Átta lík fundust um borð í bát sem rak á land í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 10:30 Starfsmenn Landhelgisgæslu Japan fara um borð í bát sem rak á land í gær. Vísir/AFP Lík átta manna fundust um borð í bát sem rak á land í Japan í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan báturinn er en talið er að hann sé frá Norður-Kóreu vegna hluta sem fundust þar um borð. Það hefur færst í aukana að bátar frá einræðisríkinu reki á land í Japan og hafa minnst fjórir slíkir rekið á land í þessum mánuði. Sömuleiðis ráku lík og brak á land í Japan um helgina. Bréf sem fannst á öðru líkinu gefur til kynna að þar sé um menn frá Norður-Kóreu að ræða. Japanskur prófessor, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu segir aukninguna eiga rætur að rekja til ársins 2013. Þá hafi Kim Jong Un ákveðið að auka umfang sjávarútvegs í Norður-Kóreu og þá sérstaklega til að auka tekjur hers landsins. „Þeir eru að nota gamla báta sem mannaðir eru af hernum, af mönnum sem vita ekkert um fiskveiðar. Þetta mun halda áfram,“ sagði Satoru Miyamoto við blaðamann CNN.Norður-Kóreumenn notast við gamla trébáta.Vísir/GettyLandhelgisgæsla Japan segir að 1.910 fiskveiðiskip frá Norður-Kóreu hafi fundist við ólöglega veiðar innan landhelgi Japan frá því í júlí. Skipin hafi verið á miðum þar sem japönsk skip veiða kolkrabba á haustinn. Þetta árið hafa japönsk skip hins vegar þurft að hverfa frá vegna fjölda skipa frá Norður-Kóreu. Auk bátsins sem rak á land í gær var þremur sjómönnum frá Norður-Kóreu bjargað af Landhelgisgæslu Japan þann 15. nóvember þar sem þeir voru á reki undan vesturströnd landsins. Þrjú lík fundust um borð degi seinna en öllum var skilað til Norður-Koreu. Þann 17. nóvember fundust fjögur lík um borð í báti sem rak á land í Japan. Þá var átta sjómönnum bjargað þann 23. nóvember þegar 23. nóvember far átta kolkrabbaveiðimönnum bjargað þegar þeir ráku á land í Yurihonjo á norðvesturströnd Japan.Sjá einnig: Norður-kóreska kolkrabbaveiðimenn rak á land í Japan Mennirnir eru ekki sagðir hafa reynt að flýja, þar sem þeir sem lifa af biðja iðulega um að vera sendir aftur til Norður-Kóreu. Það liggur þó ekki fyrir með bátinn sem fannst í gær. Einhver af líkunum um borð voru orðnar að beinagrindum svo ljóst þykir að hann hafi verið á reiki um langt skeið. Þá hefur ástand líkanna gert yfirvöldum erfitt að greina hvort að einhverjar konur séu meðal þeirra. Norður-Kórea Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Lík átta manna fundust um borð í bát sem rak á land í Japan í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan báturinn er en talið er að hann sé frá Norður-Kóreu vegna hluta sem fundust þar um borð. Það hefur færst í aukana að bátar frá einræðisríkinu reki á land í Japan og hafa minnst fjórir slíkir rekið á land í þessum mánuði. Sömuleiðis ráku lík og brak á land í Japan um helgina. Bréf sem fannst á öðru líkinu gefur til kynna að þar sé um menn frá Norður-Kóreu að ræða. Japanskur prófessor, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu segir aukninguna eiga rætur að rekja til ársins 2013. Þá hafi Kim Jong Un ákveðið að auka umfang sjávarútvegs í Norður-Kóreu og þá sérstaklega til að auka tekjur hers landsins. „Þeir eru að nota gamla báta sem mannaðir eru af hernum, af mönnum sem vita ekkert um fiskveiðar. Þetta mun halda áfram,“ sagði Satoru Miyamoto við blaðamann CNN.Norður-Kóreumenn notast við gamla trébáta.Vísir/GettyLandhelgisgæsla Japan segir að 1.910 fiskveiðiskip frá Norður-Kóreu hafi fundist við ólöglega veiðar innan landhelgi Japan frá því í júlí. Skipin hafi verið á miðum þar sem japönsk skip veiða kolkrabba á haustinn. Þetta árið hafa japönsk skip hins vegar þurft að hverfa frá vegna fjölda skipa frá Norður-Kóreu. Auk bátsins sem rak á land í gær var þremur sjómönnum frá Norður-Kóreu bjargað af Landhelgisgæslu Japan þann 15. nóvember þar sem þeir voru á reki undan vesturströnd landsins. Þrjú lík fundust um borð degi seinna en öllum var skilað til Norður-Koreu. Þann 17. nóvember fundust fjögur lík um borð í báti sem rak á land í Japan. Þá var átta sjómönnum bjargað þann 23. nóvember þegar 23. nóvember far átta kolkrabbaveiðimönnum bjargað þegar þeir ráku á land í Yurihonjo á norðvesturströnd Japan.Sjá einnig: Norður-kóreska kolkrabbaveiðimenn rak á land í Japan Mennirnir eru ekki sagðir hafa reynt að flýja, þar sem þeir sem lifa af biðja iðulega um að vera sendir aftur til Norður-Kóreu. Það liggur þó ekki fyrir með bátinn sem fannst í gær. Einhver af líkunum um borð voru orðnar að beinagrindum svo ljóst þykir að hann hafi verið á reiki um langt skeið. Þá hefur ástand líkanna gert yfirvöldum erfitt að greina hvort að einhverjar konur séu meðal þeirra.
Norður-Kórea Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira