Munu fara með fólk í ferðalag aftur í tímann Guðný Hrönn skrifar 24. nóvember 2017 10:45 Björgvin Franz og Esther ætla að færa fólki jólaanda sjötta áratugarins. vísir/vilhelm Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir ætla að ferðast með fólk aftur í tímann á jólatónleikum sínum þann 7. desember. Bæði heillast þau mjög af jólastemningunni sem ríkti í Ameríku á sjötta og sjöunda áratugnum og ætla þau að færa gestum sínum þá stemningu beint í æð í Gaflaraleikhúsinu. „Þetta er í raun jólasöngskemmtun en ekki bara tónleikar þar sem sögusviðið er í kringum1954. Þegar maður sér þessi kósíjól, sem Dean Martin og allir þessir kappar héldu, þá sér maður að þetta var allt svo kósí og allir virkuðu svo hamingjusamir. Okkur langaði svo að búa þá stemningu til,“ segir Björgvin. Hann segir mikið lagt í alla umgjörð sýningarinnar þar sem leikmynd og búningar ná að fanga þennan anda„Fólki á að líða eins og það sé komið aftur í tímann. Vanalega væri fólk til dæmis beðið um að slökkva á farsímanum sínum fyrir svona skemmtun, en þar sem árið er 1954, þá er það algjör óþarfi.“ Persónur Björgvins og Estherar eru íslenskir tónlistarmenn sem hafa ferðast um Bandaríkin og skemmt ríka og fræga fólkinu, að eigin sögn. „Þetta er fólk sem er búið að vera að skemmta í Ameríku og kemur til Íslands til að færa alþýðunni „alvöru“ jól eins og þau kalla það. Þau eru svolítið yfirlætisfull, hann er drykkfelldur og hún meðvirk. En á yfirborðinu er voða mikil gleði og gaman,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvað það er sem heilli þau svona mikið við ameríska gamaldags jólastemningu segir Björgvin: „Bara það að horfa á þessi jól sem var verið að færa fram í bíómyndum þar sem allir voru í jólapeysum, með viskí, kakó og sykurpúða og sátu fyrir framan arineldinn á meðan snjóaði úti. Það var allt svo ótrúlega kósí.“ Björgvin tekur fram að þau óski sér að fólk nái að gleyma sér í jólaamstrinu á sýningu þeirra. Þess má geta að úrvalslið tónlistarmanna verður þeim til halds og trausts á tónleikunum og aðstoðar þau við að flytja öll bestu jólalög sjötta og sjöunda áratugarins undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Tónlist Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir ætla að ferðast með fólk aftur í tímann á jólatónleikum sínum þann 7. desember. Bæði heillast þau mjög af jólastemningunni sem ríkti í Ameríku á sjötta og sjöunda áratugnum og ætla þau að færa gestum sínum þá stemningu beint í æð í Gaflaraleikhúsinu. „Þetta er í raun jólasöngskemmtun en ekki bara tónleikar þar sem sögusviðið er í kringum1954. Þegar maður sér þessi kósíjól, sem Dean Martin og allir þessir kappar héldu, þá sér maður að þetta var allt svo kósí og allir virkuðu svo hamingjusamir. Okkur langaði svo að búa þá stemningu til,“ segir Björgvin. Hann segir mikið lagt í alla umgjörð sýningarinnar þar sem leikmynd og búningar ná að fanga þennan anda„Fólki á að líða eins og það sé komið aftur í tímann. Vanalega væri fólk til dæmis beðið um að slökkva á farsímanum sínum fyrir svona skemmtun, en þar sem árið er 1954, þá er það algjör óþarfi.“ Persónur Björgvins og Estherar eru íslenskir tónlistarmenn sem hafa ferðast um Bandaríkin og skemmt ríka og fræga fólkinu, að eigin sögn. „Þetta er fólk sem er búið að vera að skemmta í Ameríku og kemur til Íslands til að færa alþýðunni „alvöru“ jól eins og þau kalla það. Þau eru svolítið yfirlætisfull, hann er drykkfelldur og hún meðvirk. En á yfirborðinu er voða mikil gleði og gaman,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvað það er sem heilli þau svona mikið við ameríska gamaldags jólastemningu segir Björgvin: „Bara það að horfa á þessi jól sem var verið að færa fram í bíómyndum þar sem allir voru í jólapeysum, með viskí, kakó og sykurpúða og sátu fyrir framan arineldinn á meðan snjóaði úti. Það var allt svo ótrúlega kósí.“ Björgvin tekur fram að þau óski sér að fólk nái að gleyma sér í jólaamstrinu á sýningu þeirra. Þess má geta að úrvalslið tónlistarmanna verður þeim til halds og trausts á tónleikunum og aðstoðar þau við að flytja öll bestu jólalög sjötta og sjöunda áratugarins undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Tónlist Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira