Tala látinna og slasaðra hækkar á hamfarasvæðunum í Íran Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2017 20:00 Tala látinna og slasaðra eftir jarðskjálftann við landamæri Írans og Íraks í fyrrakvöld hefur hækkað til muna. Mikil eyðilegging blasir við hjálparstarfsmönnum á þeim svæðum sem verst urðu úti en yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Það var kalt aðra nóttina í röð á hamfarasvæðunum í héruðum Kúrda við landamæri Íran og Íraks enda vetur á þessum slóðum og hiti nærri frostmarki að næturlagi. Jarðskjálfti af stærðinni 7,3 skók svæðið á sunnudagskvöld með gríðarlegri eyðileggingu þó meiri í Íran heldur en Írak en hamfarirnar eru þær mannskæðustu í heiminum á þessu ári. Staðfest er að fleiri en fimm hundruð og fjörutíu eru látnir og fleiri en átta þúsund slasaðir og er óttast það þessar tölur komi til með að hækka. Einnig er staðfest að tólf þúsund íbúðarhús að minnsta kosti hafi hrunið til grunna og önnur þrjátíu þúsund eru óíbúðarhæf. Hassan Rouhani, forseti Írans heimsótti hamfararsvæðið í dag og lofaði hann að uppbygging yrði hröð og reynt yrði að koma öllum til hjálpar. „Ég mun tryggja þeim sem eiga um sárt að binda að ríkisstjórnun mun reyna eftir fremsta megni að leysa öll vandamál á sem fyrst,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans við blaðamenn í dag. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til þeirra svæða sem urðu verst úti sökum skriðufalla og eyðileggingar. Þeir sem misstu heimili eru í tjöldum og er matur og vatn af skornum skammti. Hjálparsamtök áætla að sjötíu þúsund manns hafist við í neyðarskýlum eða undir berum himni. Á annað hundrað eftirskjálftar hafa fylgt stóra jarðskjálftanum og voru þrír þeirra nokkuð stórir eða 4,3 til 4,5 að stærð og ollu þeir töluverðri hræðslu. Yfirvöld í Íran hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu en einungis þrjátíu hópar frá Rauða hálfmánanum eru við hjálparstörf á vettvangi. Tengdar fréttir „Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Íslensk kona sem býr í 270 kílómetra fjarlægð frá upptökum sjálftans á landamærum Írans og Íraks fann vel fyrir skjálftanum 13. nóvember 2017 19:00 Þúsundir höfðust við undir berum himni á skjálftasvæðunum í nótt Tala látinna er nú komin upp í fjögur hundruð á skjálftasvæðunum í Íran. 14. nóvember 2017 08:08 Tala látinna í jarðskjálftanum rís Rúmlega fjögur hundruð manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann í Íran og Írak og rúmlega sjö þúsund eru slasaðir. 13. nóvember 2017 15:02 Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Rúmlega 200 látnir eftir skjálftann Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit. 13. nóvember 2017 06:55 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Tala látinna og slasaðra eftir jarðskjálftann við landamæri Írans og Íraks í fyrrakvöld hefur hækkað til muna. Mikil eyðilegging blasir við hjálparstarfsmönnum á þeim svæðum sem verst urðu úti en yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Það var kalt aðra nóttina í röð á hamfarasvæðunum í héruðum Kúrda við landamæri Íran og Íraks enda vetur á þessum slóðum og hiti nærri frostmarki að næturlagi. Jarðskjálfti af stærðinni 7,3 skók svæðið á sunnudagskvöld með gríðarlegri eyðileggingu þó meiri í Íran heldur en Írak en hamfarirnar eru þær mannskæðustu í heiminum á þessu ári. Staðfest er að fleiri en fimm hundruð og fjörutíu eru látnir og fleiri en átta þúsund slasaðir og er óttast það þessar tölur komi til með að hækka. Einnig er staðfest að tólf þúsund íbúðarhús að minnsta kosti hafi hrunið til grunna og önnur þrjátíu þúsund eru óíbúðarhæf. Hassan Rouhani, forseti Írans heimsótti hamfararsvæðið í dag og lofaði hann að uppbygging yrði hröð og reynt yrði að koma öllum til hjálpar. „Ég mun tryggja þeim sem eiga um sárt að binda að ríkisstjórnun mun reyna eftir fremsta megni að leysa öll vandamál á sem fyrst,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans við blaðamenn í dag. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til þeirra svæða sem urðu verst úti sökum skriðufalla og eyðileggingar. Þeir sem misstu heimili eru í tjöldum og er matur og vatn af skornum skammti. Hjálparsamtök áætla að sjötíu þúsund manns hafist við í neyðarskýlum eða undir berum himni. Á annað hundrað eftirskjálftar hafa fylgt stóra jarðskjálftanum og voru þrír þeirra nokkuð stórir eða 4,3 til 4,5 að stærð og ollu þeir töluverðri hræðslu. Yfirvöld í Íran hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu en einungis þrjátíu hópar frá Rauða hálfmánanum eru við hjálparstörf á vettvangi.
Tengdar fréttir „Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Íslensk kona sem býr í 270 kílómetra fjarlægð frá upptökum sjálftans á landamærum Írans og Íraks fann vel fyrir skjálftanum 13. nóvember 2017 19:00 Þúsundir höfðust við undir berum himni á skjálftasvæðunum í nótt Tala látinna er nú komin upp í fjögur hundruð á skjálftasvæðunum í Íran. 14. nóvember 2017 08:08 Tala látinna í jarðskjálftanum rís Rúmlega fjögur hundruð manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann í Íran og Írak og rúmlega sjö þúsund eru slasaðir. 13. nóvember 2017 15:02 Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Rúmlega 200 látnir eftir skjálftann Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit. 13. nóvember 2017 06:55 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
„Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Íslensk kona sem býr í 270 kílómetra fjarlægð frá upptökum sjálftans á landamærum Írans og Íraks fann vel fyrir skjálftanum 13. nóvember 2017 19:00
Þúsundir höfðust við undir berum himni á skjálftasvæðunum í nótt Tala látinna er nú komin upp í fjögur hundruð á skjálftasvæðunum í Íran. 14. nóvember 2017 08:08
Tala látinna í jarðskjálftanum rís Rúmlega fjögur hundruð manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann í Íran og Írak og rúmlega sjö þúsund eru slasaðir. 13. nóvember 2017 15:02
Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29
Rúmlega 200 látnir eftir skjálftann Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit. 13. nóvember 2017 06:55