Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2017 16:36 Gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að nýtt fjárlagafrumvarp verði smíðað frá grunni. Það hafi verið ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna á fundi formanna allra flokka á fjórða tímanum. Formenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafi sett fram tvo valkosti á fundinum. „Setja fram nýjan ráðherrakafla og breytingartillögur við gamla frumvarpið svo það væri hægt að kalla þingið saman fyrr ef stjórnarandstaðan hefði áhuga á því að gefa sér meiri tíma í fjárlagavinnuna og önnur mál,“ segir Katrín um fyrri kostinn. „Eða leggja fram fullbúið nýtt frumvarp, sem tekur þá lengri tíma, svo að þingið er ekki að koma saman fyrr en fer að nálgast miðjan mánuð, sem er ansi stuttur tími.“Frá fundi formannanna í hádeginu í dag.vísir/ernirLeyst illa á fyrri kostinn Eins og Logi Einarssonar, formaður Samfylkingar, sagði við Vísi eftir fundinn leyst andstöðunni illa á að leggja fram gamla frumvarpið með breytingum. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. „Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig,“ segir Katrín. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að það verði stuttur tími til stefnu, ekki síst líka hvað varðar önnur mál eins og málefni fatlaðra, NPA og fleira. Fólk verður bara að vinna vel þessa daga sem við eigum.“Fundarhöld formanna fóru fram um helgina en formlegar viðræður flokkanna þriggja hafa staðið í tvær vikur.vísir/ernirHefði náðst aukavika í þingstörf Katrín sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún vonaðist til þess að þing gæti komið saman í lok næstu viku. Svo virðist ekki ætla að verða raunin eftir niðurstöðuna af formannafundinum. Formleg vinna við fjárlagafrumvarp geti ekki hafist fyrr en komin sé ný ríkisstjórn. „En við erum auðvitað búin að vera að vinna okkar sýn og tillögur inn í þann grunn sem við höfum. Það tekur síðan tíma eftir að ný ríkisstjórn tekur við að útbúa nýtt frumvarp frá grunni.“ Hefði fyrri kosturinn orðið fyrir valinu telur Katrín að náðst hefði aukavika í þingstörf. Stjórnarandstaðan hafi viljað minni tíma og fullbúið frumvarp. Það sé niðurstaðan. Varðandi ráðherraskipan segir Katrín að umræða um þau skipti hafi hafist í morgun og verði framhaldið í dag og í kvöld. Fram hefur komið í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, að lagt sé upp með það í viðræðunum að Katrín verði forsætisráðherra. Þá hefur Katrín sagst ekki telja nauðsynlegt að fjölga ráðherraembættum.Framundan er fundur á Bessastöðum í fyrramálið klukkan 10:30 með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Kosningar 2017 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að nýtt fjárlagafrumvarp verði smíðað frá grunni. Það hafi verið ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna á fundi formanna allra flokka á fjórða tímanum. Formenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafi sett fram tvo valkosti á fundinum. „Setja fram nýjan ráðherrakafla og breytingartillögur við gamla frumvarpið svo það væri hægt að kalla þingið saman fyrr ef stjórnarandstaðan hefði áhuga á því að gefa sér meiri tíma í fjárlagavinnuna og önnur mál,“ segir Katrín um fyrri kostinn. „Eða leggja fram fullbúið nýtt frumvarp, sem tekur þá lengri tíma, svo að þingið er ekki að koma saman fyrr en fer að nálgast miðjan mánuð, sem er ansi stuttur tími.“Frá fundi formannanna í hádeginu í dag.vísir/ernirLeyst illa á fyrri kostinn Eins og Logi Einarssonar, formaður Samfylkingar, sagði við Vísi eftir fundinn leyst andstöðunni illa á að leggja fram gamla frumvarpið með breytingum. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. „Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig,“ segir Katrín. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að það verði stuttur tími til stefnu, ekki síst líka hvað varðar önnur mál eins og málefni fatlaðra, NPA og fleira. Fólk verður bara að vinna vel þessa daga sem við eigum.“Fundarhöld formanna fóru fram um helgina en formlegar viðræður flokkanna þriggja hafa staðið í tvær vikur.vísir/ernirHefði náðst aukavika í þingstörf Katrín sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún vonaðist til þess að þing gæti komið saman í lok næstu viku. Svo virðist ekki ætla að verða raunin eftir niðurstöðuna af formannafundinum. Formleg vinna við fjárlagafrumvarp geti ekki hafist fyrr en komin sé ný ríkisstjórn. „En við erum auðvitað búin að vera að vinna okkar sýn og tillögur inn í þann grunn sem við höfum. Það tekur síðan tíma eftir að ný ríkisstjórn tekur við að útbúa nýtt frumvarp frá grunni.“ Hefði fyrri kosturinn orðið fyrir valinu telur Katrín að náðst hefði aukavika í þingstörf. Stjórnarandstaðan hafi viljað minni tíma og fullbúið frumvarp. Það sé niðurstaðan. Varðandi ráðherraskipan segir Katrín að umræða um þau skipti hafi hafist í morgun og verði framhaldið í dag og í kvöld. Fram hefur komið í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, að lagt sé upp með það í viðræðunum að Katrín verði forsætisráðherra. Þá hefur Katrín sagst ekki telja nauðsynlegt að fjölga ráðherraembættum.Framundan er fundur á Bessastöðum í fyrramálið klukkan 10:30 með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
Kosningar 2017 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira