Störf Alþingis komin í mikla tímaþröng Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2017 12:45 Nýir þingmenn voru teknir í kennslustund um þingstörf á dögunum. Vísir/Eyþór Þingstörf eru að lenda í æ meiri tímaþröng eftir því sem stjórnarmyndun dregst á langinn. Ósennilegt að áform um að Alþingi komi saman þriðjudaginn 5. desember gangi eftir þar sem nokkur tími fer í að gera fjárlög úr garði eftir að stjórn hefur verið mynduð. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa nú staðið í um þrjár vikur. Stefnt hafði verið að því að ljúka þeim í lok þessarar viku en í gær sagði Katrín Jakobsdóttir að þeim muni ekki ljúka fyrr en um miðja næstu viku. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endann á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ sagði Katrín í gær. Ef stofnanir flokkanna sem samþykkja þurfa stjórnarsáttmála koma saman á miðvikudag og samþykkja allan sáttmálann þurfa flokkarnir síðan allir að boða til þingflokksfunda og eftir það kynna stjórnarsáttmálann opinberlega. Ný ríkisstjórn gæti því í fyrsta lagi tekið við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seint á fimmtudag eða snemma á föstudag í næstu viku. Það þýðir að aðeins ein helgi væri til að klára fjárlagagerðina og samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp í ríkisstjórn. Þaðan yrði það síðan að fara til þingflokka væntanlegra stjórnarflokka til afgreiðslu og síðan færi það í prentun. Þingsköp gera ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé lagt fram og kynnt í upphafi þings og miðað við þennan feril allan þyrfti fólk að hafa mjög hraðar hendur ef þing ætti að koma saman eftir ellefu daga, hinn 5. desember. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann reiknaði með að heyra frá formönnum flokkanna síðar í dag varðandi hugmyndir þeirra um þingstörfin. Hann muni síðan funda með formönnum allra þingflokka eftir helgina. Venjulega eru fjárlög afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi, en nú, annað árið í röð, stefnir í að frumvarpið verði afgreitt á innan við mánuði. Hinn 5. desember eru einungis þrjár vikur til jóla. Þá var gert samkomulag milli flokkanna við lok síðasta kjörtímabils í október, að frumvarp um persónulega notendatengda aðstoð, NPA, verði afgreitt fyrir áramót. Það er því ljóst að Alþingi er nú þegar komið í mikla tímaþröng. Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Þingstörf eru að lenda í æ meiri tímaþröng eftir því sem stjórnarmyndun dregst á langinn. Ósennilegt að áform um að Alþingi komi saman þriðjudaginn 5. desember gangi eftir þar sem nokkur tími fer í að gera fjárlög úr garði eftir að stjórn hefur verið mynduð. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa nú staðið í um þrjár vikur. Stefnt hafði verið að því að ljúka þeim í lok þessarar viku en í gær sagði Katrín Jakobsdóttir að þeim muni ekki ljúka fyrr en um miðja næstu viku. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endann á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ sagði Katrín í gær. Ef stofnanir flokkanna sem samþykkja þurfa stjórnarsáttmála koma saman á miðvikudag og samþykkja allan sáttmálann þurfa flokkarnir síðan allir að boða til þingflokksfunda og eftir það kynna stjórnarsáttmálann opinberlega. Ný ríkisstjórn gæti því í fyrsta lagi tekið við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seint á fimmtudag eða snemma á föstudag í næstu viku. Það þýðir að aðeins ein helgi væri til að klára fjárlagagerðina og samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp í ríkisstjórn. Þaðan yrði það síðan að fara til þingflokka væntanlegra stjórnarflokka til afgreiðslu og síðan færi það í prentun. Þingsköp gera ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé lagt fram og kynnt í upphafi þings og miðað við þennan feril allan þyrfti fólk að hafa mjög hraðar hendur ef þing ætti að koma saman eftir ellefu daga, hinn 5. desember. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann reiknaði með að heyra frá formönnum flokkanna síðar í dag varðandi hugmyndir þeirra um þingstörfin. Hann muni síðan funda með formönnum allra þingflokka eftir helgina. Venjulega eru fjárlög afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi, en nú, annað árið í röð, stefnir í að frumvarpið verði afgreitt á innan við mánuði. Hinn 5. desember eru einungis þrjár vikur til jóla. Þá var gert samkomulag milli flokkanna við lok síðasta kjörtímabils í október, að frumvarp um persónulega notendatengda aðstoð, NPA, verði afgreitt fyrir áramót. Það er því ljóst að Alþingi er nú þegar komið í mikla tímaþröng.
Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent