Jóhann: Umræðan háværari því Lewis er að leika sér í Ameríku Smári Jökull Jónsson skrifar 10. nóvember 2017 22:05 Jóhann Þór ræðir við sína menn. vísir/andri marinó „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Frammistaðan á köflum var ekkert æðisleg en það eru ljósir punktar og sigurinn góður,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tíu stiga sigur þeirra á KR í Grindavík í kvöld. KR mætti með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en þeir voru án þriggja lykilmanna í leiknum. „Það vantar þrjá menn hjá þeim, þann allra besta og svo Sigga (Sigurð Þorvaldsson) og Pavel (Ermolinskij). Það hefur auðvitað áhrif á þeirra leik og ég myndi segja á okkur líka. Við erum búnir að undirbúa okkur alla vikuna miðað við að þeir séu með og svo vitum við þetta rétt fyrir leik.“ „Við kannski urðum eitthvað værukærir við það en við unnum og vorum hörkugóðir á köflum. Það er jákvætt,“ bætti Jóhann Þór við. Rashad Wack átti stórgóðan leik fyrir Grindvíkinga í kvöld, endaði með 27 stig og raðaði niður þriggja stiga skotum. Einhver umræða hefur verið í gangi undanfarið að Grindvíkingar ættu að skipta honum út fyrir Lewis Clinch sem lék með þeim gulklæddu á síðustu leiktíð. Jóhann var sammála því að Wack væri að komast betur og betur inn í leik Grindvíkinga. „Umræðan er háværari af því að Lewis Clinch er að leika sér í Ameríku. Við erum að púsla saman liði og það tekur tíma. Við erum með fleiri möguleika sóknarlega en í fyrra og hann á held ég bara eftir að verða betri.“ Grindvíkingar höfðu tapað þremur af síðustu fjórum leikjum í deild og bikar og sigurinn í kvöld var því enn mikilvægari í því ljósi. „Sigurinn var mjög mikilvægur. Það var erfitt að tapa á mánudag og það tóku okkur tíma að jafna okkur eftir það. Það var mjög mikilvægt að koma til baka og ná sigri, síðan er auðvitað alltaf gaman að vinna KR,“ sagði Jóhann að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 94-84 | Grindavík lagði Íslandsmeistarana Grindavík vann mikilvægan sigur á KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 94-84 en heimamenn leiddu allan tímann og sigurinn í raun nokkuð öruggur. 10. nóvember 2017 22:30 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Frammistaðan á köflum var ekkert æðisleg en það eru ljósir punktar og sigurinn góður,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tíu stiga sigur þeirra á KR í Grindavík í kvöld. KR mætti með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en þeir voru án þriggja lykilmanna í leiknum. „Það vantar þrjá menn hjá þeim, þann allra besta og svo Sigga (Sigurð Þorvaldsson) og Pavel (Ermolinskij). Það hefur auðvitað áhrif á þeirra leik og ég myndi segja á okkur líka. Við erum búnir að undirbúa okkur alla vikuna miðað við að þeir séu með og svo vitum við þetta rétt fyrir leik.“ „Við kannski urðum eitthvað værukærir við það en við unnum og vorum hörkugóðir á köflum. Það er jákvætt,“ bætti Jóhann Þór við. Rashad Wack átti stórgóðan leik fyrir Grindvíkinga í kvöld, endaði með 27 stig og raðaði niður þriggja stiga skotum. Einhver umræða hefur verið í gangi undanfarið að Grindvíkingar ættu að skipta honum út fyrir Lewis Clinch sem lék með þeim gulklæddu á síðustu leiktíð. Jóhann var sammála því að Wack væri að komast betur og betur inn í leik Grindvíkinga. „Umræðan er háværari af því að Lewis Clinch er að leika sér í Ameríku. Við erum að púsla saman liði og það tekur tíma. Við erum með fleiri möguleika sóknarlega en í fyrra og hann á held ég bara eftir að verða betri.“ Grindvíkingar höfðu tapað þremur af síðustu fjórum leikjum í deild og bikar og sigurinn í kvöld var því enn mikilvægari í því ljósi. „Sigurinn var mjög mikilvægur. Það var erfitt að tapa á mánudag og það tóku okkur tíma að jafna okkur eftir það. Það var mjög mikilvægt að koma til baka og ná sigri, síðan er auðvitað alltaf gaman að vinna KR,“ sagði Jóhann að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 94-84 | Grindavík lagði Íslandsmeistarana Grindavík vann mikilvægan sigur á KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 94-84 en heimamenn leiddu allan tímann og sigurinn í raun nokkuð öruggur. 10. nóvember 2017 22:30 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - KR 94-84 | Grindavík lagði Íslandsmeistarana Grindavík vann mikilvægan sigur á KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 94-84 en heimamenn leiddu allan tímann og sigurinn í raun nokkuð öruggur. 10. nóvember 2017 22:30