Ræddi við Samfylkinguna um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en því var hafnað Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. nóvember 2017 13:28 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kemur til þingflokksfundar í morgun. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir Samfylkinguna hafa hafnað að starfa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þannig sé það nú til skoðunar hjá Vinstri grænum hvort einhver flötur sé á samstarfi með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki en þau samtöl séu enn á óformlegu stigi. Undanfarna dagi hafi í raun allir verið að tala við alla. „Það liggur líka fyrir að þau mál hafa skýrst að við höfum til að mynda átt í samtölum við Samfylkinguna að skoða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingin hefur hafnað því. Þannig að við erum þá að horfa á það hvort að það sé einhver flötur á að ræða þá við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Allt er þetta á þessu óformlega stigi þannig að í raun heldur það bara áfram,“ sagði Katrín eftir þingflokksfund VG í morgun. Varðandi óformlegar viðræður flokksins við Framsókn og Sjálfstæðisflokk sagði Katrín: „Staðan á því máli er í raun og veru sú að við erum að eiga samtöl. Þau samtöl munu halda áfram í dag, það er ekki komið á neitt stig formlegra viðræðna heldur eru bara forsvarsmenn þessara flokka að tala saman.“ Þá væru þær óformlegu viðræður ekki komnar á það stig að flokkarnir séu farnir að raða upp þeim málefnum sem þeir gætu sameinast um. Katrín sagðist jafnframt ekki eiga von á því að einhver af flokksformönnunum þremur fari á fund forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafi fundað í morgun og rætt möguleika á samstarfi bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Píratar og Samfylking vilja hefja stjórnarmyndunarviðræður að nýju við Vinstri græn og Framsóknarflokk og taka Viðreisn nú með í þær viðræður. Þannig er kominn annar valkostur fyrir Katrínu og Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og þá vinstra megin við miðju. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir Samfylkinguna hafa hafnað að starfa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þannig sé það nú til skoðunar hjá Vinstri grænum hvort einhver flötur sé á samstarfi með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki en þau samtöl séu enn á óformlegu stigi. Undanfarna dagi hafi í raun allir verið að tala við alla. „Það liggur líka fyrir að þau mál hafa skýrst að við höfum til að mynda átt í samtölum við Samfylkinguna að skoða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingin hefur hafnað því. Þannig að við erum þá að horfa á það hvort að það sé einhver flötur á að ræða þá við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Allt er þetta á þessu óformlega stigi þannig að í raun heldur það bara áfram,“ sagði Katrín eftir þingflokksfund VG í morgun. Varðandi óformlegar viðræður flokksins við Framsókn og Sjálfstæðisflokk sagði Katrín: „Staðan á því máli er í raun og veru sú að við erum að eiga samtöl. Þau samtöl munu halda áfram í dag, það er ekki komið á neitt stig formlegra viðræðna heldur eru bara forsvarsmenn þessara flokka að tala saman.“ Þá væru þær óformlegu viðræður ekki komnar á það stig að flokkarnir séu farnir að raða upp þeim málefnum sem þeir gætu sameinast um. Katrín sagðist jafnframt ekki eiga von á því að einhver af flokksformönnunum þremur fari á fund forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafi fundað í morgun og rætt möguleika á samstarfi bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Píratar og Samfylking vilja hefja stjórnarmyndunarviðræður að nýju við Vinstri græn og Framsóknarflokk og taka Viðreisn nú með í þær viðræður. Þannig er kominn annar valkostur fyrir Katrínu og Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og þá vinstra megin við miðju.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45