Stjórnarandstaðan lagðist gegn því að gamla fjárlagafrumvarpið yrði lagt fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 15:50 Frá fundi formannanna í hádeginu í dag. vísir/ernir Ólíklegt er að fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði lagt fram af verðandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir að stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi, Samfylkingin, Viðreisn, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Píratar lögðust gegn því á fundi formanna flokkanna núna klukkan 15. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi reikna með því að verðandi ríkisstjórn leggi fram nýtt fjárlagafrumvarp. Formenn verðandi stjórnarflokka vörpuðu fram þeirri hugmynd að leggja gamla frumvarpið fram með tilteknum útskýringum og formála í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar á fundi með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í hádeginu. Að sögn Loga spurðu þau hvernig þeim í stjórnarandstöðunni litist á það. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. Logi segir ekki liggja fyrir hvenær þing kemur saman. „Það sem vakti fyrir þeim var að það tæki nokkra daga að keyra nýtt frumvarp í gegnum formúlur í ráðuneytunum, prenta það og svo framvegis. Við höfum fullan skilning á því en teljum hins vegar miklu eðlilegra að gera það,“ segir Logi og bætir við að stjórnarandstaðan hafi lagt áherslu á það við formenn verðandi stjórnarflokka að málið yrði unnið eins hratt og örugglega og unnt er.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Ólíklegt er að fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði lagt fram af verðandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir að stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi, Samfylkingin, Viðreisn, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Píratar lögðust gegn því á fundi formanna flokkanna núna klukkan 15. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi reikna með því að verðandi ríkisstjórn leggi fram nýtt fjárlagafrumvarp. Formenn verðandi stjórnarflokka vörpuðu fram þeirri hugmynd að leggja gamla frumvarpið fram með tilteknum útskýringum og formála í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar á fundi með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í hádeginu. Að sögn Loga spurðu þau hvernig þeim í stjórnarandstöðunni litist á það. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. Logi segir ekki liggja fyrir hvenær þing kemur saman. „Það sem vakti fyrir þeim var að það tæki nokkra daga að keyra nýtt frumvarp í gegnum formúlur í ráðuneytunum, prenta það og svo framvegis. Við höfum fullan skilning á því en teljum hins vegar miklu eðlilegra að gera það,“ segir Logi og bætir við að stjórnarandstaðan hafi lagt áherslu á það við formenn verðandi stjórnarflokka að málið yrði unnið eins hratt og örugglega og unnt er.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38