Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. nóvember 2017 13:14 Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Ný stjórn segir eignir félagsins til sölu. vísir/pjetur Stjórn Pressunnar hefur sagt upp öllu starfsfólki félagsins og hefur útgáfa landshlutablaða þess verið stöðvuð. RÚV greindi frá fyrr í dag. Ómar R. Valdimarsson, stjórnarmaður, sagði í samtali við Vísi að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir skynsamlegt verð. Indíana Hreinsdóttir, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni að útgáfa blaðsins hefði verið sett í stöðvun. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður félagsins, staðfesti við fréttastofu að Indíana væri önnur tveggja launamanna sem hefðu misst starfið. Hann segir að fyrirtækið sé með fjölda verktaka í starfi sem eðli málsins samkvæmt væru ekki starfsmenn félagsins. „Við erum enn í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna,“ segir Ómar og bætir við að fjárhagsstaða félagsins sé ekki góð. „Við vissum að [staðan] væri slæm og höfum ekki enn komist yfir öll fjárhagsgögn þannig við getum ekki nákvæmlega sagt til um hver staðan er en hún er ekki þannig að ég geri ráð fyrir að fyrirtækið verði rekið áfram,“ bætir hann við.Allar eignir félagsins komnar á sölu Hann segir öll blöðin vera komin á sölu en Pressan gefur út landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. „Allar eignir félagsins eru til sölu fyrir skynsamlegt verð en það er spurning hvort stjórnin taki það að sér að selja þetta eða láta það eiga sig,“ segir Ómar og bendir á að seinni kosturinn feli það í sér gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. „Þá er það bara skiptastjóra að greiða úr því“.Björn Ingi Hrafnsson vísaði ásökunum eigenda Pressunnar á bug síðastliðinn föstudag.Vísir/ValliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafaBjörn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi Pressunnar, svaraði nýrri stjórn í kjölfar ásakana um misferli með fjármuni Pressunnar og sakaði Dalsmenn, nýja eigendur félagsins, um svik og að reyna að koma félaginu í þrot.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrotEftir eigendaskiptin er eignarhald Pressunnar í höndum sjö félaga. Eignarhaldsfélagið Dalurinn ehf. er þar með stærstan hlut í félaginu, rúmlega 68 prósent. Dalsmenn eru þeir Árni Harðarson, Vilhelm Róbert Wessmann, Jóhann G. Jóhannsson, Halldór Kristmannsson og Hilmar Þór Kristinsson. Björn Ingi Hrafnsson á 18 prósent hlut í félaginu í gegnum félög sín Kringluturninn og Kringlueignir. Fjölmiðlar Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Sjá meira
Stjórn Pressunnar hefur sagt upp öllu starfsfólki félagsins og hefur útgáfa landshlutablaða þess verið stöðvuð. RÚV greindi frá fyrr í dag. Ómar R. Valdimarsson, stjórnarmaður, sagði í samtali við Vísi að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir skynsamlegt verð. Indíana Hreinsdóttir, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni að útgáfa blaðsins hefði verið sett í stöðvun. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður félagsins, staðfesti við fréttastofu að Indíana væri önnur tveggja launamanna sem hefðu misst starfið. Hann segir að fyrirtækið sé með fjölda verktaka í starfi sem eðli málsins samkvæmt væru ekki starfsmenn félagsins. „Við erum enn í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna,“ segir Ómar og bætir við að fjárhagsstaða félagsins sé ekki góð. „Við vissum að [staðan] væri slæm og höfum ekki enn komist yfir öll fjárhagsgögn þannig við getum ekki nákvæmlega sagt til um hver staðan er en hún er ekki þannig að ég geri ráð fyrir að fyrirtækið verði rekið áfram,“ bætir hann við.Allar eignir félagsins komnar á sölu Hann segir öll blöðin vera komin á sölu en Pressan gefur út landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. „Allar eignir félagsins eru til sölu fyrir skynsamlegt verð en það er spurning hvort stjórnin taki það að sér að selja þetta eða láta það eiga sig,“ segir Ómar og bendir á að seinni kosturinn feli það í sér gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. „Þá er það bara skiptastjóra að greiða úr því“.Björn Ingi Hrafnsson vísaði ásökunum eigenda Pressunnar á bug síðastliðinn föstudag.Vísir/ValliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafaBjörn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi Pressunnar, svaraði nýrri stjórn í kjölfar ásakana um misferli með fjármuni Pressunnar og sakaði Dalsmenn, nýja eigendur félagsins, um svik og að reyna að koma félaginu í þrot.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrotEftir eigendaskiptin er eignarhald Pressunnar í höndum sjö félaga. Eignarhaldsfélagið Dalurinn ehf. er þar með stærstan hlut í félaginu, rúmlega 68 prósent. Dalsmenn eru þeir Árni Harðarson, Vilhelm Róbert Wessmann, Jóhann G. Jóhannsson, Halldór Kristmannsson og Hilmar Þór Kristinsson. Björn Ingi Hrafnsson á 18 prósent hlut í félaginu í gegnum félög sín Kringluturninn og Kringlueignir.
Fjölmiðlar Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Sjá meira