Knáar í kúluvarpinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 10:15 Þær Stefanía, Andrea Maya og Inga Sólveig stefna allar langt í frjálsum íþróttum. Mynd/Frjálsíþróttaráð Ungmennasambands Skagafjarðar Skagfirsku stelpurnar Andrea Maya Chirikadzi, Inga Sólveig Sigurðardóttir og Stefanía Hermannsdóttir komu allar verðlaunaðar heim af Silfurleikum ÍR, sem á sjötta hundrað barna og unglinga tók nýlega þátt í. Sérstaka athygli vakti árangur þeirra í kúluvarpi. Þar var Andrea Maya í 1. sæti, Stefanía í 3. og Inga Sólveig í 5. hún var líka í 3. sæti í 60 m grindahlaupi. Stelpurnar eru allar 14 ára nemendur í Árskóla á Sauðárkróki og þakka þennan góða árangur þjálfaranum Arnari, æfingunum og hvatningu foreldra. Hvað er mikilvægast til að verða góður í kúluvarpi? Andrea Maya: Mikilvægast er að hafa trú á sér, gefast ekki upp og hafa tæknina á hreinu. Inga Sólveig: Tæknin og að vera sterkur í handleggjunum. Stefanía: Að æfa tækni og styrk. Andrea Maya hefur æft kúluvarpið í fjögur ár, Stefanía þrjú til fjögur og Inga Sólveig eitt. Hversu oft æfið þið í viku?Andrea Maya: Ég æfi frjálsar fimm daga í viku. Inga Sólveig: Alla virka daga vikurnar. Stefanía: Ég æfi frjálsar þrisvar til fjórum sinnum í viku. Allar æfa stelpurnar fleiri greinar frjálsra íþrótta en kúluvarp. Andrea til dæmis spjótkast, spretthlaup, hástökk og langstökk, Inga Sólveig grindahlaup og Stefanía spjótkast, spretthlaup, langstökk og er að byrja að æfa kringlukast. Ætlið þið að ná langt? Andrea Maya: Ég stefni á Ólympíuleikana. Inga Sólveig: Ég ætla mér langt í frjálsum. Stefanía: Já, helst, ég stefni á EM og lengra. Þær gerðu fleira skemmtilegt þegar þær komu suður en að skora hátt á Silfurmótinu, til dæmis að versla, fara í bíó og út að borða. En hvað langar ykkur að verða í framtíðinni? Andrea Maya: Mig langar að vinna sem leikari, listamaður eða arkitekt. Inga Sólveig: Mig langar að verða sjúkraþjálfari. Stefanía: Vinna eitthvað við íþróttir. Kannski sjúkraþjálfari, en annars er ég ekki viss. Krakkar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira
Skagfirsku stelpurnar Andrea Maya Chirikadzi, Inga Sólveig Sigurðardóttir og Stefanía Hermannsdóttir komu allar verðlaunaðar heim af Silfurleikum ÍR, sem á sjötta hundrað barna og unglinga tók nýlega þátt í. Sérstaka athygli vakti árangur þeirra í kúluvarpi. Þar var Andrea Maya í 1. sæti, Stefanía í 3. og Inga Sólveig í 5. hún var líka í 3. sæti í 60 m grindahlaupi. Stelpurnar eru allar 14 ára nemendur í Árskóla á Sauðárkróki og þakka þennan góða árangur þjálfaranum Arnari, æfingunum og hvatningu foreldra. Hvað er mikilvægast til að verða góður í kúluvarpi? Andrea Maya: Mikilvægast er að hafa trú á sér, gefast ekki upp og hafa tæknina á hreinu. Inga Sólveig: Tæknin og að vera sterkur í handleggjunum. Stefanía: Að æfa tækni og styrk. Andrea Maya hefur æft kúluvarpið í fjögur ár, Stefanía þrjú til fjögur og Inga Sólveig eitt. Hversu oft æfið þið í viku?Andrea Maya: Ég æfi frjálsar fimm daga í viku. Inga Sólveig: Alla virka daga vikurnar. Stefanía: Ég æfi frjálsar þrisvar til fjórum sinnum í viku. Allar æfa stelpurnar fleiri greinar frjálsra íþrótta en kúluvarp. Andrea til dæmis spjótkast, spretthlaup, hástökk og langstökk, Inga Sólveig grindahlaup og Stefanía spjótkast, spretthlaup, langstökk og er að byrja að æfa kringlukast. Ætlið þið að ná langt? Andrea Maya: Ég stefni á Ólympíuleikana. Inga Sólveig: Ég ætla mér langt í frjálsum. Stefanía: Já, helst, ég stefni á EM og lengra. Þær gerðu fleira skemmtilegt þegar þær komu suður en að skora hátt á Silfurmótinu, til dæmis að versla, fara í bíó og út að borða. En hvað langar ykkur að verða í framtíðinni? Andrea Maya: Mig langar að vinna sem leikari, listamaður eða arkitekt. Inga Sólveig: Mig langar að verða sjúkraþjálfari. Stefanía: Vinna eitthvað við íþróttir. Kannski sjúkraþjálfari, en annars er ég ekki viss.
Krakkar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira