Ofbeldi á skólalóð Óttar Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Fyrir einhverjum vikum veittust nokkrir unglingspiltar (15-16 ára) að einum 14 ára á skólalóð. Þeir hrintu honum í jörðina svo að hann nefbrotnaði. Einn úr hópnum sparkaði í hann liggjandi með miklum formælingum á ensku og íslensku. „Haltu motherfucking kjafti!“ öskraði forsprakkinn og rétti fót sinn að andliti hins. „Sleiktu fucking skóna mína,“ æpti hann titrandi röddu. Annar bættist við og og ýtti fætinum að höfði hins liggjandi. Eftir einhver átök tókst þolandanum að standa á fætur og forða sér. Ég sá nokkur myndbönd af þessum atburði sem hafa gengið ljósum logum í netheimum. Hópur unglinga var áhorfandi að þessu ofbeldi án þess að nokkur gerði tilraun til að hjálpa drengnum. Þeir virtust allir hafa meiri áhuga á því að taka mynd af atburðunum á símana sína heldur en að skakka leikinn. Myndböndunum var síðan dreift á netinu eins og ekkert væri sjálfsagðara. Firring og afskiptaleysi haldast í hendur. Foringinn hagar sér eins og ofurhetja í lélegri amerískri mynd. Honum virðist standa á sama þótt framferði hans sé opinberað á netinu. Vitnin að ofbeldinu fylgjast með atburðarásinni á skjánum án hluttekningar eins og hverju öðru ofbeldismyndbandi. Er þetta virkilega tímanna tákn? Er lífið smám saman að breytast í sýndarveruleika þar sem enginn greinarmunur er gerður á leik og alvöru? Þolandinn er bæði barinn og síðan smánaður opinberlega þegar árásinni er dreift út á netið. Hafði enginn viðstaddra neina tilfinningu fyrir þjáningum hans og einmanaleika? Er ofbeldi og einelti á skólalóðinni í heimi þessara unglinga bara eins og hvert annað snapptjatt sem kemur og fer? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Fyrir einhverjum vikum veittust nokkrir unglingspiltar (15-16 ára) að einum 14 ára á skólalóð. Þeir hrintu honum í jörðina svo að hann nefbrotnaði. Einn úr hópnum sparkaði í hann liggjandi með miklum formælingum á ensku og íslensku. „Haltu motherfucking kjafti!“ öskraði forsprakkinn og rétti fót sinn að andliti hins. „Sleiktu fucking skóna mína,“ æpti hann titrandi röddu. Annar bættist við og og ýtti fætinum að höfði hins liggjandi. Eftir einhver átök tókst þolandanum að standa á fætur og forða sér. Ég sá nokkur myndbönd af þessum atburði sem hafa gengið ljósum logum í netheimum. Hópur unglinga var áhorfandi að þessu ofbeldi án þess að nokkur gerði tilraun til að hjálpa drengnum. Þeir virtust allir hafa meiri áhuga á því að taka mynd af atburðunum á símana sína heldur en að skakka leikinn. Myndböndunum var síðan dreift á netinu eins og ekkert væri sjálfsagðara. Firring og afskiptaleysi haldast í hendur. Foringinn hagar sér eins og ofurhetja í lélegri amerískri mynd. Honum virðist standa á sama þótt framferði hans sé opinberað á netinu. Vitnin að ofbeldinu fylgjast með atburðarásinni á skjánum án hluttekningar eins og hverju öðru ofbeldismyndbandi. Er þetta virkilega tímanna tákn? Er lífið smám saman að breytast í sýndarveruleika þar sem enginn greinarmunur er gerður á leik og alvöru? Þolandinn er bæði barinn og síðan smánaður opinberlega þegar árásinni er dreift út á netið. Hafði enginn viðstaddra neina tilfinningu fyrir þjáningum hans og einmanaleika? Er ofbeldi og einelti á skólalóðinni í heimi þessara unglinga bara eins og hvert annað snapptjatt sem kemur og fer? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun