„Ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 11:33 Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi á Bessastöðum nú í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa góða tilfinningu fyrir fyrirhugðu ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir að formenn verðandi stjórnarandstöðuflokka hafi allir sammælst um að láta hendur standa fram úr ermum svo að hægt verði að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir áramót. Þá hafi stjórnarandstöðunni verið boðin formennska í þremur fastanefndum Alþingis og segir hún það merki um þá breyttu tíma sem stjórnin vilji boða í starfsháttum Alþingis. Þetta sagði Katrín á blaðamannafundi að loknum fundi sínum með forseta Íslands fyrr í dag. Á fundinum veitti forsetinn Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Nú er það því ljóst að verði af ríkisstjórnarsamstarfinu verður Katrín forsætisráðherra. „Ég gaf honum skýrslu um stöðu þessara viðræðna. Það liggur fyrir að stjórnarsáttmáli liggur fyrir í grófum dráttum og hann verður borinn undir okkar flokksstofnanir á morgun, miðvikudag. Þær munu þá taka hann til afgreiðslu,“ sagði Katrín.Fundar með þingflokki sínum Ekki er ljóst hvort allir þingmenn Vinstri grænna muni styðja stjórnarsáttmálann. Tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn því að gengið yrði til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Katrín segir að það muni koma í ljós. Hún muni nú ganga á fund þingmanna flokksins í einrúmi og fara yfir stöðuna. Flokksstofnanir flokkanna þriggja munu greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann á morgun, miðvikudag. Að þeim loknum, líklega á fimmtudagsmorgun, munu þingflokkar flokkanna funda og ganga frá ráðherraskipan. „Það liggur ekkert fyrir um hverjir verða ráðherrar. Fyrir utan, eins og hefur komið fram, þá bauð ég mig fram til að veita ríkisstjórninni forystu,“ segir Katrín.Hefurðu góða tilfinningu fyrir samstarfinu? „Já ég hef það. Ég er bara mjög brött fyrir þetta stjórnarsamstarf og ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla.“Katrín fer frá Bessastöðum á fund við þingmenn Vinstri grænna.Vísir/VilhelmAllir vilji breyta vinnubrögðum á Alþingi Hún tekur undir með forsetanum um að stefnt sé á að ríkisstjórnin taki við á fimmtudaginn. Ef flokkstofnanir flokkanna samþykki sáttmálann sé ekki eftir neinu að bíða. Flokkarnir hafa boðið væntanlegum stjórnarandstöðuflokkum formennsku í þremur fastanefndum Alþingis; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Þau eigi þó eftir að veita þeim svör um hvort að þau þiggi boðið. „Ég hef tekið mark á því sem þau hafa sagt að þau vilji taka þátt í því að breyta vinnubrögðum á Alþingi þannig ég trúi ekki öðru en að þau þiggi það.“ Hún segir það hafa komið fram á fundi formanna flokkanna í gær að vilji sé fyrir í öllum flokkum að vinna vel þann stutta tíma sem eftir er til áramóta svo afgreiða megi fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. „Ég treysti því sem mér hefur verið sagt að allir muni láta hendur standa fram úr ermum til að það verði klárað.“Verður þá eitthvað þingstarf einnig milli jóla og nýárs? „Það er bara mjög líklegt.“Blaðamannafund Katrínar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa góða tilfinningu fyrir fyrirhugðu ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir að formenn verðandi stjórnarandstöðuflokka hafi allir sammælst um að láta hendur standa fram úr ermum svo að hægt verði að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir áramót. Þá hafi stjórnarandstöðunni verið boðin formennska í þremur fastanefndum Alþingis og segir hún það merki um þá breyttu tíma sem stjórnin vilji boða í starfsháttum Alþingis. Þetta sagði Katrín á blaðamannafundi að loknum fundi sínum með forseta Íslands fyrr í dag. Á fundinum veitti forsetinn Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Nú er það því ljóst að verði af ríkisstjórnarsamstarfinu verður Katrín forsætisráðherra. „Ég gaf honum skýrslu um stöðu þessara viðræðna. Það liggur fyrir að stjórnarsáttmáli liggur fyrir í grófum dráttum og hann verður borinn undir okkar flokksstofnanir á morgun, miðvikudag. Þær munu þá taka hann til afgreiðslu,“ sagði Katrín.Fundar með þingflokki sínum Ekki er ljóst hvort allir þingmenn Vinstri grænna muni styðja stjórnarsáttmálann. Tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn því að gengið yrði til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Katrín segir að það muni koma í ljós. Hún muni nú ganga á fund þingmanna flokksins í einrúmi og fara yfir stöðuna. Flokksstofnanir flokkanna þriggja munu greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann á morgun, miðvikudag. Að þeim loknum, líklega á fimmtudagsmorgun, munu þingflokkar flokkanna funda og ganga frá ráðherraskipan. „Það liggur ekkert fyrir um hverjir verða ráðherrar. Fyrir utan, eins og hefur komið fram, þá bauð ég mig fram til að veita ríkisstjórninni forystu,“ segir Katrín.Hefurðu góða tilfinningu fyrir samstarfinu? „Já ég hef það. Ég er bara mjög brött fyrir þetta stjórnarsamstarf og ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla.“Katrín fer frá Bessastöðum á fund við þingmenn Vinstri grænna.Vísir/VilhelmAllir vilji breyta vinnubrögðum á Alþingi Hún tekur undir með forsetanum um að stefnt sé á að ríkisstjórnin taki við á fimmtudaginn. Ef flokkstofnanir flokkanna samþykki sáttmálann sé ekki eftir neinu að bíða. Flokkarnir hafa boðið væntanlegum stjórnarandstöðuflokkum formennsku í þremur fastanefndum Alþingis; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Þau eigi þó eftir að veita þeim svör um hvort að þau þiggi boðið. „Ég hef tekið mark á því sem þau hafa sagt að þau vilji taka þátt í því að breyta vinnubrögðum á Alþingi þannig ég trúi ekki öðru en að þau þiggi það.“ Hún segir það hafa komið fram á fundi formanna flokkanna í gær að vilji sé fyrir í öllum flokkum að vinna vel þann stutta tíma sem eftir er til áramóta svo afgreiða megi fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. „Ég treysti því sem mér hefur verið sagt að allir muni láta hendur standa fram úr ermum til að það verði klárað.“Verður þá eitthvað þingstarf einnig milli jóla og nýárs? „Það er bara mjög líklegt.“Blaðamannafund Katrínar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00