Aston Martin hagnast fyrsta sinni frá 2010 Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2017 11:03 Aston Martin DB11 er bíllinn sem mestan þátt hefur átt í hagnaði Aston Martin nú. Það hafa verið magrir tímar hjá breska bílasmiðnum Aston Martin síðustu 7 árin og viðvarandi taprekstur af bílasmíði þeirra allar götur frá árinu 2010. Nú eru hinsvegar bjartari tímar hjá Aston Martin því fyrirtækið skilaði hagnaði á fyrstu 9 mánuðum ársins uppá 22 milljónir punda, eða ríflega 3 milljarða króna og búist er við því að sú tala muni hækka er árið er á enda. Það er helst mikil eftirspurn eftir hinum nýja DB11 sportbíl sem skapað hefur hagnað Aston Martin á árinu. Aston Martin er að mestu í eigu fjárfesta frá Ítalíu og Kuwait. Vöxtur í sölu Aston Martin var 65% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins og seldi fyrirtækið á þeim tíma 3.330 bíla. Í fyrra nam tapið af rekstri Aston Martin rúmlega 17 milljörðum króna. Aston Martin stefnir á 7.000 bíla sölu árið 2019 sem myndi þá nema um 58% vexti í sölu frá árinu í ár. Einn liður í því er framleiðsla fyrsta jeppa Aston Martin sem fá mun nafnið DBX. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent
Það hafa verið magrir tímar hjá breska bílasmiðnum Aston Martin síðustu 7 árin og viðvarandi taprekstur af bílasmíði þeirra allar götur frá árinu 2010. Nú eru hinsvegar bjartari tímar hjá Aston Martin því fyrirtækið skilaði hagnaði á fyrstu 9 mánuðum ársins uppá 22 milljónir punda, eða ríflega 3 milljarða króna og búist er við því að sú tala muni hækka er árið er á enda. Það er helst mikil eftirspurn eftir hinum nýja DB11 sportbíl sem skapað hefur hagnað Aston Martin á árinu. Aston Martin er að mestu í eigu fjárfesta frá Ítalíu og Kuwait. Vöxtur í sölu Aston Martin var 65% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins og seldi fyrirtækið á þeim tíma 3.330 bíla. Í fyrra nam tapið af rekstri Aston Martin rúmlega 17 milljörðum króna. Aston Martin stefnir á 7.000 bíla sölu árið 2019 sem myndi þá nema um 58% vexti í sölu frá árinu í ár. Einn liður í því er framleiðsla fyrsta jeppa Aston Martin sem fá mun nafnið DBX.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent