Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða Ingólfur Bender skrifar 15. nóvember 2017 09:30 Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða. Samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun þarf að uppfæra í ljósi þess að auka þarf framkvæmdir og aukið fjármagn þarf í innviðaframkvæmdir á næstu árum. Ný ríkisstjórn þarf að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu innviða – innviðastefnu – enda eykst þá yfirsýn og skilvirkni á þessu sviði. Innviðir eru lífæðar samfélagsins. Innviðir skapa hagvöxt, störf og lifandi samfélag. Með fjárfestingu í samgöngum, orku-, vatns-, og hitaveitum, skólum og sjúkrahúsum, fjarskiptakerfi og fleiri innviðum er fjárfest í lífsgæðum þjóðarinnar, samkeppnishæfni atvinnulífsins og hagvexti framtíðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kom út fyrir skömmu og fjallar um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi kemur fram að hluti innviða er í slæmu ástandi og þarfnast nauðsynlega viðhalds. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða sé í heild 372 milljarðar króna. Verst er ástand vega og fráveitna en þar er uppsöfnuð viðhaldsþörf um 150 milljarðar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf er mikil vegna þess að innviðum hefur ekki verið sinnt sem skyldi síðustu ár. Þannig hefur, svo dæmi sé tekið, fjárfesting hins opinbera verið lítil í samgöngum á undanförnum árum þrátt fyrir að umferð bifreiða hafi margfaldast með meiri efnahagsumsvifum og auknum fjölda ferðamanna. Er nú svo komið að tafir og slys af þessum völdum eru verulegur kostnaður fyrir samfélagið allt. Í umræðum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar til Alþingis kom glögglega fram að einhugur er hjá flokkunum um þörfina fyrir að fara í nauðsynlegar umbætur innviða á því kjörtímabili sem nú er hafið. Kom það til dæmis skýrt fram á fundi sem Samtök iðnaðarins héldu með frambjóðendum allra flokkanna rétt fyrir kosningar að þau skynjuðu vandann og þörfina á að bregðast hratt við honum. Nú þegar hægir á hagvextinum og fram undan er tímabil þar sem slaknar á spennunni í hagkerfinu er rétti tíminn til að huga að uppbyggingu innviða. Umfang verkefnisins er mikið og þarfnast talsverðs tíma í undirbúningi. Einnig er framkvæmdatími langur, oft nokkur ár. Því er þörf að fara strax í þessa vinnu þannig að tryggt sé að við nýtum það svigrúm sem efnahagsaðstæðurnar á kjörtímabilinu skapa til að fara í þessar framkvæmdir en aðstæðurnar munu samkvæmt spám einkennast af mun minni hagvexti en verið hefur og vaxandi atvinnuleysi. Fjárhagsleg staða hins opinbera hefur batnað mikið á síðustu árum og er það því betur í stakk búið en áður var til að fara í innviðaframkvæmdir. Bent hefur verið á að ríkið getur nýtt það svigrúm sem rífleg eiginfjárstaða ríkisbankanna skapar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða er hins vegar það mikil að ljóst er að hið opinbera ræður ekki eitt við þá framkvæmd. Vel þekkt er að fjármagn úr einkageiranum getur aðstoðað hið opinbera í uppbyggingu innviða. Höfum við dæmi um það hér á landi og mörg vel heppnuð dæmi eru um það erlendis frá. Má í þessu sambandi benda á ágæta greiningu Greiningardeildar Arion banka um þetta efni þar sem meðal annars kemur fram að sparnaður einkaaðila hér á landi hefur aukist á síðustu árum sem gefur þeim aukið svigrúm til þess að taka þátt í svona framkvæmdum. Innviðauppbygging verður að fá veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og umtalsvert aukið umfang í fjárlögum næstu ára. Með forgangsröðun og skipulagningu höfum við núna tækifæri til þess að gera þarft átak á þessu sviði til hagsbóta fyrir samfélagið allt án þess að það raski stöðugleikanum. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða. Samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun þarf að uppfæra í ljósi þess að auka þarf framkvæmdir og aukið fjármagn þarf í innviðaframkvæmdir á næstu árum. Ný ríkisstjórn þarf að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu innviða – innviðastefnu – enda eykst þá yfirsýn og skilvirkni á þessu sviði. Innviðir eru lífæðar samfélagsins. Innviðir skapa hagvöxt, störf og lifandi samfélag. Með fjárfestingu í samgöngum, orku-, vatns-, og hitaveitum, skólum og sjúkrahúsum, fjarskiptakerfi og fleiri innviðum er fjárfest í lífsgæðum þjóðarinnar, samkeppnishæfni atvinnulífsins og hagvexti framtíðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kom út fyrir skömmu og fjallar um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi kemur fram að hluti innviða er í slæmu ástandi og þarfnast nauðsynlega viðhalds. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða sé í heild 372 milljarðar króna. Verst er ástand vega og fráveitna en þar er uppsöfnuð viðhaldsþörf um 150 milljarðar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf er mikil vegna þess að innviðum hefur ekki verið sinnt sem skyldi síðustu ár. Þannig hefur, svo dæmi sé tekið, fjárfesting hins opinbera verið lítil í samgöngum á undanförnum árum þrátt fyrir að umferð bifreiða hafi margfaldast með meiri efnahagsumsvifum og auknum fjölda ferðamanna. Er nú svo komið að tafir og slys af þessum völdum eru verulegur kostnaður fyrir samfélagið allt. Í umræðum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar til Alþingis kom glögglega fram að einhugur er hjá flokkunum um þörfina fyrir að fara í nauðsynlegar umbætur innviða á því kjörtímabili sem nú er hafið. Kom það til dæmis skýrt fram á fundi sem Samtök iðnaðarins héldu með frambjóðendum allra flokkanna rétt fyrir kosningar að þau skynjuðu vandann og þörfina á að bregðast hratt við honum. Nú þegar hægir á hagvextinum og fram undan er tímabil þar sem slaknar á spennunni í hagkerfinu er rétti tíminn til að huga að uppbyggingu innviða. Umfang verkefnisins er mikið og þarfnast talsverðs tíma í undirbúningi. Einnig er framkvæmdatími langur, oft nokkur ár. Því er þörf að fara strax í þessa vinnu þannig að tryggt sé að við nýtum það svigrúm sem efnahagsaðstæðurnar á kjörtímabilinu skapa til að fara í þessar framkvæmdir en aðstæðurnar munu samkvæmt spám einkennast af mun minni hagvexti en verið hefur og vaxandi atvinnuleysi. Fjárhagsleg staða hins opinbera hefur batnað mikið á síðustu árum og er það því betur í stakk búið en áður var til að fara í innviðaframkvæmdir. Bent hefur verið á að ríkið getur nýtt það svigrúm sem rífleg eiginfjárstaða ríkisbankanna skapar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða er hins vegar það mikil að ljóst er að hið opinbera ræður ekki eitt við þá framkvæmd. Vel þekkt er að fjármagn úr einkageiranum getur aðstoðað hið opinbera í uppbyggingu innviða. Höfum við dæmi um það hér á landi og mörg vel heppnuð dæmi eru um það erlendis frá. Má í þessu sambandi benda á ágæta greiningu Greiningardeildar Arion banka um þetta efni þar sem meðal annars kemur fram að sparnaður einkaaðila hér á landi hefur aukist á síðustu árum sem gefur þeim aukið svigrúm til þess að taka þátt í svona framkvæmdum. Innviðauppbygging verður að fá veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og umtalsvert aukið umfang í fjárlögum næstu ára. Með forgangsröðun og skipulagningu höfum við núna tækifæri til þess að gera þarft átak á þessu sviði til hagsbóta fyrir samfélagið allt án þess að það raski stöðugleikanum. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun