Þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknar funda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 13:23 Frá þingflokksfundi Vinstri grænna sem hófst upp úr klukkan 13 í dag. vísir/anton brink Þingflokksfundir Vinstri grænna og Framsóknarflokksins eru hafnir í Alþingishúsinu. Sjálfstæðismenn funduðu í Valhöll í morgun. Á fundunum verður farið yfir stöðuna í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna sem staðið hafa yfir síðustu daga en búist er við því að Vinstri græn muni taka formlega afstöðu til þess hvort að fara eigi í formlegar viðræður við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokks um hvort fara eigi í slíkar viðræður eður ei en þingflokkurinn fundaði í fjóra tíma um málið í gær. Ákveðið var að fresta fundinum til morguns en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að fundurinn hefði verið þungur. „Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ sagði Katrín og bætti við að mikil umræða hefði skapast á fundinum. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns.“Frá fundi Framsóknar sem einnig hófst í þinghúsinu upp úr klukkan 13.vísir/anton brinkÞingflokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru með samtals 35 þingmenn. Vika er síðan Framsókn sleit stjórnarmyndunarviðræðum við VG, Samfylkinguna og Pírata og Katrín skilaði síðar þann sama dag umboði til stjórnarmyndunar til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Síðan þá hefur enginn verið með formlegt stjórnarmyndunarumboð en óformlegar þreifingar um myndun ríkisstjórnar hafa staðið yfir á milli flokkanna þriggja. Funduðu formennirnir meðal annars um helgina á leynistað úti á landi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann væri bjartsýnn á að flokkarnir gætu náð saman og myndað sterka ríkisstjórn. Þannig hefði þeim tekist í samtölum síðastliðna daga að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um fyrir kosningar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Þingflokksfundir Vinstri grænna og Framsóknarflokksins eru hafnir í Alþingishúsinu. Sjálfstæðismenn funduðu í Valhöll í morgun. Á fundunum verður farið yfir stöðuna í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna sem staðið hafa yfir síðustu daga en búist er við því að Vinstri græn muni taka formlega afstöðu til þess hvort að fara eigi í formlegar viðræður við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokks um hvort fara eigi í slíkar viðræður eður ei en þingflokkurinn fundaði í fjóra tíma um málið í gær. Ákveðið var að fresta fundinum til morguns en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að fundurinn hefði verið þungur. „Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ sagði Katrín og bætti við að mikil umræða hefði skapast á fundinum. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns.“Frá fundi Framsóknar sem einnig hófst í þinghúsinu upp úr klukkan 13.vísir/anton brinkÞingflokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru með samtals 35 þingmenn. Vika er síðan Framsókn sleit stjórnarmyndunarviðræðum við VG, Samfylkinguna og Pírata og Katrín skilaði síðar þann sama dag umboði til stjórnarmyndunar til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Síðan þá hefur enginn verið með formlegt stjórnarmyndunarumboð en óformlegar þreifingar um myndun ríkisstjórnar hafa staðið yfir á milli flokkanna þriggja. Funduðu formennirnir meðal annars um helgina á leynistað úti á landi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann væri bjartsýnn á að flokkarnir gætu náð saman og myndað sterka ríkisstjórn. Þannig hefði þeim tekist í samtölum síðastliðna daga að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um fyrir kosningar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21
Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15