Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. nóvember 2017 13:14 Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Ný stjórn segir eignir félagsins til sölu. vísir/pjetur Stjórn Pressunnar hefur sagt upp öllu starfsfólki félagsins og hefur útgáfa landshlutablaða þess verið stöðvuð. RÚV greindi frá fyrr í dag. Ómar R. Valdimarsson, stjórnarmaður, sagði í samtali við Vísi að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir skynsamlegt verð. Indíana Hreinsdóttir, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni að útgáfa blaðsins hefði verið sett í stöðvun. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður félagsins, staðfesti við fréttastofu að Indíana væri önnur tveggja launamanna sem hefðu misst starfið. Hann segir að fyrirtækið sé með fjölda verktaka í starfi sem eðli málsins samkvæmt væru ekki starfsmenn félagsins. „Við erum enn í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna,“ segir Ómar og bætir við að fjárhagsstaða félagsins sé ekki góð. „Við vissum að [staðan] væri slæm og höfum ekki enn komist yfir öll fjárhagsgögn þannig við getum ekki nákvæmlega sagt til um hver staðan er en hún er ekki þannig að ég geri ráð fyrir að fyrirtækið verði rekið áfram,“ bætir hann við.Allar eignir félagsins komnar á sölu Hann segir öll blöðin vera komin á sölu en Pressan gefur út landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. „Allar eignir félagsins eru til sölu fyrir skynsamlegt verð en það er spurning hvort stjórnin taki það að sér að selja þetta eða láta það eiga sig,“ segir Ómar og bendir á að seinni kosturinn feli það í sér gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. „Þá er það bara skiptastjóra að greiða úr því“.Björn Ingi Hrafnsson vísaði ásökunum eigenda Pressunnar á bug síðastliðinn föstudag.Vísir/ValliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafaBjörn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi Pressunnar, svaraði nýrri stjórn í kjölfar ásakana um misferli með fjármuni Pressunnar og sakaði Dalsmenn, nýja eigendur félagsins, um svik og að reyna að koma félaginu í þrot.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrotEftir eigendaskiptin er eignarhald Pressunnar í höndum sjö félaga. Eignarhaldsfélagið Dalurinn ehf. er þar með stærstan hlut í félaginu, rúmlega 68 prósent. Dalsmenn eru þeir Árni Harðarson, Vilhelm Róbert Wessmann, Jóhann G. Jóhannsson, Halldór Kristmannsson og Hilmar Þór Kristinsson. Björn Ingi Hrafnsson á 18 prósent hlut í félaginu í gegnum félög sín Kringluturninn og Kringlueignir. Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Stjórn Pressunnar hefur sagt upp öllu starfsfólki félagsins og hefur útgáfa landshlutablaða þess verið stöðvuð. RÚV greindi frá fyrr í dag. Ómar R. Valdimarsson, stjórnarmaður, sagði í samtali við Vísi að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir skynsamlegt verð. Indíana Hreinsdóttir, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni að útgáfa blaðsins hefði verið sett í stöðvun. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður félagsins, staðfesti við fréttastofu að Indíana væri önnur tveggja launamanna sem hefðu misst starfið. Hann segir að fyrirtækið sé með fjölda verktaka í starfi sem eðli málsins samkvæmt væru ekki starfsmenn félagsins. „Við erum enn í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna,“ segir Ómar og bætir við að fjárhagsstaða félagsins sé ekki góð. „Við vissum að [staðan] væri slæm og höfum ekki enn komist yfir öll fjárhagsgögn þannig við getum ekki nákvæmlega sagt til um hver staðan er en hún er ekki þannig að ég geri ráð fyrir að fyrirtækið verði rekið áfram,“ bætir hann við.Allar eignir félagsins komnar á sölu Hann segir öll blöðin vera komin á sölu en Pressan gefur út landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. „Allar eignir félagsins eru til sölu fyrir skynsamlegt verð en það er spurning hvort stjórnin taki það að sér að selja þetta eða láta það eiga sig,“ segir Ómar og bendir á að seinni kosturinn feli það í sér gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. „Þá er það bara skiptastjóra að greiða úr því“.Björn Ingi Hrafnsson vísaði ásökunum eigenda Pressunnar á bug síðastliðinn föstudag.Vísir/ValliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafaBjörn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi Pressunnar, svaraði nýrri stjórn í kjölfar ásakana um misferli með fjármuni Pressunnar og sakaði Dalsmenn, nýja eigendur félagsins, um svik og að reyna að koma félaginu í þrot.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrotEftir eigendaskiptin er eignarhald Pressunnar í höndum sjö félaga. Eignarhaldsfélagið Dalurinn ehf. er þar með stærstan hlut í félaginu, rúmlega 68 prósent. Dalsmenn eru þeir Árni Harðarson, Vilhelm Róbert Wessmann, Jóhann G. Jóhannsson, Halldór Kristmannsson og Hilmar Þór Kristinsson. Björn Ingi Hrafnsson á 18 prósent hlut í félaginu í gegnum félög sín Kringluturninn og Kringlueignir.
Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira