Neyðarlegt kampavínskosningamyndband VG Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2017 12:45 Hin nöturlega kampavínssena Ragnars virðist vera að springa upp í andlit VG. Margir netverjar skemmta sér nú konunglega yfir kosningamyndbandi VG sem þykir heldur neyðarlegt fyrir flokkinn, svo vægt sé til orða tekið. Í gærkvöldi greindi RÚV frá því að fulltrúar flokkanna, aðrir en formennirnir, hefðu skálað fyrir vel unnum störfum í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu að lokinni þeirra vinnu í stjórnarmyndunarviðræðum. Ýmsir á Facebook hafa lagt það til, í ljósi þeirra fregna, að vert sé að kalla væntanlega ríkisstjórn Kampavíns- eða Freyðivínsstjórnina. Ragnar Kjartansson listamaður, sem stundum hefur kallað sig Rassa prump, hefur verið einn helsti stuðningsmaður Vinstri grænna lengi og hefur látið til sín taka í kosningabaráttu flokksins.Hann hefur gert nokkur myndbönd, meðal annarra umrætt myndband sem birtist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar er látið sem myndbandið sé á vegum Skrímsladeildarinnar, en svo er kölluð og höfð um hóp afar flokkshollra Sjálfstæðismanna sem einatt ganga afar hart fram í kosningabaráttu. Myndbandið er tekið í stjórnarráðshúsinu við Tjarnargötu og þar er hópur galaklæddra gesta í veislu, skála í kampavíni; meðal annars fyrir hækkun lágmarkslauna. „Nei, þetta er heldur ólíklegt,“ segir Ragnar svo í lok senunnar. „Líklegra er að þegar stjórnin springur sirka næsta vor, þá verði hver einasti Engeyingur, frændi hans og hundur, kominn á nýjan Porche Cheyenne. Kjósum alvöru leiðtoga. Kjósum motherfucking Katrínu“.Uppfært klukkan 13:19 Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að formennirnir hefðu skálað í freyðivíni. Það voru hins vegar aðrir fulltrúar flokkanna sem komu að stjórnarmyndunarviðræðum. Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Margir netverjar skemmta sér nú konunglega yfir kosningamyndbandi VG sem þykir heldur neyðarlegt fyrir flokkinn, svo vægt sé til orða tekið. Í gærkvöldi greindi RÚV frá því að fulltrúar flokkanna, aðrir en formennirnir, hefðu skálað fyrir vel unnum störfum í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu að lokinni þeirra vinnu í stjórnarmyndunarviðræðum. Ýmsir á Facebook hafa lagt það til, í ljósi þeirra fregna, að vert sé að kalla væntanlega ríkisstjórn Kampavíns- eða Freyðivínsstjórnina. Ragnar Kjartansson listamaður, sem stundum hefur kallað sig Rassa prump, hefur verið einn helsti stuðningsmaður Vinstri grænna lengi og hefur látið til sín taka í kosningabaráttu flokksins.Hann hefur gert nokkur myndbönd, meðal annarra umrætt myndband sem birtist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar er látið sem myndbandið sé á vegum Skrímsladeildarinnar, en svo er kölluð og höfð um hóp afar flokkshollra Sjálfstæðismanna sem einatt ganga afar hart fram í kosningabaráttu. Myndbandið er tekið í stjórnarráðshúsinu við Tjarnargötu og þar er hópur galaklæddra gesta í veislu, skála í kampavíni; meðal annars fyrir hækkun lágmarkslauna. „Nei, þetta er heldur ólíklegt,“ segir Ragnar svo í lok senunnar. „Líklegra er að þegar stjórnin springur sirka næsta vor, þá verði hver einasti Engeyingur, frændi hans og hundur, kominn á nýjan Porche Cheyenne. Kjósum alvöru leiðtoga. Kjósum motherfucking Katrínu“.Uppfært klukkan 13:19 Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að formennirnir hefðu skálað í freyðivíni. Það voru hins vegar aðrir fulltrúar flokkanna sem komu að stjórnarmyndunarviðræðum.
Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira