Viljum við börnum ekki betur? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Dæmdur kynferðisbrotamaður sætir gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð brot gegn börnum. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segir að háttsemin lúti að grófum og ítrekuðum kynferðisbrotum sem spanna yfir langt tímabil og „sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem [maðurinn] virðist ekki hafa stjórn á“. Árið 2012 fullgilti Ísland bindandi Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðisofbeldi, Lanzarote-samninginn. Samkvæmt honum eru stjórnvöld skuldbundin til að tryggja að einstaklingar sem óttast að þeir kunni að brjóta gegn börnum kynferðislega hafi aðgang að sálfræðingum og geðlæknum með það að markmiði að koma í veg fyrir slík brot. Í samningnum er jafnframt lögð áhersla á að áhættumat sé gert og meðferð veitt á meðan dæmdir kynferðisbrotamenn afplána dóma sína. Hjá Fangelsismálastofnun starfa fjórir sálfræðingar í þremur stöðugildum og sinna sex hundruð skjólstæðingum, þ.e. föngum, fólki sem gegnir samfélagsþjónustu eða er á reynslulausn. Engir geðlæknar starfa í fangelsum landsins, engar meðferðir eru fyrir fanga sem haldnir eru barnagirnd og engin betrunarstefna er rekin. Afstaða hefur ítrekað bent á að á meðan ástandið er með þessum hætti séu litlar líkur á því að þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð komi út betri menn. Fyrir nokkrum árum ákváðu stjórnvöld að fella niður tímabundið fjármagn til Fangelsismálastofnunar sem notað var til þess að halda úti forvarnaaðgerðum vegna kynferðisbrota gegn börnum. Fangar með barnagirnd fá í dag enga meðferð og á meðan svo er munu þeir eflaust halda áfram að sýna ákveðin hegðunarmynstur eða kenndir sem þeir virðast ekki hafa stjórn á. Stjórnvöld verða að sýna að þau hafi vilja til að koma í veg fyrir ítrekuð brot fanga.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður sætir gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð brot gegn börnum. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segir að háttsemin lúti að grófum og ítrekuðum kynferðisbrotum sem spanna yfir langt tímabil og „sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem [maðurinn] virðist ekki hafa stjórn á“. Árið 2012 fullgilti Ísland bindandi Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðisofbeldi, Lanzarote-samninginn. Samkvæmt honum eru stjórnvöld skuldbundin til að tryggja að einstaklingar sem óttast að þeir kunni að brjóta gegn börnum kynferðislega hafi aðgang að sálfræðingum og geðlæknum með það að markmiði að koma í veg fyrir slík brot. Í samningnum er jafnframt lögð áhersla á að áhættumat sé gert og meðferð veitt á meðan dæmdir kynferðisbrotamenn afplána dóma sína. Hjá Fangelsismálastofnun starfa fjórir sálfræðingar í þremur stöðugildum og sinna sex hundruð skjólstæðingum, þ.e. föngum, fólki sem gegnir samfélagsþjónustu eða er á reynslulausn. Engir geðlæknar starfa í fangelsum landsins, engar meðferðir eru fyrir fanga sem haldnir eru barnagirnd og engin betrunarstefna er rekin. Afstaða hefur ítrekað bent á að á meðan ástandið er með þessum hætti séu litlar líkur á því að þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð komi út betri menn. Fyrir nokkrum árum ákváðu stjórnvöld að fella niður tímabundið fjármagn til Fangelsismálastofnunar sem notað var til þess að halda úti forvarnaaðgerðum vegna kynferðisbrota gegn börnum. Fangar með barnagirnd fá í dag enga meðferð og á meðan svo er munu þeir eflaust halda áfram að sýna ákveðin hegðunarmynstur eða kenndir sem þeir virðast ekki hafa stjórn á. Stjórnvöld verða að sýna að þau hafi vilja til að koma í veg fyrir ítrekuð brot fanga.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar