Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 12:45 Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir er í viðtali í nóvembertölublaði Glamour. Silja Magg „Maður er náttúrulega að hugsa hlutina upp á nýtt vegna umræðunnar, eins og núna um kynferðislega áreitni. Þessir fullorðnu karlar sem voru oft niðri í leikhúsi þegar ég var ung kona og voru að klípa mann í rassinn og svona, maður bara tók því sem hrósi þá. Ég verð að viðurkenna það. Af því að ég veit að þetta var ekki illa meint,“ sagði Guðrún S. Gísladóttir leikkona í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour. „Stundum verð ég alveg... yfir öllu vælinu. Eða ég upplifi umræðuna þannig stundum. Kannski af því að í minni ætt eru mjög sterkar konur sem gjarnan hafa orðið ekkjur ungar, og séð um allt. Ég vorkenni körlum, ég verð að segja það, mér finnst þeir stundum svo hjálparvana, finna aldrei neitt og svona.“ Aðeins konur komu að útgáfu nóvembertölublaðs GlamourForsíðumynd/Silja Magg Haft er eftir Birnu Hafstein formanni Félags íslenskra leikara í umfjöllun Vísis í dag um valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistarinnar á Íslandi að rannsaka þurfi þessi mál. Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir segir þar einnig frá körlum sem klipið hafi í rassinn á leikkonum. „Ég er fædd 1968 og er af þeirri kynslóð kvenna að ég sparka í rassinn á þeim sem klípa í rassinn á mér. Dætur okkar þær eru bara með mörkin á öðrum stað og segja, hey, ekki klípa í rassinn á mér, það er ekki í boði. Ég sagði það aldrei, þannig að ég ég lærði að slá. Þær eru að krefjast þess að þurfa ekki að vera á varðbergi.“ segir hún að þessi þróun sé stórkostleg og að þetta sé merki um að samfélagið sé að þroskast. Sjá einnig: Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Guðrún segir í viðtali sínu að í hennar ætt deyi karlmenn ungir og konurnar sjái um allt saman. Að hennar mati eru konur sterkara kynið. „Ég held að það loði við mína móðurfjölskyldu að fara varlega með karlpeninginn, veikara kynið, kannski vegna þess að hann hefur fallið frá í minni ætt. Mamma er í dagvist fyrir gamalt fólk og þar er kannski einn karl á hverjar 20 konur. Þeir falla frá fyrr. Svo eru þær líka duglegri að skemmta sér. Það eru þær sem sitja í leikhúsinu, þær sem lesa bækurnar. Hvað helduru að sé gaman hjá þessum karlræflum. Hvað eru þeir að gera?“ Um meint fyllerí í leikhúsunum sagði Guðrún: „Ég held að ég hljóti að hafa verið fyrir mína tíð. Eða svo segja sögurnar og allir að sofa saman uppi á herbergi og eitthvað. Ég missti alveg af því og gömlu körlunum fannst það hálf skítt, að nú væri þetta orðið hálfgert klaustur. Nú passa leikhússtjórarnir sig á því að hafa alltaf sýningu daginn eftir frumsýningu, svo enginn fari á fyllerí.“ Viðtalið má lesa í heild sinni í nóvembertölublaði Glamour. MeToo Tengdar fréttir Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
„Maður er náttúrulega að hugsa hlutina upp á nýtt vegna umræðunnar, eins og núna um kynferðislega áreitni. Þessir fullorðnu karlar sem voru oft niðri í leikhúsi þegar ég var ung kona og voru að klípa mann í rassinn og svona, maður bara tók því sem hrósi þá. Ég verð að viðurkenna það. Af því að ég veit að þetta var ekki illa meint,“ sagði Guðrún S. Gísladóttir leikkona í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour. „Stundum verð ég alveg... yfir öllu vælinu. Eða ég upplifi umræðuna þannig stundum. Kannski af því að í minni ætt eru mjög sterkar konur sem gjarnan hafa orðið ekkjur ungar, og séð um allt. Ég vorkenni körlum, ég verð að segja það, mér finnst þeir stundum svo hjálparvana, finna aldrei neitt og svona.“ Aðeins konur komu að útgáfu nóvembertölublaðs GlamourForsíðumynd/Silja Magg Haft er eftir Birnu Hafstein formanni Félags íslenskra leikara í umfjöllun Vísis í dag um valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistarinnar á Íslandi að rannsaka þurfi þessi mál. Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir segir þar einnig frá körlum sem klipið hafi í rassinn á leikkonum. „Ég er fædd 1968 og er af þeirri kynslóð kvenna að ég sparka í rassinn á þeim sem klípa í rassinn á mér. Dætur okkar þær eru bara með mörkin á öðrum stað og segja, hey, ekki klípa í rassinn á mér, það er ekki í boði. Ég sagði það aldrei, þannig að ég ég lærði að slá. Þær eru að krefjast þess að þurfa ekki að vera á varðbergi.“ segir hún að þessi þróun sé stórkostleg og að þetta sé merki um að samfélagið sé að þroskast. Sjá einnig: Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Guðrún segir í viðtali sínu að í hennar ætt deyi karlmenn ungir og konurnar sjái um allt saman. Að hennar mati eru konur sterkara kynið. „Ég held að það loði við mína móðurfjölskyldu að fara varlega með karlpeninginn, veikara kynið, kannski vegna þess að hann hefur fallið frá í minni ætt. Mamma er í dagvist fyrir gamalt fólk og þar er kannski einn karl á hverjar 20 konur. Þeir falla frá fyrr. Svo eru þær líka duglegri að skemmta sér. Það eru þær sem sitja í leikhúsinu, þær sem lesa bækurnar. Hvað helduru að sé gaman hjá þessum karlræflum. Hvað eru þeir að gera?“ Um meint fyllerí í leikhúsunum sagði Guðrún: „Ég held að ég hljóti að hafa verið fyrir mína tíð. Eða svo segja sögurnar og allir að sofa saman uppi á herbergi og eitthvað. Ég missti alveg af því og gömlu körlunum fannst það hálf skítt, að nú væri þetta orðið hálfgert klaustur. Nú passa leikhússtjórarnir sig á því að hafa alltaf sýningu daginn eftir frumsýningu, svo enginn fari á fyllerí.“ Viðtalið má lesa í heild sinni í nóvembertölublaði Glamour.
MeToo Tengdar fréttir Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00