Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 34-30 | Valsmenn höfðu betur í nágrannaslagnum Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 22:30 Ryuto Inage skoraði átta mörk. vísir/stefán Valur hafði betur í Reykjavíkur slagnum þegar þeir unnu fjögurra marka sigur á Fram á Hlíðarenda í kvöld, 34-30. Fyrstu mínúturnar voru rólegar en fljótlega fundu liðin taktinn og fóru að skora. Fyrsta markið var Valsmanna og héldu þeir forystunni út leikinn. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum var Valur komið í fimm marka forystu 15-10, það kveikti í Fram sem náði að minnka muninn niður í tvö mörk og staðan í hálfleik 17-15. Leikurinn breyttist lítið í seinni hálfleik og héldu Valsmenn áfram að leiða leikinn. Vörn Framara var alls ekki góð og fór markvarslan að detta út hjá Viktori Gísla. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka var Valur með 6 marka forystu og Fram tekur leikhlé, leikur liðins breyttist til muna. Valtýr Már Hákonarson átti fína innkomu í markið og var staðan orðin 30-28 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Fram gat minnkað muninn niður í eitt mark en þeir misnotuðu dauðafæri og Ýmir Örn skoraði þá í næstu sókn fyrir Val sem var þá komið í þriggja marka forystu og sigurinn í höfn. Loka staða 34-30, öruggur og sanngjarn sigur Valsmanna.Af hverju vann Valur?Valur er einfaldlega betra lið. Þeir voru sterkir allt frá fyrstu mínútu og var sigurinn aldrei í hættu. Fram gat hins vegar minnkað muninn niður í eitt mark á loka mínútunum en misnotuðu færin sín hvað eftir annað. Valur var að ógna frá öllum stöðum á meðan sóknarleikur Fram fer að mestu í gegnum Arnar Birki. Hverjir stóðu upp úr?Hornamennirnir Ryuto Inage og Vignir Stefánsson sáu um markaskorun Valsmanna í dag en þeir voru með 15 mörk saman. Ryuto átti sérstaklega góðan leik í dag skoraði úr horninu, skyttunni og hraðaupphlaupum ásamt því að eiga nokkra stolna bolta. Sigurður Ingiberg átti fínan leik, lokaði markinu á mikilvægum tímapunkti í leiknum ásamt því að hafa Arnar Birki í vasanum. Valdimar Sigurðsson átti góðan leik í liði Fram og samspil hans og Arnars Birkis var frábært. Arnar Birkir náði sér ekki á strik í markaskorun en hann stjórnar þó sóknarleik liðsins algjörlega, átti margar stoðsendingar og ógnar vel. Hvað gekk illa?Vörn og markvarsla hjá Fram gekk illa í dag, Viktor Gísli byrjaði þó leikinn vel. Stór skyttur liðanna voru ekki með mörg mörk en skiluðu sínu í leiknum samt sem áður. Val gekk illa í sókninni þegar Fram spilaði framliggjandi vörn sem þeir hefðu einfaldlega átt að byrja á fyrr.Hvað gerist næst?Fram fær ÍR í heimsókn á sunnudaginn, það má búast við hörkuleik þar. Á mánudaginn fer Valur útí Mosfellsbæ þar sem liðið mætir Aftureldingu.Guðmundur Helgi: Menn hafa ekki trú á því að þeir geti unnið ValÉg er drullu svekktur sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, að leik loknum.„Við eigum miklu meira inni en það sem við sýndum hérna í kvöld. Þetta var ekki okkar dagur í dag, vorum að gera klaufaleg mistök, hefðum getað strítt þeim undir lokin þegar við fengum séns á að minnka niður í eitt mark en við klúðruðum því. sagði Guðmundur Helgi, en hann segir að einbeitingarskortur hafi fyrst og fremst verið ástæðan fyrir því að hans menn voru ekki að nýta færin sín.“ „Einbeitingarskortur fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við náðum ekki að minnka muninn, menn eru ekki tilbúnir í alvöru leik og hafa ekki trú á að þeir geti unnið Val það er bara þannig. Þegar það kemur þá getum við unnið hvaða lið sem er, ég er sannfærður um það. Menn þurfa bara að girða sig í brók og halda áfram.“ „Við hefðum hiklaust getað unnið þennann leik í dag, ef við hefðum spilað vörn. Við fáum á okkur 34 mörk og erum drullu lélegir og ekki hjálpaði það að dómararnir voru eins og þeir voru. Við vorum slakir en þeir voru ennþá verri.“ Guðmundur var allt annað en sáttur með dómara leiksins þá Bjarna Viggósson og Jón Karl Björnsson. Hann segir að margir dómar hafi verið hræðilegir og vonast til þess að dómararnir horfi á leikinn aftur og læri af mistökum sínum.„Allir sem hafa áhuga á handbolta sjá það bara sjálfir að þeir áttu mjög slæman dag. Það hallaði á bæði lið í dag en það er kannski best að segja ekki of mikið. Ég er mjög reiður út í þá akkurat núna en vonandi horfa þeir bara á þetta eins og við og læra af mistökum sínum.“Höfðum þessir dómar áhrif á loka niðurstöðuna í leiknum ?„Hiklaust“ Anton Rúnarsson: Sigurinn var aldrei í hættu Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, var ánægður með leikinn. Anton átti fínan leik í dag, skoraði 4 mörk og skilaði sínu í vörn og sókn. „Mjög góð 2 stig gegn erfiðu liði Fram. Sigurinn var aldrei í hættu svo sem en það fór kannski aðeins um mann þegar þeir náðu að minnka þetta niður í tvö undir lokinn.“ sagði Anton en eftir að hafa verið með sex marka forystu, 28 - 22, var staðan orðin 30 - 28 þegar aðeins 4 mínútur voru til leiksloka. Anton þurfti þó ekki að hafa of miklar áhyggjur enda Valur með fín tök á leiknum og refsuðu Fram fyrir sín mistök. „Mér fannst við hafa nokkuð góð tök á leiknum frá upphafi. Hökti aðeins sóknarleikurinn hjá okkur þegar þeir spiluðu framliggjandi vörn en við náðum að leysa það ágætlega og þetta var verðskuldaður sigur hjá okkur.“ sagði Anton. „Fram er með hörkulið, þeir fóru langt i fyrra. Við vitum það alveg að það þýðir lítið að slaka á á móti svona liði, þá fær maður það bara í bakið. Planið var að láta það ekki gerast í dag og okkur tókst það ágætlega.“ Valur hélt forystunni frá fyrsta marki og var leikurinn aldrei í hættu fyrir heimamenn sem sýndu fínan leik í dag. Það var þó ekki allt uppá 10 í leik Vals og þá helst vörnin sem var ekki nægilega góð. „Það er alltaf eitthvað sem gengur illa í svona leikjum en mér finnst við vera á réttri leið eftir lélegan leik okkar gegn FH“ sagði Anton að lokum. vísir/stefán Olís-deild karla
Valur hafði betur í Reykjavíkur slagnum þegar þeir unnu fjögurra marka sigur á Fram á Hlíðarenda í kvöld, 34-30. Fyrstu mínúturnar voru rólegar en fljótlega fundu liðin taktinn og fóru að skora. Fyrsta markið var Valsmanna og héldu þeir forystunni út leikinn. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum var Valur komið í fimm marka forystu 15-10, það kveikti í Fram sem náði að minnka muninn niður í tvö mörk og staðan í hálfleik 17-15. Leikurinn breyttist lítið í seinni hálfleik og héldu Valsmenn áfram að leiða leikinn. Vörn Framara var alls ekki góð og fór markvarslan að detta út hjá Viktori Gísla. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka var Valur með 6 marka forystu og Fram tekur leikhlé, leikur liðins breyttist til muna. Valtýr Már Hákonarson átti fína innkomu í markið og var staðan orðin 30-28 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Fram gat minnkað muninn niður í eitt mark en þeir misnotuðu dauðafæri og Ýmir Örn skoraði þá í næstu sókn fyrir Val sem var þá komið í þriggja marka forystu og sigurinn í höfn. Loka staða 34-30, öruggur og sanngjarn sigur Valsmanna.Af hverju vann Valur?Valur er einfaldlega betra lið. Þeir voru sterkir allt frá fyrstu mínútu og var sigurinn aldrei í hættu. Fram gat hins vegar minnkað muninn niður í eitt mark á loka mínútunum en misnotuðu færin sín hvað eftir annað. Valur var að ógna frá öllum stöðum á meðan sóknarleikur Fram fer að mestu í gegnum Arnar Birki. Hverjir stóðu upp úr?Hornamennirnir Ryuto Inage og Vignir Stefánsson sáu um markaskorun Valsmanna í dag en þeir voru með 15 mörk saman. Ryuto átti sérstaklega góðan leik í dag skoraði úr horninu, skyttunni og hraðaupphlaupum ásamt því að eiga nokkra stolna bolta. Sigurður Ingiberg átti fínan leik, lokaði markinu á mikilvægum tímapunkti í leiknum ásamt því að hafa Arnar Birki í vasanum. Valdimar Sigurðsson átti góðan leik í liði Fram og samspil hans og Arnars Birkis var frábært. Arnar Birkir náði sér ekki á strik í markaskorun en hann stjórnar þó sóknarleik liðsins algjörlega, átti margar stoðsendingar og ógnar vel. Hvað gekk illa?Vörn og markvarsla hjá Fram gekk illa í dag, Viktor Gísli byrjaði þó leikinn vel. Stór skyttur liðanna voru ekki með mörg mörk en skiluðu sínu í leiknum samt sem áður. Val gekk illa í sókninni þegar Fram spilaði framliggjandi vörn sem þeir hefðu einfaldlega átt að byrja á fyrr.Hvað gerist næst?Fram fær ÍR í heimsókn á sunnudaginn, það má búast við hörkuleik þar. Á mánudaginn fer Valur útí Mosfellsbæ þar sem liðið mætir Aftureldingu.Guðmundur Helgi: Menn hafa ekki trú á því að þeir geti unnið ValÉg er drullu svekktur sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, að leik loknum.„Við eigum miklu meira inni en það sem við sýndum hérna í kvöld. Þetta var ekki okkar dagur í dag, vorum að gera klaufaleg mistök, hefðum getað strítt þeim undir lokin þegar við fengum séns á að minnka niður í eitt mark en við klúðruðum því. sagði Guðmundur Helgi, en hann segir að einbeitingarskortur hafi fyrst og fremst verið ástæðan fyrir því að hans menn voru ekki að nýta færin sín.“ „Einbeitingarskortur fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við náðum ekki að minnka muninn, menn eru ekki tilbúnir í alvöru leik og hafa ekki trú á að þeir geti unnið Val það er bara þannig. Þegar það kemur þá getum við unnið hvaða lið sem er, ég er sannfærður um það. Menn þurfa bara að girða sig í brók og halda áfram.“ „Við hefðum hiklaust getað unnið þennann leik í dag, ef við hefðum spilað vörn. Við fáum á okkur 34 mörk og erum drullu lélegir og ekki hjálpaði það að dómararnir voru eins og þeir voru. Við vorum slakir en þeir voru ennþá verri.“ Guðmundur var allt annað en sáttur með dómara leiksins þá Bjarna Viggósson og Jón Karl Björnsson. Hann segir að margir dómar hafi verið hræðilegir og vonast til þess að dómararnir horfi á leikinn aftur og læri af mistökum sínum.„Allir sem hafa áhuga á handbolta sjá það bara sjálfir að þeir áttu mjög slæman dag. Það hallaði á bæði lið í dag en það er kannski best að segja ekki of mikið. Ég er mjög reiður út í þá akkurat núna en vonandi horfa þeir bara á þetta eins og við og læra af mistökum sínum.“Höfðum þessir dómar áhrif á loka niðurstöðuna í leiknum ?„Hiklaust“ Anton Rúnarsson: Sigurinn var aldrei í hættu Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, var ánægður með leikinn. Anton átti fínan leik í dag, skoraði 4 mörk og skilaði sínu í vörn og sókn. „Mjög góð 2 stig gegn erfiðu liði Fram. Sigurinn var aldrei í hættu svo sem en það fór kannski aðeins um mann þegar þeir náðu að minnka þetta niður í tvö undir lokinn.“ sagði Anton en eftir að hafa verið með sex marka forystu, 28 - 22, var staðan orðin 30 - 28 þegar aðeins 4 mínútur voru til leiksloka. Anton þurfti þó ekki að hafa of miklar áhyggjur enda Valur með fín tök á leiknum og refsuðu Fram fyrir sín mistök. „Mér fannst við hafa nokkuð góð tök á leiknum frá upphafi. Hökti aðeins sóknarleikurinn hjá okkur þegar þeir spiluðu framliggjandi vörn en við náðum að leysa það ágætlega og þetta var verðskuldaður sigur hjá okkur.“ sagði Anton. „Fram er með hörkulið, þeir fóru langt i fyrra. Við vitum það alveg að það þýðir lítið að slaka á á móti svona liði, þá fær maður það bara í bakið. Planið var að láta það ekki gerast í dag og okkur tókst það ágætlega.“ Valur hélt forystunni frá fyrsta marki og var leikurinn aldrei í hættu fyrir heimamenn sem sýndu fínan leik í dag. Það var þó ekki allt uppá 10 í leik Vals og þá helst vörnin sem var ekki nægilega góð. „Það er alltaf eitthvað sem gengur illa í svona leikjum en mér finnst við vera á réttri leið eftir lélegan leik okkar gegn FH“ sagði Anton að lokum. vísir/stefán
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti