„Auðvitað hjálpar að hafa fjölskylduna hér tila ð styðja mig, konan mín er hér þessa helgi. Ég er afar ánægður með þetta. Bíllinn var mjög góður. Það er bara markmiðið núna að snúa ráspólnum upp í sigur á morgun. Ég var afar svekktur með að ná ekki að vinna í Brasilíu í síðustu keppni. Ég ætla ekki að klúðra því aftur,“ sagði Bottas.
„Valtteri átti ótrúlegan tímatöku, ég vil byrja á að óska honum til hamingju. Þetta var skemmtilegt, ég virðist þó vera að missa hraða í tímatökunum undanfarið. Það eru svona litlir hlutir hér og þar sem kostuðu mig ráspól,“ sagði Lewis Hamilton sem varð annar á Mercedes.
„Þetta var ágætis tímataka, auðvitað er svekkjandi að komast ekki nær Mercedes en þetta. Við ættum að vera betri hér á morgun í keppninni,“ sagði Sebastian Vettel sem varð þriðji á Ferrari.
„Við þurftum aðeins að vinna í bílnum í tímatökunni. Við vorum bara að ræða málin og komast að niðurstöðu. Það er gott að sjá að það tókst. Ég held að það sé klárt tækifæri á verðlaunasæti hér á morgun. Það er svo spurning hvernig keppnin þróast,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði á Red Bull.

„Ég hefði ekki getað gert meira í dag. Ég skil ekki alveg hvernig ég komst í þriðju lotuna Ég var gjörsamlega á mörkunum. Það er svoleiðis sem ég vildi alltaf hætta í Formúlu 1, með höfuðið hátt og í baráttunni. Ég vil fyrst og fremst hafa gaman á morgun. Ég mun ekki spara neitt, ég hef engu að tapa,“ sagði Felipe Masssa sem varð tíundi á Williams í sinni síðustu tímatöku í Formúlu 1.
„Ég hafði hraðan til að verða sjöundi. Ég er ekki kátur, sem betur fer er þetta bara tímatakan. Kannski get ég náð góðri ræsingu á morgun og bætt stöðu mína. Ég mun ekkert básúna hér af hverju ég er ósáttur, en það hafði ekkert með bílinn að gera,“ sagði Esteban Ocon sem varð níundi á Force India bílnum.
„Ég er nokkuð sáttur með þetta. Ég lenti í smá vandræðum með Nico Hulkenberg á einum tímapunkti. Það var svo ,“ sagði Sergio Perez sem varð áttundi á Force India.