofti minningu garðs og kirkju sem þar stóð um aldir,“ segir í bókun skipulagráðs. Í gær samþykkti kirkjuþing 2017 að fela kirkjuráði að koma á framfæri við „þar til bær stjórnvöld“ að lög og reglur um niðurlagða kirkjugarða séu virt hvað varðar Víkurgarð. Vísað var til laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu: „Niðurlagðan kirkjugarð má ekki nota til neins þess sem óviðeigandi er að dóm prófasts. Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík segir í umsögn að engar fyrirætlanir séu í deiliskipulagstillögunni um að byggja í Víkurgarði sem áður hafi verið kirkjugarður en sé nú almenningsgarður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær. Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. Eins og sagt hefur verið frá í Fréttablaðinu bárust borginni mörg mótmæli vegna áformanna. Umhverfis- og skipulagsráð segir deiliskipulagið í heild hins vegar endurspegla og taka fullt mið af fyrri niðurstöðu um vernd húsa á reitnum. Gera megi ráð fyrir að minjum um byggð eða greftrun á reitnum verði ekki raskað frekar en orðið sé vegna byggingarframkvæmdanna. „Loks er minnt á að ákveðið hefur verið að halda samkeppni um torgið yfir Víkurgarði og að þar verði haldið á lofti minningu garðs og kirkju sem þar stóð um aldir,“ segir í bókun skipulagráðs. Í gær samþykkti kirkjuþing 2017 að fela kirkjuráði að koma á framfæri við „þar til bær stjórnvöld“ að lög og reglur um niðurlagða kirkjugarða séu virt hvað varðar Víkurgarð. Vísað var til laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu: „Niðurlagðan kirkjugarð má ekki nota til neins þess sem óviðeigandi er að dóm prófasts. Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík segir í umsögn að engar fyrirætlanir séu í deiliskipulagstillögunni um að byggja í Víkurgarði sem áður hafi verið kirkjugarður en sé nú almenningsgarður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira