Markalaust á Parken │ Myndband Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 21:45 Danmörk og Írland gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik á Parken í kvöld. Leikurinn bar þess merki að mikið væri í húfi, en um var að ræða fyrri umspilsleik liðanna fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu næsta sumar. Yussuf Poulsen var nærri því að tryggja Dönum sigurinn með skalla á 89. mínútu en Darren Randolph gerði vel í að verja frá honum. Danir voru ákveðnari og sóttu stíft undir lok leiksins, en allt kom fyrir ekki og liðin urðu að sætta sig við markalaust jafntefli. Stuðningsmenn danska liðsins voru langt frá því að vera sáttir með frammistöðu sinna manna og bauluðu á liðið þegar flautað var til leiksloka. Seinni leikurinn fer fram í Írlandi á þriðjudaginn. Allt það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum í fréttinni. HM 2018 í Rússlandi
Danmörk og Írland gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik á Parken í kvöld. Leikurinn bar þess merki að mikið væri í húfi, en um var að ræða fyrri umspilsleik liðanna fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu næsta sumar. Yussuf Poulsen var nærri því að tryggja Dönum sigurinn með skalla á 89. mínútu en Darren Randolph gerði vel í að verja frá honum. Danir voru ákveðnari og sóttu stíft undir lok leiksins, en allt kom fyrir ekki og liðin urðu að sætta sig við markalaust jafntefli. Stuðningsmenn danska liðsins voru langt frá því að vera sáttir með frammistöðu sinna manna og bauluðu á liðið þegar flautað var til leiksloka. Seinni leikurinn fer fram í Írlandi á þriðjudaginn. Allt það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum í fréttinni.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti