Átta lík fundust um borð í bát sem rak á land í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 10:30 Starfsmenn Landhelgisgæslu Japan fara um borð í bát sem rak á land í gær. Vísir/AFP Lík átta manna fundust um borð í bát sem rak á land í Japan í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan báturinn er en talið er að hann sé frá Norður-Kóreu vegna hluta sem fundust þar um borð. Það hefur færst í aukana að bátar frá einræðisríkinu reki á land í Japan og hafa minnst fjórir slíkir rekið á land í þessum mánuði. Sömuleiðis ráku lík og brak á land í Japan um helgina. Bréf sem fannst á öðru líkinu gefur til kynna að þar sé um menn frá Norður-Kóreu að ræða. Japanskur prófessor, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu segir aukninguna eiga rætur að rekja til ársins 2013. Þá hafi Kim Jong Un ákveðið að auka umfang sjávarútvegs í Norður-Kóreu og þá sérstaklega til að auka tekjur hers landsins. „Þeir eru að nota gamla báta sem mannaðir eru af hernum, af mönnum sem vita ekkert um fiskveiðar. Þetta mun halda áfram,“ sagði Satoru Miyamoto við blaðamann CNN.Norður-Kóreumenn notast við gamla trébáta.Vísir/GettyLandhelgisgæsla Japan segir að 1.910 fiskveiðiskip frá Norður-Kóreu hafi fundist við ólöglega veiðar innan landhelgi Japan frá því í júlí. Skipin hafi verið á miðum þar sem japönsk skip veiða kolkrabba á haustinn. Þetta árið hafa japönsk skip hins vegar þurft að hverfa frá vegna fjölda skipa frá Norður-Kóreu. Auk bátsins sem rak á land í gær var þremur sjómönnum frá Norður-Kóreu bjargað af Landhelgisgæslu Japan þann 15. nóvember þar sem þeir voru á reki undan vesturströnd landsins. Þrjú lík fundust um borð degi seinna en öllum var skilað til Norður-Koreu. Þann 17. nóvember fundust fjögur lík um borð í báti sem rak á land í Japan. Þá var átta sjómönnum bjargað þann 23. nóvember þegar 23. nóvember far átta kolkrabbaveiðimönnum bjargað þegar þeir ráku á land í Yurihonjo á norðvesturströnd Japan.Sjá einnig: Norður-kóreska kolkrabbaveiðimenn rak á land í Japan Mennirnir eru ekki sagðir hafa reynt að flýja, þar sem þeir sem lifa af biðja iðulega um að vera sendir aftur til Norður-Kóreu. Það liggur þó ekki fyrir með bátinn sem fannst í gær. Einhver af líkunum um borð voru orðnar að beinagrindum svo ljóst þykir að hann hafi verið á reiki um langt skeið. Þá hefur ástand líkanna gert yfirvöldum erfitt að greina hvort að einhverjar konur séu meðal þeirra. Norður-Kórea Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Lík átta manna fundust um borð í bát sem rak á land í Japan í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan báturinn er en talið er að hann sé frá Norður-Kóreu vegna hluta sem fundust þar um borð. Það hefur færst í aukana að bátar frá einræðisríkinu reki á land í Japan og hafa minnst fjórir slíkir rekið á land í þessum mánuði. Sömuleiðis ráku lík og brak á land í Japan um helgina. Bréf sem fannst á öðru líkinu gefur til kynna að þar sé um menn frá Norður-Kóreu að ræða. Japanskur prófessor, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu segir aukninguna eiga rætur að rekja til ársins 2013. Þá hafi Kim Jong Un ákveðið að auka umfang sjávarútvegs í Norður-Kóreu og þá sérstaklega til að auka tekjur hers landsins. „Þeir eru að nota gamla báta sem mannaðir eru af hernum, af mönnum sem vita ekkert um fiskveiðar. Þetta mun halda áfram,“ sagði Satoru Miyamoto við blaðamann CNN.Norður-Kóreumenn notast við gamla trébáta.Vísir/GettyLandhelgisgæsla Japan segir að 1.910 fiskveiðiskip frá Norður-Kóreu hafi fundist við ólöglega veiðar innan landhelgi Japan frá því í júlí. Skipin hafi verið á miðum þar sem japönsk skip veiða kolkrabba á haustinn. Þetta árið hafa japönsk skip hins vegar þurft að hverfa frá vegna fjölda skipa frá Norður-Kóreu. Auk bátsins sem rak á land í gær var þremur sjómönnum frá Norður-Kóreu bjargað af Landhelgisgæslu Japan þann 15. nóvember þar sem þeir voru á reki undan vesturströnd landsins. Þrjú lík fundust um borð degi seinna en öllum var skilað til Norður-Koreu. Þann 17. nóvember fundust fjögur lík um borð í báti sem rak á land í Japan. Þá var átta sjómönnum bjargað þann 23. nóvember þegar 23. nóvember far átta kolkrabbaveiðimönnum bjargað þegar þeir ráku á land í Yurihonjo á norðvesturströnd Japan.Sjá einnig: Norður-kóreska kolkrabbaveiðimenn rak á land í Japan Mennirnir eru ekki sagðir hafa reynt að flýja, þar sem þeir sem lifa af biðja iðulega um að vera sendir aftur til Norður-Kóreu. Það liggur þó ekki fyrir með bátinn sem fannst í gær. Einhver af líkunum um borð voru orðnar að beinagrindum svo ljóst þykir að hann hafi verið á reiki um langt skeið. Þá hefur ástand líkanna gert yfirvöldum erfitt að greina hvort að einhverjar konur séu meðal þeirra.
Norður-Kórea Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira