Fagnaði milljónum farfugla með upplestri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 10:45 Arthúr Björgvin býr í Þýskalandi en kemur oft til Íslands og fylgist vel með þjóðlífi beggja landanna. Vísir/Stefán Þjóðverjar hafa gamalgróinn áhuga á Íslandi, bæði náttúrunni og menningunni að fornu og nýju. Þeir eru ötulustu lesendur íslenskra nútímabókmennta, að minnsta kosti utan Norðurlandanna,“ segir Arthúr Björgvin Bollason rithöfundur með meiru. „Ég held að engin önnur þjóð í heiminum fylgist jafn vel með því sem er að gerast í íslenskum samtímabókmenntum og Þjóðverjar. Það sýndi sig á stóru bókastefnunni í Frankfurt 2011, þegar við vorum í heiðurssæti, þar kom gríðarlegur áhugi heimamanna fram. Þeir mættu allt að sjö hundruð saman á upplestra hjá Íslendingum. Það er einhver besta kynning sem Ísland hefur fengið fyrr og síðar.“ Sjálfur leggur Arthúr Björgvin sitt af mörkum til bókmenntanna. Nú hefur hann skrifað 430 síðna bók um Ísland sem hefur fengið góðar umsagnir í víðlesnum blöðum í Þýskalandi, svo sem Die Welt, Süddeutsche Zeitung og Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung. Bókin heitir einfaldlega Das Island-Lesebuch og höfundurinn segir hana seljast þokkalega. „Hún er auðvitað frekar dýr þessi bók, enda mikill doðrantur. Ekki ætluð fyrir túrista beinlínis, það eru engar lýsingar á gönguleiðum eða slíku heldur er hún nokkurs konar portrett af landi og þjóð og krydduð með innskotum úr sagnabrunni Íslendinga.“ Arthúr Björgvin skrifaði bókina á þýsku og segir það vekja athygli ytra. „Mér er sagt að ég sé fyrsti Íslendingurinn sem skrifar bækur fyrir almenning á þýsku, fyrir utan Nonna sem skrifaði vinsælar barnabækur á sínum tíma. Það hjálpar bókinni minni að Þjóðverjum þykir ægilega gaman að einhver útlendingur hafi lært málið þeirra svona vel. Því hefur verið slegið upp úti.“ Hann kveðst víða vera beðinn að lesa upp. „Ég hef verið á töluverðu randi milli borga Þýskalands með bókina og held því áfram langt fram á næsta ár, er bókaður allt fram í október 2018. Las nýlega upp í bæ við Norðursjó, þar er árlega haldin hátíð til að fagna milljónum farfugla sem staldra þar við á leið sinni úr norðrinu til heitari landa. Ég las kaflann um farfuglana á opnunarhátíðinni, meðal annars um þeirra hlut í ævintýrum og þjóðsögum á Íslandi. Í febrúar ætla ég að lesa upp fyrir 300 manns í kaþólsku akademíunni í Hamborg. Það er ítarlegur kafli í bókinni minni um Jón Arason, síðasta kaþólska biskupinn, og siðbreytinguna. Um daginn las ég upp á herrasetri fyrir fullu húsi þar sem íslensk tónlist kom við sögu og íslensk myndlist. Ég er búinn að vera á mörgum hátíðum, í sendiráðum og á bókamessum,“ segir Arthúr Björgvin. Hann segir MANA forlagið hafa gefið út bækur um nokkur lönd í svipuðu broti og hans, þar á meðal Ástralíu, Nýja-Sjáland og Kanada. „Það eru álíka miklar bækur og fjalla um allar hliðar mannlífsins í viðkomandi löndum. Ég hafði því ákveðið viðmið en að öðru leyti frjálsar hendur um hvernig ég fyllti út í þetta form.“ Ekkert farið eftir stærð landa eða mannfjölda þjóðanna? „Nei, Íslandsbókin er stærri en Ástralíubókin og hún spannar tímabilið frá landnámi til okkar daga. Það er kafli um hrunið og einn nær alveg til ríkisstjórnarmyndunar Bjarna Benediktssonar í fyrra. Í íþróttakaflanum segi ég frá íslenskum kempum Íslandssögunnar aftur til Jóhannesar á Borg sem fór á Ólympíuleikana 1908. Ég uppfæri þann kafla þegar næsta útgáfa kemur og segi þar frá landsliðunum okkar sem keppa við stórþjóðir á heimsmeistaramótum.“ Nú var Arthúr Björgvin að ljúka ferð um Ísland með ritstýru Der Tagesspiegel, stærsta dagblaðs Berlínar. Kveðst hafa verið í fjórtán ár kynningarfulltrúi fyrir Icelandair í Þýskalandi og fjölmiðlatengill í hlutastarfi. „Eitt af mínum aðalhlutverkum er að koma hingað með fjölmiðlafólk. Ég hef verið viðriðinn milli 15 og 20 sjónvarpsmyndir um Ísland. Það sem einna mest heillar Þjóðverja í vetrarferðum hingað eru norðurljósin, heitu laugarnar og maturinn.“ Hann kveðst skipta sér dálítið milli landanna. „Fjölskyldan bjó í Þýskalandi í tæp 10 ár, svo komum við heim og leyfðum krökkunum að verða Íslendingar. Þau áttu bernskuna úti, kynntust svo heimalandinu og eru sátt við það líka, kunna að meta það besta úr báðum heimum.“ Bókmenntir Menning Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þjóðverjar hafa gamalgróinn áhuga á Íslandi, bæði náttúrunni og menningunni að fornu og nýju. Þeir eru ötulustu lesendur íslenskra nútímabókmennta, að minnsta kosti utan Norðurlandanna,“ segir Arthúr Björgvin Bollason rithöfundur með meiru. „Ég held að engin önnur þjóð í heiminum fylgist jafn vel með því sem er að gerast í íslenskum samtímabókmenntum og Þjóðverjar. Það sýndi sig á stóru bókastefnunni í Frankfurt 2011, þegar við vorum í heiðurssæti, þar kom gríðarlegur áhugi heimamanna fram. Þeir mættu allt að sjö hundruð saman á upplestra hjá Íslendingum. Það er einhver besta kynning sem Ísland hefur fengið fyrr og síðar.“ Sjálfur leggur Arthúr Björgvin sitt af mörkum til bókmenntanna. Nú hefur hann skrifað 430 síðna bók um Ísland sem hefur fengið góðar umsagnir í víðlesnum blöðum í Þýskalandi, svo sem Die Welt, Süddeutsche Zeitung og Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung. Bókin heitir einfaldlega Das Island-Lesebuch og höfundurinn segir hana seljast þokkalega. „Hún er auðvitað frekar dýr þessi bók, enda mikill doðrantur. Ekki ætluð fyrir túrista beinlínis, það eru engar lýsingar á gönguleiðum eða slíku heldur er hún nokkurs konar portrett af landi og þjóð og krydduð með innskotum úr sagnabrunni Íslendinga.“ Arthúr Björgvin skrifaði bókina á þýsku og segir það vekja athygli ytra. „Mér er sagt að ég sé fyrsti Íslendingurinn sem skrifar bækur fyrir almenning á þýsku, fyrir utan Nonna sem skrifaði vinsælar barnabækur á sínum tíma. Það hjálpar bókinni minni að Þjóðverjum þykir ægilega gaman að einhver útlendingur hafi lært málið þeirra svona vel. Því hefur verið slegið upp úti.“ Hann kveðst víða vera beðinn að lesa upp. „Ég hef verið á töluverðu randi milli borga Þýskalands með bókina og held því áfram langt fram á næsta ár, er bókaður allt fram í október 2018. Las nýlega upp í bæ við Norðursjó, þar er árlega haldin hátíð til að fagna milljónum farfugla sem staldra þar við á leið sinni úr norðrinu til heitari landa. Ég las kaflann um farfuglana á opnunarhátíðinni, meðal annars um þeirra hlut í ævintýrum og þjóðsögum á Íslandi. Í febrúar ætla ég að lesa upp fyrir 300 manns í kaþólsku akademíunni í Hamborg. Það er ítarlegur kafli í bókinni minni um Jón Arason, síðasta kaþólska biskupinn, og siðbreytinguna. Um daginn las ég upp á herrasetri fyrir fullu húsi þar sem íslensk tónlist kom við sögu og íslensk myndlist. Ég er búinn að vera á mörgum hátíðum, í sendiráðum og á bókamessum,“ segir Arthúr Björgvin. Hann segir MANA forlagið hafa gefið út bækur um nokkur lönd í svipuðu broti og hans, þar á meðal Ástralíu, Nýja-Sjáland og Kanada. „Það eru álíka miklar bækur og fjalla um allar hliðar mannlífsins í viðkomandi löndum. Ég hafði því ákveðið viðmið en að öðru leyti frjálsar hendur um hvernig ég fyllti út í þetta form.“ Ekkert farið eftir stærð landa eða mannfjölda þjóðanna? „Nei, Íslandsbókin er stærri en Ástralíubókin og hún spannar tímabilið frá landnámi til okkar daga. Það er kafli um hrunið og einn nær alveg til ríkisstjórnarmyndunar Bjarna Benediktssonar í fyrra. Í íþróttakaflanum segi ég frá íslenskum kempum Íslandssögunnar aftur til Jóhannesar á Borg sem fór á Ólympíuleikana 1908. Ég uppfæri þann kafla þegar næsta útgáfa kemur og segi þar frá landsliðunum okkar sem keppa við stórþjóðir á heimsmeistaramótum.“ Nú var Arthúr Björgvin að ljúka ferð um Ísland með ritstýru Der Tagesspiegel, stærsta dagblaðs Berlínar. Kveðst hafa verið í fjórtán ár kynningarfulltrúi fyrir Icelandair í Þýskalandi og fjölmiðlatengill í hlutastarfi. „Eitt af mínum aðalhlutverkum er að koma hingað með fjölmiðlafólk. Ég hef verið viðriðinn milli 15 og 20 sjónvarpsmyndir um Ísland. Það sem einna mest heillar Þjóðverja í vetrarferðum hingað eru norðurljósin, heitu laugarnar og maturinn.“ Hann kveðst skipta sér dálítið milli landanna. „Fjölskyldan bjó í Þýskalandi í tæp 10 ár, svo komum við heim og leyfðum krökkunum að verða Íslendingar. Þau áttu bernskuna úti, kynntust svo heimalandinu og eru sátt við það líka, kunna að meta það besta úr báðum heimum.“
Bókmenntir Menning Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira