Katrín segir líkur á góðum samningi Sveinn Arnarsson skrifar 13. nóvember 2017 06:00 Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, ganga út í kvöldsvalann eftir langan fund þingflokksins þar sem rætt var um hvort fara eigi í formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um myndun ríkisstjórnar. Enginn botn fékkst í málið sem Katrín segir að verði rætt áfram í dag. vísir/stefán Þingflokkur VG komst ekki að niðurstöðu á löngum fundi í gær um það hvort hefja ætti formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar. Fundinum verður framhaldið klukkan eitt í dag. Á fundinum kynntu Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokksins, niðurstöður úr óformlegum viðræðum flokkanna. „Eftir fjögurra tíma fund ákváðum við að fresta fundi. Við erum að fara yfir afrakstur óformlegra viðræðna. Þingmenn þurftu að spyrja spurninga og pæla í þessu. Því er ég að gefa þingflokknum færi á að sofa á þessu og skoða málið í rólegheitum. Síðan verður þetta bara að koma í ljós á morgun,“ segir Katrín sem kveðst vongóð um að hægt sé að landa góðum málefnasamningi við áðurnefnda tvo flokka.Sjá einnig: „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ „Þingflokkurinn stendur frammi fyrir því mati hvort það telji að það sem við höfum kynnt sé líklegt til árangurs í formi viðræðna. Því gaf ég fólki svigrúm til að meta stöðuna til morguns,“ heldur Katrín áfram. „Ég tel að það sé hægt að leggja í þá vegferð að kanna þetta. Mitt mat er að við getum náð góðum málefnasamningi. Ég fer í þetta út frá málefnum, ekki persónulegum sigrum,“ undirstrikar formaður VG. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þingflokksfundinn í gær sýna svo ekki verður um villst hvílík andstaða sé innan VG um þessa ríkisstjórnarmyndun. „Andstaðan innan flokksins blasir við og því gæti þetta verið erfitt kjörtímabil. Þessi langi fundur gefur einnig til kynna að flokkurinn viti ekki í hvorn fótinn hann eigi að stíga,“ segir Eiríkur Bergmann. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þingflokkur VG komst ekki að niðurstöðu á löngum fundi í gær um það hvort hefja ætti formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar. Fundinum verður framhaldið klukkan eitt í dag. Á fundinum kynntu Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokksins, niðurstöður úr óformlegum viðræðum flokkanna. „Eftir fjögurra tíma fund ákváðum við að fresta fundi. Við erum að fara yfir afrakstur óformlegra viðræðna. Þingmenn þurftu að spyrja spurninga og pæla í þessu. Því er ég að gefa þingflokknum færi á að sofa á þessu og skoða málið í rólegheitum. Síðan verður þetta bara að koma í ljós á morgun,“ segir Katrín sem kveðst vongóð um að hægt sé að landa góðum málefnasamningi við áðurnefnda tvo flokka.Sjá einnig: „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ „Þingflokkurinn stendur frammi fyrir því mati hvort það telji að það sem við höfum kynnt sé líklegt til árangurs í formi viðræðna. Því gaf ég fólki svigrúm til að meta stöðuna til morguns,“ heldur Katrín áfram. „Ég tel að það sé hægt að leggja í þá vegferð að kanna þetta. Mitt mat er að við getum náð góðum málefnasamningi. Ég fer í þetta út frá málefnum, ekki persónulegum sigrum,“ undirstrikar formaður VG. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þingflokksfundinn í gær sýna svo ekki verður um villst hvílík andstaða sé innan VG um þessa ríkisstjórnarmyndun. „Andstaðan innan flokksins blasir við og því gæti þetta verið erfitt kjörtímabil. Þessi langi fundur gefur einnig til kynna að flokkurinn viti ekki í hvorn fótinn hann eigi að stíga,“ segir Eiríkur Bergmann.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49
Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00
„Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent