„Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2017 10:00 Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Getty Margar íslenskar knattspyrnukonur hafa spilað í sænsku deildinni á síðustu árum en nú hefur leikmaður úr deildinni stigið fram og sagt frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á bak við tjöldin. Mikill fjöldi kvenna hefur stigið fram á síðustu vikum og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í sínu lífi en ekki sagt frá fyrr en nú. Þær hafa skrifað pistla og færslur undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Það dylst engum að kynferðisofbeldi er umfangsmikið samfélagsvandamál og íþróttirnar eru engin undantekning. Í nær öllum tilfellum er um að ræða kynferðislegt áreiti sem konur hafa orðið fyrir frá karlmanni en það er þó ekki algilt. Sænsk knattspyrnukona hefur þannig stigið fram og sagt sína sögu og upplifun af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja.Draumur sem varð að martröð Expressen birtir viðtal við leikmanninn en það kemur ekki fram hver þetta er heldur aðeins að hún hafi spilað í sænsku úrvalsdeildinni.”EN MARDRÖM”. Ex-allsvenska spelaren berättar – blev sexuellt utnyttjad av lagkamrat: ”Hon klädde av mig och hade sex med mig” https://t.co/ghn1hQN1N6pic.twitter.com/gqogKETNHQ — Expressen (@Expressen) November 27, 2017 „Draumur minn um að spila í sænsku úrvalsdeildinni varð að martröð,“ sagði Emma eins og blaðamaður Expressen kallar hana. Það kemur aðeins fram að hún hafi spilað í sænsku deildinni og að hún komi frá suðurhluta Svíþjóðar. Emma segir að hún hafi vitað að hún væri hrifin af konum þegar hún kom upp í aðalliðið og að það hafi verið spennandi að umgangast fullorðnar konur sem vissu það.„Flottur rass“ Emma heyrði einhverja segja „flottur rass“ og hún varð var við það að liðsfélagar horfðu á hana. Liðsfélagar hennar reyndu líka að hella hana fulla í partíum og nudduðu sér upp við hana. Í eitt skiptið kyssti liðsfélagi hennar hana á hálsinn. Þetta var hins vegar aðeins byrjunin og hún segir næst frá því sem gerðist í leik. Emma segir frá því að hún hafi stundað kynlíf með mótherja eftir leik en hún var þá ungur leikmaður og hin stjörnuleikmaður. „Hún greip um rassinn á mér í hornspyrnu í miðjum leik og sagði: Þú ert mín eftir leikinn. Síðan stóð hún og beið eftir mér þegar ég var búin í sturtu. Það var enginn sem gerði athugasemd við það. Ég elti hana inn í búningsklefann og við stunduðum kynlíf. Ég var bara í sjokki. Hún var búin að vera átrúnaðargoð hjá mér af því að hún var búin að vera góð svo lengi. Á sama tíma var eins og hún hefði valið mig,“ segir Emma.Vísir/GettyEnginn af liðsfélögunum sagði neitt Emma furðar sig á því af hverju enginn leikmaður hafi skipt sér af þessu eins og þetta væri bara venjan. Það gerði engin athugasemd við það sem gerðist og enginn spurði hana hvernig henni leið. Emma segir líka frá því þegar eldri liðsfélagi sem hún var hrifin af, hefði laumað einhverju í drykkinn hennar, klætt hana síðan úr og nauðgað henni. Emma rifjar þetta upp grátandi. Henni leið mjög illa á eftir en hún hafi í raun ekki áttað sig á að þetta hafi verið kynferðisofbeldi fyrr en að hún ræddi við sálfræðing.Sálfræðingurinn hjálpaði henni að átta sig á þessu „Sálfræðingurinn sagði að ég hefði verið fórnarlamb kynferðisofbeldis. Það var fyrst þá sem ég áttaði mig almennilega á því sem hafði gerst. „Hvort sem að ég vildi þetta eða ekki þá var ég undir lögaldri í sumum tilfellum og barn í þeim öllum,“ sagði Emma en það má lesa allt viðtalið við hana hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Margar íslenskar knattspyrnukonur hafa spilað í sænsku deildinni á síðustu árum en nú hefur leikmaður úr deildinni stigið fram og sagt frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á bak við tjöldin. Mikill fjöldi kvenna hefur stigið fram á síðustu vikum og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í sínu lífi en ekki sagt frá fyrr en nú. Þær hafa skrifað pistla og færslur undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Það dylst engum að kynferðisofbeldi er umfangsmikið samfélagsvandamál og íþróttirnar eru engin undantekning. Í nær öllum tilfellum er um að ræða kynferðislegt áreiti sem konur hafa orðið fyrir frá karlmanni en það er þó ekki algilt. Sænsk knattspyrnukona hefur þannig stigið fram og sagt sína sögu og upplifun af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja.Draumur sem varð að martröð Expressen birtir viðtal við leikmanninn en það kemur ekki fram hver þetta er heldur aðeins að hún hafi spilað í sænsku úrvalsdeildinni.”EN MARDRÖM”. Ex-allsvenska spelaren berättar – blev sexuellt utnyttjad av lagkamrat: ”Hon klädde av mig och hade sex med mig” https://t.co/ghn1hQN1N6pic.twitter.com/gqogKETNHQ — Expressen (@Expressen) November 27, 2017 „Draumur minn um að spila í sænsku úrvalsdeildinni varð að martröð,“ sagði Emma eins og blaðamaður Expressen kallar hana. Það kemur aðeins fram að hún hafi spilað í sænsku deildinni og að hún komi frá suðurhluta Svíþjóðar. Emma segir að hún hafi vitað að hún væri hrifin af konum þegar hún kom upp í aðalliðið og að það hafi verið spennandi að umgangast fullorðnar konur sem vissu það.„Flottur rass“ Emma heyrði einhverja segja „flottur rass“ og hún varð var við það að liðsfélagar horfðu á hana. Liðsfélagar hennar reyndu líka að hella hana fulla í partíum og nudduðu sér upp við hana. Í eitt skiptið kyssti liðsfélagi hennar hana á hálsinn. Þetta var hins vegar aðeins byrjunin og hún segir næst frá því sem gerðist í leik. Emma segir frá því að hún hafi stundað kynlíf með mótherja eftir leik en hún var þá ungur leikmaður og hin stjörnuleikmaður. „Hún greip um rassinn á mér í hornspyrnu í miðjum leik og sagði: Þú ert mín eftir leikinn. Síðan stóð hún og beið eftir mér þegar ég var búin í sturtu. Það var enginn sem gerði athugasemd við það. Ég elti hana inn í búningsklefann og við stunduðum kynlíf. Ég var bara í sjokki. Hún var búin að vera átrúnaðargoð hjá mér af því að hún var búin að vera góð svo lengi. Á sama tíma var eins og hún hefði valið mig,“ segir Emma.Vísir/GettyEnginn af liðsfélögunum sagði neitt Emma furðar sig á því af hverju enginn leikmaður hafi skipt sér af þessu eins og þetta væri bara venjan. Það gerði engin athugasemd við það sem gerðist og enginn spurði hana hvernig henni leið. Emma segir líka frá því þegar eldri liðsfélagi sem hún var hrifin af, hefði laumað einhverju í drykkinn hennar, klætt hana síðan úr og nauðgað henni. Emma rifjar þetta upp grátandi. Henni leið mjög illa á eftir en hún hafi í raun ekki áttað sig á að þetta hafi verið kynferðisofbeldi fyrr en að hún ræddi við sálfræðing.Sálfræðingurinn hjálpaði henni að átta sig á þessu „Sálfræðingurinn sagði að ég hefði verið fórnarlamb kynferðisofbeldis. Það var fyrst þá sem ég áttaði mig almennilega á því sem hafði gerst. „Hvort sem að ég vildi þetta eða ekki þá var ég undir lögaldri í sumum tilfellum og barn í þeim öllum,“ sagði Emma en það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira