Ráðherraskipan rædd í dag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 20:00 Stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var haldið áfram í dag. Stefnt er að þingsetningu fyrir 15. desember og ráðist verður í fjárlagagerð á næstu dögum. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur á sinn fund í fyrramálið. Formenn flokkanna þriggja hittust í stjórnarráðinu klukkan tíu í morgun og stilltu saman strengi áður en þeir héldu á fund með formönnum allra flokka klukkan tólf í Alþingishúsinu. Þar voru kynntar tvær hugmyndir varðandi fjárlög. Annars vegar að fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar yrði lagt fram með breytingartillögum strax í næstu viku. Hins vegar að ráðist yrði í gerð á nýju fjárlagafrumvarpi en sú vinna gæti tekið um tvær vikur. Stjórnarandstaðan vildi nýtt frumvarp og er því stefnt að þingsetningu fyrir fimmtánda desember. „Stjórnarandstaðan vildi þá hafa minni tíma til að fást við fjárlögin og fá fremur fullbúið frumvarp. Og það er bara það sem við gerum en þá er auðvitað tíminn mjög skammur fyrir ýmisleg mikilvæg mál sem við þurfum að leysa," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, og bendir meðal annars frumvarpið um NPA-aðstoð og breytingar á lögum um uppreist æru sem ekki tókst að afgreiða á síðasta þingi. „Það er mjög mikilvægt að stefna nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir frá upphafi þannig við getum tekist á um ný fjárlög," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingar. „Við höfum verið reiðubúin til að veita þeim tíma til að fullvinna fjárlagafrumvarpið þannig það verði alveg skýrt hvaða pólitísku línur verða lagðar þar," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Í stað þess að við séum að taka fyrstu umræðu um frumvarp sem ríkisstjórnin sjálf er ekki að leggja fram og ætla síðan að breyta því í meðförum þingsins. Ég held að við spörum engan sérstakan tíma á því," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu á sinn fund á Bessastöðum klukkan hálf ellefu í fyrramálið en líklegt er talið að forsetinn muni þar veita Katrínu formlegt stjórnarmyndunarumboð. Viðræðurnar sem hafa staðið yfir í tæpar þrjár vikur hafa borið árangur og kynntu formenn flokkanna málefnasamning fyrir þingflokkum sínum í dag. Að sögn Katrínar hafa helstu ágreiningsefni verið leyst og er nú farið að ræða ráðherrastóla. Katrín hefur óskað eftir forsætisráðuneytinu. „Við ákváðum að ræða ráðuneytaskiptingu þegar við værum komin til botns í málefnavinnunni og þess vegna byrjuðum við á því í morgun," segir Katrín Jakobsdóttir. Stofnanir flokkanna funda um málefnasamninginn á miðvikudag og verði hann samþykktur er stefnt að fyrsta ríkisráðsfundinum á fullveldisdaginn á föstudag. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36 Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var haldið áfram í dag. Stefnt er að þingsetningu fyrir 15. desember og ráðist verður í fjárlagagerð á næstu dögum. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur á sinn fund í fyrramálið. Formenn flokkanna þriggja hittust í stjórnarráðinu klukkan tíu í morgun og stilltu saman strengi áður en þeir héldu á fund með formönnum allra flokka klukkan tólf í Alþingishúsinu. Þar voru kynntar tvær hugmyndir varðandi fjárlög. Annars vegar að fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar yrði lagt fram með breytingartillögum strax í næstu viku. Hins vegar að ráðist yrði í gerð á nýju fjárlagafrumvarpi en sú vinna gæti tekið um tvær vikur. Stjórnarandstaðan vildi nýtt frumvarp og er því stefnt að þingsetningu fyrir fimmtánda desember. „Stjórnarandstaðan vildi þá hafa minni tíma til að fást við fjárlögin og fá fremur fullbúið frumvarp. Og það er bara það sem við gerum en þá er auðvitað tíminn mjög skammur fyrir ýmisleg mikilvæg mál sem við þurfum að leysa," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, og bendir meðal annars frumvarpið um NPA-aðstoð og breytingar á lögum um uppreist æru sem ekki tókst að afgreiða á síðasta þingi. „Það er mjög mikilvægt að stefna nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir frá upphafi þannig við getum tekist á um ný fjárlög," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingar. „Við höfum verið reiðubúin til að veita þeim tíma til að fullvinna fjárlagafrumvarpið þannig það verði alveg skýrt hvaða pólitísku línur verða lagðar þar," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Í stað þess að við séum að taka fyrstu umræðu um frumvarp sem ríkisstjórnin sjálf er ekki að leggja fram og ætla síðan að breyta því í meðförum þingsins. Ég held að við spörum engan sérstakan tíma á því," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Forseti Íslands hefur boðað Katrínu á sinn fund á Bessastöðum klukkan hálf ellefu í fyrramálið en líklegt er talið að forsetinn muni þar veita Katrínu formlegt stjórnarmyndunarumboð. Viðræðurnar sem hafa staðið yfir í tæpar þrjár vikur hafa borið árangur og kynntu formenn flokkanna málefnasamning fyrir þingflokkum sínum í dag. Að sögn Katrínar hafa helstu ágreiningsefni verið leyst og er nú farið að ræða ráðherrastóla. Katrín hefur óskað eftir forsætisráðuneytinu. „Við ákváðum að ræða ráðuneytaskiptingu þegar við værum komin til botns í málefnavinnunni og þess vegna byrjuðum við á því í morgun," segir Katrín Jakobsdóttir. Stofnanir flokkanna funda um málefnasamninginn á miðvikudag og verði hann samþykktur er stefnt að fyrsta ríkisráðsfundinum á fullveldisdaginn á föstudag.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36 Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig, segir Katrín Jakobsdóttir. 27. nóvember 2017 16:36
Þingflokkunum kynntur sáttmálinn Formenn flokkanna þriggja kynna afrakstur vinnu sinnar við gerð stjórnarsáttmála. 27. nóvember 2017 13:47