Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2017 12:18 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómi í mars 2012. VÍSIR/VILHELM Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveðinn var upp í Strassborg í morgun. Íslenska ríkið var sýknað í málinu sem Geir höfðaði vegna dóms Landsdóms árið 2012. Geir segist ætla að una niðurstöðu dómsins í morgun. Hann segist líta svo á að hann hafi unnið Landsdómsmálið efnislega á sínum tíma.„Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mannréttindadómstólnum hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn mannréttindasáttmálanum,“ segir Geir í yfirlýsingu sinni.„Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu. Ég virði þá niðurstöðu.“Geir höfðaði málið á þeim grundvelli hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í Landsdómsmálinu. Hann byggði meðal annars á því að ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur honum hafi verið tekin á pólitískum forsendum en ekki með hlutlausu mati. Þá hefðu alvarlegir gallar verið á undirbúningi málsmeðferðarinnar og Landsdómur hafi hvorki verið óvilhallur né sjálfstæður. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið brotið á Geir við málsmeðferðina. Þá komst dómurinn einnig að því að ekki hafi skort á skýrleika refsiheimilda líkt og Geir hélt fram. Einn dómari af sex skilaði þó séráliti í þeim lið og var ósammála meirihluta.Yfirlýsinguna má sjá í heild hér að neðan. Yfirlýsing í tilefni af niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu 23. nóv. 2017 Í morgun barst niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli sem ég bar undir dómstólinn vegna málshöfðunar naums meirihluta Alþingis gegn mér fyrir Landsdómi haustið 2010. Upphafleg ákæruatriði voru sex talsins en Landsdómur vísaði tveimur ákæruliðum frá dómi og sýknaði mig vorið 2012 af alvarlegustu ákæruatriðunum. Níu dómarar af fimmtán sakfelldu mig hins vegar án refsingar fyrir að hafa ekki rætt vanda bankanna í aðdraganda bankahrunsins 2008 nægilega í ríkisstjórn. Málskostnaður var felldur á ríkissjóð. Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mannréttindadómstólnum hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Einkum taldi ég mikilvægt að láta reyna á hvort það stæðist nútímakröfur um réttarfar að þingmenn færu með ákæruvald og að meirihluti dómara væri kosinn pólitískri kosningu. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu. Ég virði þá niðurstöðu. Sagan og samanburður við önnur lönd hefur leitt í ljós að margar þær ákvarðanir sem ég bar ábyrgð á og mestu skiptu í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins voru þjóðinni til gæfu og forðuðu henni frá því að sogast inn í gjaldþrot bankanna, sem ég varaði við í ávarpi til þjóðarinnar daginn sem neyðarlögin voru sett. Allt orkar tvímælis þá gert er og eðlilegt að ákvarðanir ráðamanna á erfiðum tímum séu rýndar og endurmetnar. Ég hef alltaf verið tilbúinn til að svara fyrir mín störf í aðdraganda bankahrunsins og ekki skorast undan pólitískri ábyrgð. Ég var hins vegar ekki tilbúinn til þess að una mótbárulaust þeim málatilbúnaði sem lá að baki landsdómsmálinu þar sem efnt var til refsimáls á flokkspólitískum forsendum vegna pólitískra ákvarðana. Ég vona innilega að íslenskir stjórnmálamenn feti þann veg aldrei aftur. Ákæran á hendur mér var vissulega áfall á sínum tíma. Ýmsir þeirra sem að ákærunni stóðu hafa hins vegar ýmist opinberlega eða í einkasamtölum lýst eftirsjá yfir þátttöku sinni í þeim pólitíska leik eða beðist afsökunar. Mér þykir vænt um þau viðbrögð. Ég er sömuleiðis þakklátur þeim fjölmörgu sem hafa lagt mér lið í þessu máli undanfarin sjö ár. Stuðningur þeirra hefur verið mér og fjölskyldu minni ómetanlegur Mannréttindadómstóllinn hefur haft mál mitt til meðferðar í fimm ár, sjö ár eru liðin frá ákæru Alþingis og níu ár frá bankahruninu. Langt ferli er því að baki. Ýmsa lærdóma má draga af þessu ferli og verður vonandi gert, m.a. á Alþingi. Í stjórnmálum eiga menn að gera út um ágreining á hinum pólitíska vettvangi, á þingi og í kosningum. Um það ályktaði þing Evrópuráðsins sérstaklega vorið 2013 og vísaði m.a. til landsdómsmálsins. Vonandi getur náðst víðtæk samstaða á Íslandi um þetta grundvallaratriði. Landsdómur Tengdar fréttir Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveðinn var upp í Strassborg í morgun. Íslenska ríkið var sýknað í málinu sem Geir höfðaði vegna dóms Landsdóms árið 2012. Geir segist ætla að una niðurstöðu dómsins í morgun. Hann segist líta svo á að hann hafi unnið Landsdómsmálið efnislega á sínum tíma.„Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mannréttindadómstólnum hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn mannréttindasáttmálanum,“ segir Geir í yfirlýsingu sinni.„Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu. Ég virði þá niðurstöðu.“Geir höfðaði málið á þeim grundvelli hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í Landsdómsmálinu. Hann byggði meðal annars á því að ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur honum hafi verið tekin á pólitískum forsendum en ekki með hlutlausu mati. Þá hefðu alvarlegir gallar verið á undirbúningi málsmeðferðarinnar og Landsdómur hafi hvorki verið óvilhallur né sjálfstæður. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið brotið á Geir við málsmeðferðina. Þá komst dómurinn einnig að því að ekki hafi skort á skýrleika refsiheimilda líkt og Geir hélt fram. Einn dómari af sex skilaði þó séráliti í þeim lið og var ósammála meirihluta.Yfirlýsinguna má sjá í heild hér að neðan. Yfirlýsing í tilefni af niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu 23. nóv. 2017 Í morgun barst niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli sem ég bar undir dómstólinn vegna málshöfðunar naums meirihluta Alþingis gegn mér fyrir Landsdómi haustið 2010. Upphafleg ákæruatriði voru sex talsins en Landsdómur vísaði tveimur ákæruliðum frá dómi og sýknaði mig vorið 2012 af alvarlegustu ákæruatriðunum. Níu dómarar af fimmtán sakfelldu mig hins vegar án refsingar fyrir að hafa ekki rætt vanda bankanna í aðdraganda bankahrunsins 2008 nægilega í ríkisstjórn. Málskostnaður var felldur á ríkissjóð. Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mannréttindadómstólnum hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Einkum taldi ég mikilvægt að láta reyna á hvort það stæðist nútímakröfur um réttarfar að þingmenn færu með ákæruvald og að meirihluti dómara væri kosinn pólitískri kosningu. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu. Ég virði þá niðurstöðu. Sagan og samanburður við önnur lönd hefur leitt í ljós að margar þær ákvarðanir sem ég bar ábyrgð á og mestu skiptu í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins voru þjóðinni til gæfu og forðuðu henni frá því að sogast inn í gjaldþrot bankanna, sem ég varaði við í ávarpi til þjóðarinnar daginn sem neyðarlögin voru sett. Allt orkar tvímælis þá gert er og eðlilegt að ákvarðanir ráðamanna á erfiðum tímum séu rýndar og endurmetnar. Ég hef alltaf verið tilbúinn til að svara fyrir mín störf í aðdraganda bankahrunsins og ekki skorast undan pólitískri ábyrgð. Ég var hins vegar ekki tilbúinn til þess að una mótbárulaust þeim málatilbúnaði sem lá að baki landsdómsmálinu þar sem efnt var til refsimáls á flokkspólitískum forsendum vegna pólitískra ákvarðana. Ég vona innilega að íslenskir stjórnmálamenn feti þann veg aldrei aftur. Ákæran á hendur mér var vissulega áfall á sínum tíma. Ýmsir þeirra sem að ákærunni stóðu hafa hins vegar ýmist opinberlega eða í einkasamtölum lýst eftirsjá yfir þátttöku sinni í þeim pólitíska leik eða beðist afsökunar. Mér þykir vænt um þau viðbrögð. Ég er sömuleiðis þakklátur þeim fjölmörgu sem hafa lagt mér lið í þessu máli undanfarin sjö ár. Stuðningur þeirra hefur verið mér og fjölskyldu minni ómetanlegur Mannréttindadómstóllinn hefur haft mál mitt til meðferðar í fimm ár, sjö ár eru liðin frá ákæru Alþingis og níu ár frá bankahruninu. Langt ferli er því að baki. Ýmsa lærdóma má draga af þessu ferli og verður vonandi gert, m.a. á Alþingi. Í stjórnmálum eiga menn að gera út um ágreining á hinum pólitíska vettvangi, á þingi og í kosningum. Um það ályktaði þing Evrópuráðsins sérstaklega vorið 2013 og vísaði m.a. til landsdómsmálsins. Vonandi getur náðst víðtæk samstaða á Íslandi um þetta grundvallaratriði.
Landsdómur Tengdar fréttir Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent