Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 17:00 Ómar segir Björn Inga og Arnar ekki fara með sannleikann um að ný stjórn hafi ekki verið skráð hjá RSK. Vísir/Ernir Ómar R. Valdimarsson, formaður nýkjörinnar stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, hluthafa félagsins og fráfarandi stjórnarmeðlima um að ný stjórn hafi ekki enn verið skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Efni póstsins var rakið í frétt hjá Vísi fyrr í dag, en það ritar Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga og Arnars. Segir Ómar að ný stjórn, sem kjörin var síðastliðinn föstudag, hafi samdægurs sent staðfestingu á breytingunum. Í afriti sem Ómar sendi fréttastofu er erindið móttekið mánudaginn 27. nóvember og merkt með því sem virðist vera stimpill embættis Ríkisskattstjóra. Björn Ingi og Arnar töldu að með yfirlýsingum Ómars og nýkjörinnar stjórnar í fjölmiðlum hafi rangar upplýsingar farið fram. Þeir tveir væru því reiðubúnir að setjast niður og svara öllum fyrirspurnum um rekstur félagsins. Ný stjórn hafði áður tilkynnt að allar eignir félagsins væru til sölu, en útgáfu landshlutablaða Pressunnar var komið í stöðvun í gær. Þá hafði öllum starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp, en þeir voru tveir talsins. Björn Ingi og Arnar óskuðu í póstinum eftir útskýringum á ákvörðuninni að stöðva útgáfu blaðanna, um hafi verið að ræða rótgróna útgáfu sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna króna. Mikið hefur gengið á í kjölfar kaupa nýrra eigenda og í kringum stjórnarskiptin. Ný stjórn, sem var sem áður segir kjörin síðastliðinn föstudag, sakaði fráfarandi stjórn um að hafa misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu. Auk þess mat hún svo að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Björn Ingi Hrafnsson sendi sama kvöld frá sér langa yfirlýsingu þar sem hann sakaði Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félaginu, um að hafa reynt að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson, formaður nýkjörinnar stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, hluthafa félagsins og fráfarandi stjórnarmeðlima um að ný stjórn hafi ekki enn verið skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Efni póstsins var rakið í frétt hjá Vísi fyrr í dag, en það ritar Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga og Arnars. Segir Ómar að ný stjórn, sem kjörin var síðastliðinn föstudag, hafi samdægurs sent staðfestingu á breytingunum. Í afriti sem Ómar sendi fréttastofu er erindið móttekið mánudaginn 27. nóvember og merkt með því sem virðist vera stimpill embættis Ríkisskattstjóra. Björn Ingi og Arnar töldu að með yfirlýsingum Ómars og nýkjörinnar stjórnar í fjölmiðlum hafi rangar upplýsingar farið fram. Þeir tveir væru því reiðubúnir að setjast niður og svara öllum fyrirspurnum um rekstur félagsins. Ný stjórn hafði áður tilkynnt að allar eignir félagsins væru til sölu, en útgáfu landshlutablaða Pressunnar var komið í stöðvun í gær. Þá hafði öllum starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp, en þeir voru tveir talsins. Björn Ingi og Arnar óskuðu í póstinum eftir útskýringum á ákvörðuninni að stöðva útgáfu blaðanna, um hafi verið að ræða rótgróna útgáfu sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna króna. Mikið hefur gengið á í kjölfar kaupa nýrra eigenda og í kringum stjórnarskiptin. Ný stjórn, sem var sem áður segir kjörin síðastliðinn föstudag, sakaði fráfarandi stjórn um að hafa misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu. Auk þess mat hún svo að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Björn Ingi Hrafnsson sendi sama kvöld frá sér langa yfirlýsingu þar sem hann sakaði Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félaginu, um að hafa reynt að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58