Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2017 11:18 Samkvæmt samtali sem Steingrímur átti við Sjálfstæðismann hefur honum um hríð hugnast ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. visir/eyþór Sigrún Sól Ólafsdóttir, leikkona og casting director, veltir nú fyrir sér, í ljósi þess hvert stjórnarmyndunarviðræður stefna, samtali sem hún komst ekki hjá að heyra milli Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns Vinstri grænna og ungs sjálfstæðismanns. Hún telur einsýnt að samstarf þessara tveggja flokka hafi verið í pípunum fyrir löngu þó ekki hafi það farið hátt í kosningabaráttunni sjálfri. Enda er það svo að samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem birtist 20. september, að aðeins þrjú prósent kjósenda VG vilja sjá að fara í ríkisstórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Þarna virðist vera gjá milli almennra flokksmanna og svo forystumanna. „Ég varð persónulega vitni að þessu samtali og mér er það ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætluðu í samstarf löngu fyrir kosningar,“ segir Sigrún Sól í samtali við Vísi.Traustustu og bestu flokkarnirHún segir svo frá að 25. september hafi hún verið í „flugvél á leiðinni frá Akureyri og fyrir aftan mig sat Steingrímur Joð og fór mikinn við sessunaut sinn- ungan sjálfstæðismann.“ Sigrún Sól komst ekki hjá því að heyra tal þeirra tveggja.Þó forystunni þyki freistandi að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, þá eru kjósendur VG ekki þeirrar skoðunar, nema síður sé.„Steingrímur talaði um mikilvægi þess að hér yrði tveggja flokka stjórn og virtist á honum að þetta væri allt þegar klappað og klárt milli VG og D. Ungi Sjálfstæðismaðurinn var alveg sammála honum. Þetta væru ábyrgustu og sterkustu flokkarnir og nú þyrfti sko traust og stabilet og reynslu. Þetta var allt ákveðið- og svo þegar aðeins undan lét í fylgi VG er lítið mál fyrir þau að kippa Framsókn með - enda líka svo „traust“ og með reynslu. Þau voru búin að ákveða þetta - fyrir löngu.“Steingrímur roðnaði og blánaðiSigrún Sól gat ekki stillt sig og spurði Steingrím nánar út í þetta samtal, sem henni þótti furðu sæta, strax eftir flugferðina. Steingrími var brugðið, virtist ekki hafa áttað sig á því að það hlutu að vera vitni af þessu samtali. „Hann bara roðnaði og blánaði og gat ekkert sagt- honum var brugðið - ég sagði reyndar að mér hefði orðið óglatt og hvatti hann til að koma hreint fram við kjósendur með þessi áform.“ Sigrún Sól segist ekki vita nánari deili á viðmælanda Steingríms en ekki hafi farið á milli mála að þar var um Sjálfstæðismann að ræða. Vísir reyndi að ná tali af Steingrími nú í morgun vegna þessarar frásagnar Sigrúnar Sólar en hann svaraði ekki síma sínum.Kjósendur blekktirSigrún Sól fylgdi þessu eftir og sendi Katrínu Jakobsdóttur, formanni flokksins, erindi strax í kjölfar þessa en þær þekkjast. Þar segir meðal annars:Sigrún Sól varð undrandi þegar hún heyrði tal Steingríms í flugvélinni.„Mér finnst algert grundvallaratriði að þið komið hreint fram með hvort þið viljið vinna með Sjálfsstæðisflokknum, á Steingrími heyrðist manni það allt klappað og klárt. Það yrði svo bagalegt ef þið fáið fullt af fylgi - en komið svo eftir á og gerið þetta og reiðin verður svo mikil hjá mörgum sem munu upplifa sig illa svikna og eiga eftir að rífa ykkur i sig og vinna gegn samstarfinu af heift. Heiðarlegra er að koma hreint fram með þetta núna- ef þetta er planið“. Katrín svaraði erindi Sigrúnar Sólar aldrei. Flokksforystan gælir við hugmyndina Áhugafólk um stjórnmál reynir nú að rýna í stöðuna sem best það má. Svo virðist vera, ef til að mynda má marka umræður á Facebookvegg Svavars Gestssonar, fyrrum formanni Alþýðubandalagsins, að áhrifafólk innan VG auk Steingríms sé áfram um að á þetta samstarf verði látið reyna: Svandís Svavarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir auk þess sem Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður hafa talað fyrir því að það verði að sýna viðræðunum tillit. Er þá vísað til þess að VG hafi ekki útilokað neitt fyrir kosningar.#höfumhátt https://t.co/DjYGicr1ZE— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) November 13, 2017 En, þó þessi sé skilningur forystufólks innan hreyfingarinnar og það vilji ef til vill telja sér trú um að þetta geti reynst ákjósanleg niðurstaða bendir ýmislegt til þess að hinn almenni kjósandi hafi ekki séð neitt slíkt fyrir sér, og er þá aftur vísað til Þjóðarpúls Gallup. Og ekki eru allir þingmenn VG kátir með þróun mála ef marka má tíst frá í nótt frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur þingmanns VG sem segir einfaldlega með myllumerki: „höfum hátt“. Þar er vitaskuld vísað til þess hvers vegna gengið var til kosninga. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Sigrún Sól Ólafsdóttir, leikkona og casting director, veltir nú fyrir sér, í ljósi þess hvert stjórnarmyndunarviðræður stefna, samtali sem hún komst ekki hjá að heyra milli Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns Vinstri grænna og ungs sjálfstæðismanns. Hún telur einsýnt að samstarf þessara tveggja flokka hafi verið í pípunum fyrir löngu þó ekki hafi það farið hátt í kosningabaráttunni sjálfri. Enda er það svo að samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem birtist 20. september, að aðeins þrjú prósent kjósenda VG vilja sjá að fara í ríkisstórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Þarna virðist vera gjá milli almennra flokksmanna og svo forystumanna. „Ég varð persónulega vitni að þessu samtali og mér er það ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætluðu í samstarf löngu fyrir kosningar,“ segir Sigrún Sól í samtali við Vísi.Traustustu og bestu flokkarnirHún segir svo frá að 25. september hafi hún verið í „flugvél á leiðinni frá Akureyri og fyrir aftan mig sat Steingrímur Joð og fór mikinn við sessunaut sinn- ungan sjálfstæðismann.“ Sigrún Sól komst ekki hjá því að heyra tal þeirra tveggja.Þó forystunni þyki freistandi að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, þá eru kjósendur VG ekki þeirrar skoðunar, nema síður sé.„Steingrímur talaði um mikilvægi þess að hér yrði tveggja flokka stjórn og virtist á honum að þetta væri allt þegar klappað og klárt milli VG og D. Ungi Sjálfstæðismaðurinn var alveg sammála honum. Þetta væru ábyrgustu og sterkustu flokkarnir og nú þyrfti sko traust og stabilet og reynslu. Þetta var allt ákveðið- og svo þegar aðeins undan lét í fylgi VG er lítið mál fyrir þau að kippa Framsókn með - enda líka svo „traust“ og með reynslu. Þau voru búin að ákveða þetta - fyrir löngu.“Steingrímur roðnaði og blánaðiSigrún Sól gat ekki stillt sig og spurði Steingrím nánar út í þetta samtal, sem henni þótti furðu sæta, strax eftir flugferðina. Steingrími var brugðið, virtist ekki hafa áttað sig á því að það hlutu að vera vitni af þessu samtali. „Hann bara roðnaði og blánaði og gat ekkert sagt- honum var brugðið - ég sagði reyndar að mér hefði orðið óglatt og hvatti hann til að koma hreint fram við kjósendur með þessi áform.“ Sigrún Sól segist ekki vita nánari deili á viðmælanda Steingríms en ekki hafi farið á milli mála að þar var um Sjálfstæðismann að ræða. Vísir reyndi að ná tali af Steingrími nú í morgun vegna þessarar frásagnar Sigrúnar Sólar en hann svaraði ekki síma sínum.Kjósendur blekktirSigrún Sól fylgdi þessu eftir og sendi Katrínu Jakobsdóttur, formanni flokksins, erindi strax í kjölfar þessa en þær þekkjast. Þar segir meðal annars:Sigrún Sól varð undrandi þegar hún heyrði tal Steingríms í flugvélinni.„Mér finnst algert grundvallaratriði að þið komið hreint fram með hvort þið viljið vinna með Sjálfsstæðisflokknum, á Steingrími heyrðist manni það allt klappað og klárt. Það yrði svo bagalegt ef þið fáið fullt af fylgi - en komið svo eftir á og gerið þetta og reiðin verður svo mikil hjá mörgum sem munu upplifa sig illa svikna og eiga eftir að rífa ykkur i sig og vinna gegn samstarfinu af heift. Heiðarlegra er að koma hreint fram með þetta núna- ef þetta er planið“. Katrín svaraði erindi Sigrúnar Sólar aldrei. Flokksforystan gælir við hugmyndina Áhugafólk um stjórnmál reynir nú að rýna í stöðuna sem best það má. Svo virðist vera, ef til að mynda má marka umræður á Facebookvegg Svavars Gestssonar, fyrrum formanni Alþýðubandalagsins, að áhrifafólk innan VG auk Steingríms sé áfram um að á þetta samstarf verði látið reyna: Svandís Svavarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir auk þess sem Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður hafa talað fyrir því að það verði að sýna viðræðunum tillit. Er þá vísað til þess að VG hafi ekki útilokað neitt fyrir kosningar.#höfumhátt https://t.co/DjYGicr1ZE— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) November 13, 2017 En, þó þessi sé skilningur forystufólks innan hreyfingarinnar og það vilji ef til vill telja sér trú um að þetta geti reynst ákjósanleg niðurstaða bendir ýmislegt til þess að hinn almenni kjósandi hafi ekki séð neitt slíkt fyrir sér, og er þá aftur vísað til Þjóðarpúls Gallup. Og ekki eru allir þingmenn VG kátir með þróun mála ef marka má tíst frá í nótt frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur þingmanns VG sem segir einfaldlega með myllumerki: „höfum hátt“. Þar er vitaskuld vísað til þess hvers vegna gengið var til kosninga.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00
Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21