Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 23:38 Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir. vísir/getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggst heyja „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðislegu ofbeldi. Hann mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. Þegar Macron var kjörinn forseti í maí síðastliðnum þá lofaði flokkur hans að endurhugsa kynjapólitík og kynjajafnrétti en franskir femínistar hafa bent á að áætlun Macron verði að fela í sér aukið fjármagn til góðgerðarsamtaka sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis. Þá þurfi einnig að gera átak í því að þjálfa lögreglumenn í öllu því sem viðkemur kynferðisofbeldi. Macron mun flytja ræðu á morgun þar sem hann mun kynna átakið en 25. nóvember er alþjóðlegur baráttdagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þá mun franska ríkisstjórnin jafnframt kynna sjónvarps-og samfélagsmiðlaherferð gegn kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Markmiðið er að breyta hegðun og viðhorfum á sama hátt og gert hefur verið í sambærilegum samfélagslegum herferðum í Frakklandi, til dæmis hvað varðar ölvunarakstur. Þá verður lagt fram frumvarp á þingi á næsta ári þar sem lagt verður til að setja inn nýtt ákvæði varðandi áreitni á götum úti. Einnig er stefnt að því að refsingar fyrir að nauðga börnum og misnota þau á annan kynferðislegan hátt verði hertar. „Þetta snýst um hertar refsingar en þetta snýst líka um að takast á við rót vandans í samfélaginu sem eru yfirráð karla yfir konum. Við þurfum að brjóta niður staðalímyndir, þetta er barátta við menningu okkar,“ segir talsmaður frönsku ríkisstjórnar. Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Frakkland MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggst heyja „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðislegu ofbeldi. Hann mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. Þegar Macron var kjörinn forseti í maí síðastliðnum þá lofaði flokkur hans að endurhugsa kynjapólitík og kynjajafnrétti en franskir femínistar hafa bent á að áætlun Macron verði að fela í sér aukið fjármagn til góðgerðarsamtaka sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis. Þá þurfi einnig að gera átak í því að þjálfa lögreglumenn í öllu því sem viðkemur kynferðisofbeldi. Macron mun flytja ræðu á morgun þar sem hann mun kynna átakið en 25. nóvember er alþjóðlegur baráttdagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þá mun franska ríkisstjórnin jafnframt kynna sjónvarps-og samfélagsmiðlaherferð gegn kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Markmiðið er að breyta hegðun og viðhorfum á sama hátt og gert hefur verið í sambærilegum samfélagslegum herferðum í Frakklandi, til dæmis hvað varðar ölvunarakstur. Þá verður lagt fram frumvarp á þingi á næsta ári þar sem lagt verður til að setja inn nýtt ákvæði varðandi áreitni á götum úti. Einnig er stefnt að því að refsingar fyrir að nauðga börnum og misnota þau á annan kynferðislegan hátt verði hertar. „Þetta snýst um hertar refsingar en þetta snýst líka um að takast á við rót vandans í samfélaginu sem eru yfirráð karla yfir konum. Við þurfum að brjóta niður staðalímyndir, þetta er barátta við menningu okkar,“ segir talsmaður frönsku ríkisstjórnar. Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir.
Frakkland MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira